Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Borgarstjóri London, Boris John-
son, sagði á fundi í gær að Bretland
ætti að semja um fríverslunarsamn-
ing við Evrópusambandið á hlið-
stæðum nótum og Kanada hefur
gert eftir að Bretland segði skilið við
sambandið. Það myndi fela það með-
al annars í sér að sögn Johnsons að
Bretar þyrftu ekkert að greiða fjár-
framlög í sjóði Evrópusambandsins
og yrðu ekki bundnir af reglu sam-
bandsins um frjálst flæði fólks. Þess
í stað yrði einungis samið um við-
skipti og tolla.
Borgarstjórinn hvatti Breta í
ræðu sinni á fundinum til þess að
„greiða atkvæði með frelsinu“ í þjóð-
aratkvæðinu um veru Bretlands í
Evrópusambandinu sem fram fer 23.
júní. Sagði hann að stuðningsmenn
þess að Bretar yrðu áfram í sam-
bandinu teldu þjóðina skorta hug-
rekki til þess að brjótast út úr
hlekkjum þess. Sagðist hann sann-
færður um að ef Bretar væru utan
Evrópusambandsins myndu þeir
hafna inngöngu í það.
Hentar ekki hagsmunum Breta
Chuka Umunna, þingmaður
breska Verkamannaflokksins, gagn-
rýndi ræðu Johnsons í breskum fjöl-
miðlum í gær og sagði að fríversl-
unarsamningur eins og Kanada
hefði gert við Evrópusambandið
myndi ekki henta breskum hags-
munum. Vísaði hann meðal annars
til þess að samningurinn tæki ekki á
þjónustuviðskiptum sem væru Bret-
um mjög mikilvæg. hjortur@mbl.is
AFP
Bretland Boris Johnson, borgarstjóri London, vill úr Evrópusambandinu.
Vill kanadíska
fríverslun við ESB
Borgarstjóri London hvetur Breta
til að „greiða atkvæði með frelsinu“
Karlmaður í
hjólastól rændi
banka í miðborg
Zagreb, höfuð-
borgar Króatíu,
fyrir helgi.
Skömmu áður
höfðu vegfar-
endur hjálpað
honum að kom-
ast inn í húsnæði útbús austurríska
bankans Erste Bank.
Maðurinn, sem er 35 ára gamall,
tilkynnti starfsfólki bankans að
hann væri með sprengju, sam-
kvæmt frétt AFP, og fékk í kjölfar-
ið afhenta fjármuni sem námu tæp-
lega einni milljón króna. Hann
yfirgaf síðan bankann og fór að
næstu leigubílastöð. Leigubílstjór-
inn, sem vissi ekki um ránið, hjálp-
aði manninum inn í bílinn, setti
hjólastólinn í farangursrýmið og ók
honum síðan til bæjarins Bjelova í
norðurhluta landsins þar sem mað-
urinn var tekinn höndum.
KRÓATÍA
Maður í hjólastól
rændi banka
Öldungadeild
þings Kaliforníu-
ríkis í Bandaríkj-
unum samþykkti
fyrir helgi lög um
tóbaksvarnir þar
sem hámarksald-
urinn til þess að
versla sígarettur
og aðrar tóbaks-
vörur var hækkaður úr 18 árum í 21
ár. Lögin fela einnig í sér að raf-
rettur verða skilgreindar sem tóbak
og notkun þeirra bönnuð á veitinga-
húsum og á öðrum opinberum stöð-
um þar sem þegar er óheimilt að
reykja venjulegar sígarettur.
Lögin fara í framhaldinu til rík-
isstjóra Kaliforníu, Jerry Brown, til
undirritunar. Áður hafði Havaí-ríki
hækkað hámarksaldurinn í 21 ár.
BANDARÍKIN
Þurfa að vera 21 árs
til að kaupa tóbak
Sérstök umræða
mun fara fram í
finnska þinginu á
næstu vikum um
það hvort Finnar
ættu að láta evr-
una lönd og leið í
kjölfar þess að
safnað var meira
en 50 þúsund
undirskriftum því til stuðnings að
slík umræða færi fram. Samkvæmt
finnskum lögum ber þinginu að
taka mál til umræðu ef þeim fjölda
undirskrifta er náð.
Fram kemur á fréttavefnum Eu-
observer að þó ólíklegt sé að þings-
umræðan verði til þess að Finnar
segi skilið við evrusvæðið sé undir-
skriftasöfnunin til marks um mikla
óánægju á meðal Finna með ástand
efnahagsmála í Finnlandi.
FINNLAND
Rætt um evruna á
finnska þinginu