Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ráðhúsið verður lokað á kvöldin
og um helgar, eftir að borgaryf-
irvöld hafa breytt starfsmanna-
haldi húsvarða Ráðhússins og ör-
yggisfyrirtæki hefur tekið yfir
vöktun hússins um kvöld og helg-
ar, eins og fram kom í Morgun-
blaðinu.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borg-
arráðsmaður, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri vissu-
lega mikið áhyggjuefni. „Ráðhúsið
hefur mikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Fjöldi ferðamanna
kemur daglega í Ráðhúsið, ekki
síst um helgar, m.a. til þess að
skoða og kynna sér stóra Íslands-
kortið. Þar byrja oft fararstjórar
og leiðsögumenn með heilu rút-
urnar af fólki, til þess að kynna
þeim áfangaleiðir með aðstoð
kortsins góða,“ sagði Júlíus Vífill.
Vinsæll sýningastaður
„Annað sem ég hef áhyggjur af
er hversu takmarkaður sýningar-
tími hinna ýmsu list- og hönnunar-
sýninga verður, eftir að lokað
verður um helgar. Ráðhúsið er
fyrir löngu orðið vinsæll sýning-
arstaður fyrir slíkar sýningar og
hundruð og þúsundir manna
streyma í Ráðhúsið, ekki síst um
helgar, til þess að skoða þessar
sýningar,“ sagði Júlíus Vífill.
Hvorki náðist í Dag B. Eggerts-
son, borgarstjóra, né Sóleyju Tóm-
asdóttur, forseta borgarstjórnar,
vegna þessa máls, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Segir lokun Ráðhússins um
helgar vera áhyggjuefni
Ráðhúsið mikilvægt hvað varðar sýningarhald og í þjónustu fyrir ferðamenn
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Eftir breytingar verður Ráðhúsið lokað um helgar. Þetta mun takmarka aðgang að sýningum í húsinu.
„Þetta eru náttúrlega mikil vonbrigði þar sem talað var
um það á sínum tíma að engum yrði sagt upp störfum.
Það eru mikil vonbrigði,“ segir Jakobína Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir Reykjavík-
urborgar sem fela meðal annars í sér að húsvörðum
verður fækkað í Ráðhúsi Reykjavíkur og húsvarsla þar
og í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni samnýtt.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur ein-
um húsverði verið sagt upp störfum og starfsloka-
samningur verið gerður við tvo. Verulegar breytingar
verða síðan gerðar á störfum þeirra húsvarða sem
verða eftir. Þannig verður styttur sá tími sem húsið er
opið og samið við einkafyrirtæki um að sjá um nætur-
vörslu, sem hingað til hefur verið í höndum húsvarða.
Einnig er fyrirhugað að fækka starfsmönnum Skóla-
safnamiðstöðvar um þrjá en þar hafa fjórir starfað. Eini
starfsmaðurinn sem eftir verður er forstöðumaður
miðstöðvarinnar.
„Það er auðvitað alltaf hræðilegt áfall fyrir fólk að
missa vinnuna sína og ekki síður þegar fólk er kannski
ekki á þeim aldri sem auðveldast er að fá vinnu. Þannig
að við höfum auðvitað verulegar áhyggjur af þessu,“
segir Jakobína ennfremur en fulltrúar Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar fundaði með húsvörðunum í
kjölfar þess að þeim voru tilkynnt áform borgarinnar.
„Höfum verulegar áhyggjur af þessu“
FRAMKVÆMDASTJÓRI STARFSMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKURBORGAR
Oft er talað um að hundurinn sé besti vinur mannsins
en hundar eiga sér fleiri vini. Þannig er um Kaffon,
sem einn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
á. Þó að myndin virðist í fyrstu sýn gefa til kynna hat-
römm átök úr dýraríkinu, upp á líf og dauða, þá er alls
ekki svo. Kaffon og refurinn Jarl eru miklir vinir og
leika sér gjarnan saman þegar Kaffon fær að fara með
eiganda sínum í vinnuna. Þá er tekið vel á því og ekkert
gefið eftir í ærslunum. Kaffon er líka góður vinur
svínanna í garðinum og fleiri dýra, enda gæfur hundur.
Ljósmynd/Begga Magg
Kaffon og Jarl í ærslafullum leik
Góðir vinir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
„Allflestir eru
sammála um að
bestu vísindin sem
við höfum eru í
ráðgjöf Hafró.
Henni hef ég fylgt
og það hefur virk-
að vel,“ segir Sig-
urður Ingi Jó-
hannsson,
sjávarútvegs- og
landbúnaðar-
ráðherra, en hann átti fund sl.
fimmtudag með talsmönnum Lands-
sambands smábátasjómanna (LS),
sem vilja að þorskkvóti verði aukinn
um 30 þúsund tonn.
„Annars bíðum við eftir ráðgjöf
Hafró vegna næsta fiskveiðiárs og
væntum góðra tíðinda þaðan miðað
við hvernig menn hafa talað á síðustu
árum. Það hefur sýnt sig að langtíma-
nýtingarstefna hefur skilað okkur
góðum árangri, ekki síst í þorski, sem
hefur ekki verið líffræðilega sterkari í
hálfa öld. Það er gríðarlega góður ár-
angur og sýnir að næstu árin sé lík-
legt að veiðistofninn muni vaxa,“ seg-
ir Sigurður Ingi.
Hann bendir á að Ísland byggi
ímynd sína á erlendum fiskmörkuð-
um á því að farið sé fram með sjálf-
bærum hætti við nýtingu fiskistofna á
Íslandsmiðum.
„Það hefur skilað okkur býsna
góðri stöðu á mörkuðum og ég mun
ekki fara út af þeirri línu,“ segir Sig-
urður Ingi, en hann tekur fram að
hann hafi ákveðinn skilning á sjón-
armiðum smábátasjómanna, þess
efnis að auka hefði mátt þorskkvót-
ann meira þegar ákveðið var að auka
hann á annað borð. bjb@mbl.is
Bestu vís-
indin eru
hjá Hafró
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Hefur gefist
vel að fylgja henni
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Fólki hefur ofboðið þessar fyrirhug-
uðu arðgreiðslur og við verðum ekki
vör við annað en að þeir sem hafa tek-
ið þessi skref ætli sér að klára málið,“
segir Guðmundur Jónsson, forstjóri
Varðar tryggingafélags, varðandi
óvænta fjölgun nýrra viðskiptavina
hjá félaginu.
Gripið var til þess að lengja af-
greiðslutíma félagsins síðustu tvo
daga ásamt því að hafa opið í dag milli
tíu og tvö til að sinna þeim nýju við-
skiptavinum sem leitað hafa tilboða í
tryggingar sínar hjá Verði.
„Það er mikill fjöldi mála sem við
þurfum að vinna úr. Við erum því
bæði í þeirri úrvinnslu og að svara
símtölum,“ segir hann en mikið hafi
verið hringt inn á fimmtudaginn eftir
að hefðbundnum afgreiðslutíma lauk.
Ekki er ljóst hversu margir hafa
leitað tilboða eða skipt endanlega yfir
til Varðar. „Ég er ekki með fjölda til-
boða en hann er gríðarlegur miðað
við það sem við eigum að venjast,“
bætir hann við. Alltaf taki tíma fyrir
fólk að færa viðskipti sín endanlega á
milli tryggingafélaga því gera þarf
tilboð á réttum forsendum og þær
þarf að nálgast hjá fyrra trygginga-
félagi.
Guðmundur býst við því að ástand-
ið fari aftur í samt horf á trygginga-
markaði á næstu dögum.
Ekki að spila biðleik
Ástandið er óvenjulegt á trygg-
ingamarkaði í ljósi þeirra viðbragða
sem urðu í samfélaginu vegna fyrir-
hugaðra arðgreiðslna trygginga-
félaganna Vís, Sjóvá og TM sem
nema um 9,6 milljörðum samtals.
Vörður hefur ekki enn tilkynnt um
fyrirhugaðar arðgreiðslur sínar en
Guðmundur segir ástandið ekki vera
ástæðuna. „Það er ekki verið að spila
neinn biðleik með því.“ Ástæða sé sú
að félagið sé í söluferli og því á milli
eigenda eins og er.
Þá segir hann leitt að atvinnu-
greinin sitji undir ámælum frá þjóð-
inni og ráðamönnum vegna ástands-
ins en jákvætt sé að hreyfing sé
komin á markaðinn og Vörður njóti
góðs af því.
Margir færa trygg-
ingar til Varðar
Lengja afgreiðslutíma vegna álags
Fimm erlendir stórmeistarar eru
efstir og jafnir með 4,5 vinninga
eftir 5. umferð á Gamma Reykja-
víkurskákmótinu í Hörpu í gær. Al-
þjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinns-
son er efstur Íslendinga í 6. – 29.
sæti með 4 vinninga.
Stórmeistararnir Gawain Jones
(2645) frá Englandi og Abhijeet
Gupta (2634) frá Indlandi voru efst-
ir fyrir umferðina og tókust á um
forystuna, en gerðu átakalítið jafn-
tefli. Stórmeistarinn Hjörvar
Steinn Grétarsson var efstur Ís-
lendinga fyrir umferðina, en tapaði
fyrir Richard Rapport frá Ung-
verjalandi.
Talsvert var af fjörugum skákum
og óvæntum úrslitum á mótinu í
gærkvöldi. »33
Fimm erlendir stórmeistarar á toppnum