Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 12
Morgunblaðið/Eggert
Eitt leiðir af öðru „Hugmynd sem kviknar við gerð einnar fatalínu getur
orðið grunnurinn í þeirri næstu og þannig leiðir eitt af öðru,“ segir Magnea.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
CUT, fimmta og nýjastafatalínan úr smiðju fata-hönnunarfyrirtækisinsMAGNEA, dregur að
sögn eigandans, Magneu Ein-
arsdóttur fatahönnuðar, að sumu
leyti dám af bleikum smekkbuxum
og krumpugalla í sama lit sem hún
átti þegar hún var sex ára. En líka
af ótal mörgu öðru. Innblásturinn
er enda margþætt fyrirbæri, óháð
tíma og rúmi, eilíf þróun í huga og
verkum skapandi fólks.
„Ég er enn að þróa útskriftar-
verkefni mitt, Opposites Attract,
frá Central Saint Martins listahá-
skólanum í London 2012. Áhrifanna
gætti mest í fyrstu sölulínunni
minni, Still Attracted to Opposites,
árið eftir. Skólaverkefnið var fatn-
aður úr íslenskri ull og gúmmíi, út-
saumaður þannig að ég lykkjaði ull-
ina í gúmmíið. Síðan hefur svolítið
fylgt mér að blanda saman and-
stæðum efnum. Í rauninni hef ég
hannað og þróað ýmsar útfærslur
við sama stef; breytt, bætt og notað
nýjar aðferðir og alls konar efni í
bland. Hugmynd sem kviknar við
gerð einnar fatalínu getur orðið
grunnurinn í þeirri næstu og þann-
ig leiðir eitt af öðru,“ segir Magnea.
Frekar en að hanna sífellt eitthvað
splunkunýtt leggur hún áherslu á
að allt sem hún sendir frá sér undir
merkinu MAGNEA hafi auðþekkj-
anlegan „karakter“.
Sýningar á HönnunarMars
Magnea er ekki frá því að kröf-
ur markaðarins um síbreytilega
tísku tvisvar á ári séu einum of.
„Ungir fatahönnuðir sem eru að
byggja upp markhóp verða þó að
fullnægja kröfum sinna kúnna um
nýjungar. Fatahönnun er, eins og
svo margt annað, eilífur dans við
markhópinn,“ segir hún.
Dansinn við markhópana dunar
á HönnunarMars og sjálf stígur
Magnea þar dansinn með helstu
hönnuðum landsins. Hluta af CUT-
fatalínunni, um 15 flíkur, getur að
líta á sýningunni Showroom 2016/
2017 í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt
verkum sjö kollega hennar. Heild-
arlínuna, 25 flíkur, geta gestir og
gangandi svo barið augum kl. 19.30
í kvöld á sýningunni MAGNEA
AW16 PRESENTATION í Dans-
verkstæðinu við Skúlagötu. „Lif-
andi upplifun og skemmtun með
fyrirsætum, tónlist og stemningu
sem hæfir flíkunum,“ lofar hún.
Saumaði fötin sín sjálf
Magnea kveðst hafa fengið
áhuga á fötum og tísku sem ung-
lingur, en þó einungis á fötum á
hana sjálfa. Henni fannst úrvalið
einsleitt, vildi skera sig úr hópnum
og vera öðruvísi. „Ég fór því að
sauma fötin mín sjálf strax í grunn-
skóla, breytti gömlum fötum af
mömmu eða saumaði upp úr efni
sem til féll. Með árunum fékk ég
smám saman meiri áhuga á að
klæða aðra og kærði mig kollótta
þótt ég væri venjulega klædd,“ rifj-
ar hún upp.
Fatahönnun er eilífur
dans við markhópinn
Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur komið fram með fimm fatalínur á
jafnmörgum árum frá því hún lauk námi og stofnaði fatahönnunarfyrirtækið
MAGNEA árið 2012. Hún leggur áherslu á prjón í hönnun sinni og að allt sem
hún sendir frá sér hafi auðþekkjanlegan „karakter“.
2016 CUT
2016 CUT
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Fögnuður og gleðihátíð í tilefni þess
að bók Elísabetar Jökulsdóttur, Eng-
inn dans við Ufsaklett, hlaut tilnefn-
ingu til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs verður í Eymundsson við
Austurstræti kl. 14 í dag.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastýra Kvennaathvarfsins,
heldur tölu, Hljómsveitin Eva leikur
nokkur lög og Elísabet les úr bókinni.
Boðið er upp á laufléttar veitingar
og allir eru velkomnir að taka þátt í
fagnaðarlátunum.
Að gefnu tilefni
Morgunblaðið/Þórður
Dansað við Ufsaklett Elísabet
dansaði berfætt í kjól við Ufsaklett
um það leyti sem bókin kom út.
Fagnaðarlæti
í bókaverslun
Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu við
Hverfisgötu hefst kl. 14 á morgun,
sunnudag 13. mars. Fjöldi fólks mæt-
ir í þjóðbúningum af öllu tagi til að
sýna sig og sjá aðra, Þjóðdansafélag
Reykjavíkur sýnir þjóðdansa og
fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi Ís-
lands klæða konu á palli í faldbúning.
Gestum gefst í upphafi dagskrár-
innar tækifæri til að fá aðstoð við að
klæða sig í búningana, t.d. að festa
húfu eða hnýta peysufataslifsi. Til-
valið tækifæri til að draga fram og
skrýðast gömlum peysufötum eða
upphlut af ömmu.
Allir velkomnir, hvort sem þeir
klæðast sjálfir búningi eða koma til
þess að dást að öðrum. Hvatt er til
þess að fólk frá öðrum löndum taki
þátt og klæðist búningum þjóða
sinna.
Þjóðbúningadagur
Kona klædd
í faldbúning
Hin árlega ráðstefna um barna- og
unglingabókmenntir verður haldin
kl. 10.30-13.30 í dag í Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi. Yfirskrift
hennar að þessu sinni er Nesti og
nýir skór. Dagskráin er á þessa leið:
Geta Grimmsbræður sagt nútíma-
börnum eitthvað? Silja Aðalsteins-
dóttir, þýðandi og ritstjóri, fjallar
um áhrif ævintýrabóka og þýðingu.
Lestur unga fólksins. Heiða Rún-
arsdóttir, bókasafns- og uppeldis-
fræðingur og kennari, fjallar um
lestrarvenjur 10-16 ára barna og
þætti sem hafa áhrif á þær.
Hið ósýnilega gert sýnilegt -
myndskreytingar í íslenskum þjóð-
sögum og ævintýrum. Bergrún Íris
Sævarsdóttir, myndskreytir og rit-
höfundur, ræðir hvaða tilgangi
myndskreytingar þjóna, hverju þær
bæta við og hvernig þær hafa mót-
að sýn okkar á tröll, álfa og drauga.
Þitt eigið erindi. Ævar Þór Bene-
diktsson, leikari og rithöfundur,
spjallar um lestrarhvatningu, skrif á
barnabókum og ævintýralega hræði-
leg endalok.
Ráðstefnan er opin öllu áhuga-
fólki um íslenskar barna- og ung-
lingabókmenntir og aðgangur er
ókeypis.
Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir
Geta Grimmsbræður sagt
nútímabörnum eitthvað?
Aðstandendur Borgarbókasafnið, Félag fagfólks á skólasöfnum, IBBY á Íslandi,
Rithöfundasamband Íslands, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og Upplýsing.
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Fylgist með okkur á faceboock
KRINGLU
KAST
Við höfum lækkað vöruverð
fimmtudag — mánudags
20% afsláttur af
öllum vörum