Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Margt í orðaforðanum á sér rætur í annarri menningu en nú rík-ir og þar með í öðrum hugarheimi en við lifum í. Algengtdæmi um þetta er orðið eldhús um það rými í híbýlum ogvinnustöðum sem nýtist til matreiðslu. Ekkert skilyrði er að eldur komi þar við sögu eins og var þó sjálfsagt mál í fornum hlóðaeldhús- um. Orðið hefur haldið sér en kemur stöðugt upp um rætur sínar í forn- eskjunni. Í helstu bæn kristinna manna er Guð faðir sagður vera „á himn- um“ – þótt geimfarar hafi verið fyrstir til að staðfesta að í geimnum hafi þeir ekki rekist á neinn Guð. Auk þess er Guð sagður vera á himnum í fleirtölu, sem hljómar eins og vitleysa því að það er bara einn og sami himinninn yfir okkur öllum. Orðið himinn hefur að sönnu vísað í það sem er fyrir ofan okkur frá ómunatíð. En skilningur manna á því sem þar blasir við með berum augum hefur gjörbreyst frá því að orðið himinn var fyrst notað um fyrirbærið. „Vísindin hafa svívirt mánagyðjuna,“ orti Dagur Sigurðarson og það þýðir meðal annars að ekki einasta vöknuðu skáldin upp við vondan draum heldur sjáum við hin nú alheiminn í hraðþenslu eftir Miklahvell – þar sem Jörðin er bara lítill hnöttur á sporbaug í sólkerfi sem er hluti af Vetrarbrautinni í enn stærra kerfi fjölda annarra vetrarbrauta … Þegar við horfum upp í himininn með þessa vísindalegu heimsmynd í kollinum sjáum við inn í óendanleikann. En það var ekki svo þegar landnámsmenn stigu hér á land á níundu öld, hvað þá þegar Snorri Sturluson skrifaði Eddu sína á þriðja áratug þrett- ándu aldar og talaði þar um að guðirnir væru á himni, sömuleiðis ýmsir fuglar, dýr, tré og brunnar, auk margra nafngreindra guðlegra staða og sala sem voru allir á himni með orðum og í huga Snorra. Hliðskjálf Óðins segir Snorri vera í lofti – sennilega á þeim slóðum þar sem við sjáum norð- urljósin blika á vetrarkvöldum en þaðan sér Óðinn um alla heima og hvers manns athæfi. Regnboginn var eina brúin sem Snorri vissi af að gæti legið til himins en sú Ásbrú var engum fær nema guðunum einum. Himinninn var gerður úr haus Ýmis sem er skynsamleg skýring í huga fólks sem sér himininn sem hvolfþak yfir sér og veit að þar eru reikistjörn- urnar Óðinn, Freyja, Týr og Þór á sveimi, líkt og Sól og Máni (og kannski Loki), hvert á sínum himni því að þau rekast aldrei á og hafa himinfesting- una með öllum stöðunum og sölunum og sjálfu heimstrénu á bakvið sig – frá Jörðu séð. Og það er óhugsandi að sjá himininn frá öðru sjónarhorni þegar maður á borð við Snorra horfir upp fyrir sig í heita pottinum með hausinn fullan af goðsögum til að skilja og tala um heiminn með aldagömlu tungutaki. Fólk sem horfði til himins fyrir vísindabyltingu sólmiðjukenn- ingarinnar hugsaði sér marga himna fyrir ofan sig, á leiðinni upp í stjörnu- festinguna. Þessir himnar voru og eru leikvöllur guðanna. Hvað er á himni? Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Stjörnumerki Úlfskjaftur er heiti á norrænu stjörnumerki í grennd við Andrómedu. Um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar varandrúmsloftið í samfélaginu með þeim hættiað hefðu ríkisstjórn og Alþingi gripið til rót-tækra aðgerða til að stöðva hraðan vöxt hinna einkavæddu banka er líklegt að Austurvöllur hefði logað í mótmælum almennra borgara en þá var sú skoðun útbreidd að ný kynslóð fjármálamanna og kaupsýslumanna kynni ýmislegt fyrir sér, sem eldri kynslóðir hefðu ekki á valdi sínu. Nú, áratug síðar, er andrúmsloftið í samfélaginu á þann veg að grípi ríkisstjórn og Alþingi ekki til að- gerða til að stöðva þá þróun, sem hafin er í fjármála- geiranum, og er þá átt við bæði banka og trygginga- félög, má alveg eins búast við að Austurvöllur logi í mótmælum af þeim sökum. Þetta er munurinn á „2007“ og deginum í dag og það er gríðarlegur munur. Sumarið 2004 hafði þáverandi ríkisstjórn verið rekin til baka með löggjöf sem búið var að setja á Alþingi og hafði það að markmiði að setja skorður við því að við- skiptasamsteypur gætu lagt undir sig fjölmiðlun í land- inu og það var gert með samstilltu átaki forseta Íslands og almenningsálitsins. Nú er hins vegar svo komið að það er að verða samstaða á milli allra flokka á Al- þingi um að löggjafinn grípi til ráðstafana. Það kom skýrt í ljós í Kastljósi í sl. þriðju- dagskvöld, þar sem umtalsverður sam- hljómur var með Frosta Sigurjónssyni, þingmanni Framsóknarflokks, og Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylking- ar. Á miðvikudag tók svo Bjarni Benediktsson af öll tví- mæli um afstöðu Sjálfstæðisflokksins þegar hann sagði: „Ég get ekki annað en tekið undir með þingmann- inum að það hlýtur að hljóma illa í eyrum allra lands- manna að menn boði iðgjaldahækkanir en ætli á sama tíma að taka út arð, sem er langt umfram hagnað síð- astliðins árs. Þetta er fyrir mig eiginlega alveg óskilj- anlegt. En menn sitja þá bara uppi með skömmina.“ Við þessi orð Bjarna má að vísu bæta að það er áreiðanlega almannaskoðun að það sé ekki nóg að þeir sem hlut eiga að máli „sitji uppi með skömmina“ en haldi peningunum! Áþekk samstaða var komin upp meðal stjórnmála- manna úr öllum flokkum í umræðum um svonefnt Borgunarmál. En það dugar ekki að láta sitja við orðin tóm. Í byrj- un þings í haust þurfa að koma lagafrumvörp frá rík- isstjórn sem taka á þeim vandamálum sem upp hafa komið í þessum geira viðskiptalífsins og raunar æski- legt að samráð verði haft við stjórnarandstöðuna um þá lagasmíð. Verði það ekki gert má gera ráð fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir taki frumkvæðið og leggi sjálfir fram slík lagafrumvörp. Það er hins vegar óþarfi að leggjast í slíkan skotgrafahernað um málefni sem allir flokkar eru í grundvallaratriðum sammála um – þ.e. ef marka má opinberar yfirlýsingar forystumanna þeirra. Fyrir Samfylkingu og VG er töluvert í húfi. Þeir flokkar tóku í sinni sameiginlegu stjórnartíð ákvörðun um þá einkavæðingu bankanna, sem leiddi til þess að kröfuhafar í slitabúunum eignuðust tvo banka af þremur. Og þar átti VG stærri hlut að máli en Sam- fylking. Verði þetta ekki gert má búast við að kjósendum verði svo misboðið að sigurganga Pírata í íslenzkum stjórnmálum verði ekki stöðvuð. Það er erfitt að sjá, hvaða hagsmuna stjórnarflokkarnir hefðu að gæta í þessu samhengi, sem leiddi til þess að þeir vildu kalla yfir sig slíka niðurstöðu. Það er svo umhugsunarefni út af fyrir sig, hvernig á því stendur að svo skömmu eftir hrun bankanna, sem náði auðvitað með ýmsum hætti til tryggingafélag- anna, skuli þau viðhorf verða til á ný, sem kalla fram þá reiði þjóðarinnar, sem vart hefur orðið daglega í langan tíma af mismunandi tilefnum. Það er ekki nægi- lega skýring að um „klúður“ eða mistök hafi verið að ræða. Hér á líka annað fólk hlut að máli en þeir sem mest komu við sögu í aðdrag- anda hrunsins. Hvað veldur? Fyrir nokkrum árum sagði athygl- isverður fjármálamaður við mig: „Peningar eru eins og vatn. Þeir smjúga alls stað- ar.“ Þetta er líkleg skýring á því að svo skömmu eftir hrun eru að verða til á ný áþekk viðhorf og þau sem leiddu til hruns bankanna, það viðhorf að þeir sem hafa af mismunandi ástæðum yfirráð yfir miklum fjár- munum, þótt í annarra eigu séu, geti leyft sér að fara sínu fram án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það er komið mjög skýrt í ljós að slík viðhorf tengj- ast ekki tilteknum einstaklingum heldur þeim sem af einhverjum ástæðum komast í aðstöðu til o.s.frv. Og þess vegna er aðferðin til að brjóta þessi viðhorf á bak aftur ekki sú, að senda einhverja tiltekna einstaklinga út í yztu myrkur heldur að búa svo um hnútana að að- staðan verði ekki til. Hinir nýju bankar hafa hagnast um gífurlegar fjár- hæðir frá hruni. Það kallar á skýringar hvernig þeir hafa getað grætt svo mikið á samfélagi í sárum. Og alveg með sama hætti er það umhugsunarvert að tryggingafélögum eru tryggð viðskipti með laga- setningu, þ.e. að einstaklingum sem eiga fasteignir er skylt að brunatryggja og einstaklingum sem eiga bif- reiðar er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu þeirra vegna. Þetta er óvenjuleg aðstaða í viðskiptum, þótt ekki liggi í augum uppi hvernig hægt væri að koma fram breytingum þar á. Alla vega er ljóst að þessi laga- skylda réttlætir meira opinbert eftirlit en ella. Nú reynir á stjórnmálaflokkana og Alþingi. Það þarf að búa svo um hnútana að aðstaðan verði ekki til Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það er munur á núinu og „2007“ Liðin er öld 12. mars 2016 frástofnun Alþýðuflokksins. Hann átti að verða systurflokkur norrænu jafnaðarmannaflokkanna. En hvern- ig stendur á því, að vinstrihreyfingin varð miklu minni hér á landi en ann- ars staðar á Norðurlöndum? Og hvers vegna töpuðu jafnaðarmenn baráttunni við kommúnista og urðu minni flokkur? Eitt svarið við fyrri spurningunni liggur eflaust í því að myndun þétt- býlis og verkalýðsstéttar varð hér síðar en á öðrum löndum á Norður- löndum. Annað hugsanlegt svar er að jafnaðarmenn áttu örðugt með að laga alþjóðahyggju sína að hinni sterku og almennu þjóðerniskennd, sem spratt upp úr sjálfstæðisbarátt- unni við Dani. Seinni spurningunni hefur oft ver- ið svarað með því að kommúnistar hafi átt öflugri forystusveit en jafn- aðarmenn. En er það rétt? Brynj- ólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson voru síst frambærilegri stjórnmálamenn en Jón Baldvinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Guðmundsson og Emil Jónsson. En ef til vill hefur íslenskum verkalýð lítt fundist til um, að leiðtogar jafnaðarmanna hreiðruðu allir um sig í feitum stöð- um: Jón var bankastjóri Útvegs- bankans, Stefán Jóhann forstjóri Brunabótafélagsins, Haraldur for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Emil vita- og hafnamálastjóri. (Allir núlifandi formenn Alþýðuflokksins gengu síðan í utanríkisþjónustuna, þegar þeir hættu afskiptum af stjórnmálum.) Annað kann að hafa ráðið úrslit- um. Þótt Alþýðuflokkurinn fengi vissulega um skeið nokkurn fjár- stuðning frá norrænum systur- flokkum, þáðu kommúnistar miklu meiri stuðning frá Moskvu, eins og sést á stórhýsum þeirra í Reykjavík: Tjarnargata 20, Þingholtsstræti 27, Laugavegur 18, Skólavörðustígur 19. Það munar um minna í fámennu landi. Vinstrihreyfingin á Íslandi er ef til vill líkari hinni finnsku að gerð en hinni norrænu. Þar eins og hér störfuðu kommúnistar í bandalagi við vinstri jafnaðarmenn. Finnland og Ísland voru ný ríki og siðir því ekki fastmótaðir, auk þess sem íbúar voru lengi fram eftir talsvert fátæk- ari en Svíar, Danir og Norðmenn. Því varð jarðvegur frjósamari fyrir byltingarflokk. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Alþýðuflokkurinn 100 ára þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.