Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Reykjavíkurskákmótið erskemmtilega samsettmót. Eftir að það fluttistí hin glæsilegu salar- kynni í Hörpu hefur fjöldi kepp- enda komist upp fyrir 200 manns. Stór hluti er skákáhugamenn sem hafa kannski ekki annan metnað en þann að finna nýjan keppnis- stað og tefla í sama móti og sum stóru nöfnin í skákinni; fjórir sigurstranglegustu skákmennirnir eru með yfir 2.700 elo-stig. Sumir koma ár eftir ár, eins og t.d. Hol- lendingurinn geðþekki Eric Win- ter. Og aftur er mætt til leiks skákdrottningin Tania Sadchev, ein sterkasta skákkona Indverja um árabil og eftirsóttur skákskýr- andi, eins og kom berlega í ljós þegar Anand mætti Magnúsi Carl- sen í heimsmeistaraeinvíginu í Ma- dras á Indlandi haustið 2013. Sum nöfn klingja kunnuglega í eyrum. Þarna situr Robert Fischer að tafli, allnokkrir bræður: Björn og Bragi, Bárður Örn og Björn Hólm, Aron Thor Mai og Alexander Oli- ver Mai, Óskar Víkingur og Stefán Orri og systkinin Nansý og Jos- hua. Og feðgar fyrirfinnast einnig í skákinni. Henrik, pabbi heims- meistarans, er aftur mættur til leiks. Það er auðvitað ljóst að strákurinn Magnús er föðurbetr- ungur á þessu sviði en Henrik hef- ur gaman af því að tefla og gerir það stundum skínandi vel; hann kveðst taka þátt í einu móti á ári og Reykjavíkurskákmótið hefur orðið fyrir valinu undanfarin ár. Meira jafnræði er með feðgunum, Jóhanni Ingvarssyni og Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó sem er lið- lega tvítugur gerði sér lítið fyrir og lagði að velli ítalskan stór- meistara með tæplega 2600 elo- stig: Reykjavíkurskákmótið 2016; 2. umferð: Danyyil Dvirnyy- Örn Leó Jó- hannsson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6 Rxf6 7. Bc4 Einnig er gott að að setja þenn- an biskup á d3 – sjá aths. við 10. leik hvíts. 7. … Be7 8. De2 O-O 9. Bg5 b6 Stæði biskupinn á d3 væri þetta ekki hægt vegna 10. Bxf6 Bxf6 11. De4 sem hótar máti og hrók á a8. 10. O-O-O Bb7 11. Kb1 a6 12. Hhg1 b5 13. Bd3 Rd5 14. Bd2 Rb4 15. Bxb4 Bxb4 16. Re5 De7 17. g4 Bd6 18. g5 Bxe5 19. dxe5 Hfd8 20. Hg4 c5 21. Hdg1 g6! Þó að svörtu peðin séu nú kirfi- lega skorðuð á hvítum reitum er ekki nokkur leið fyrir hvítan að opna línur á kóngsvæng og svartur ræður yfir d-línunni. 22. c3 Hd7 23. Bc2 Had8 24. h4 c4 25. h5 Dc5 26. Hf4 Hd2 27. De1 b4 28. cxb4 Dxb4 29. a3 Db5 30. Hg3 Hyggst skorða c-peðið en Örn Leó lætur sér það í léttu rúmi liggja. 30. … c3!? 31. Hxc3? Mistök. Hann varð að leika 31. Hb4! og 31. … He2 má þá svara með 32. Dxc3. 32. Dc1 Dxe5 33. He3 Hxe3 34. fxe3 Dxg5 35. Df1 Hd7 36. Ba4 Hc7 37. Bb3 Reyna mátti 37. Be8 en svartur á gott svar, 37. … gxh5! 37. … Dxh5 38. e4 De5! Nú er eftirleikurinn auðveldur. 39. Bc2 Kg7 40. a4 f5 41. exf5 exf5 42. Hb4 He7 43. Ka2 Bd5 44. Bb3 De1 45. Df4 Bxb3 46. Hxb3 De4 47. Db8 Dxa4 48. Ha3 Dc4 49. Hb3 a5 50. Dd8 Hb7 - og hvítur gafst upp. Eftir fjórðu umferð sem fram fór á fimmtudaginn voru Indverjinn Gupta og Englendingurinn Gawain Jones efstir með fullt hús. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem tók ½ vinn- ings yfirsetu í 4. umferð, og Stefán Kristjánsson voru í 3.-19. sæti með 3 ½ vinning en jafnir þeim voru menn á borð við Shakriyar Mamedyarov, Ivan Cheparinov, Richard Rapport, Sergei Movsesian og Simen Agde- stein. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Bræður, feðgar og Robert Fischer að tafli í Hörpu Að undanförnu hafa birst nokkur viðtöl við Birgi Jakobsson landlækni þar sem hann fullyrðir að síð- astliðna áratugi hafi Ísland verið á rangri braut í heilbrigðis- málum. Aðalvanda- málið hér á landi sé að sérfræðilæknar geti unnið í hluta- starfi á Landspítal- anum og jafnframt stundað sjúk- linga á stofum utan spítalans. Þetta samrýmist ekki því að reka háskólaspítala þar eð sérfræði- læknar séu ekki alltaf til staðar þar. Nauðsynlegt sé að breyta stefnunni til að taka í ríkara mæli mið af þörfum Landspítalans með því að banna hlutastörf lækna á LSH. Það er rétt að starfsemi sér- fræðilækna utan sjúkrahúsa hefur um langt árabil verið mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu á Ís- landi. Um þriðjungur allra lækn- isviðtala og mikill fjöldi aðgerða hefur verið unninn á grundvelli samningsins milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga eða um 500.000 læknisheimsóknir á ári. Frjálst aðgengi hefur verið að sér- fræðilæknum á Íslandi en víða er- lendis eru fyrir hendi aðgangs- hindranir í formi tilvísana með skilyrtri kostnaðarþátttöku hins opinbera. Ekki hefur veitt af því að hafa óhindrað aðgengi að sér- fræðilæknum meðan biðtími í heilsugæslu er oft talinn í vikum og greiðasta leið inn á Landspít- alann er í gegnum bráðamóttök- una. Kostnaður við þjónustu sér- fræðilækna hefur aðeins verið um 5% af heildarkostnaði í íslenska heilbrigðiskerfinu. Margar fjár- hagsúttektir hafa sýnt að heildar- kostnaður við hverja læknis- heimsókn hjá sérfræðilæknum er mjög svipaður og kostnaður við komu til heilsugæslulækna og um- talsvert lægri en sérfræðiþjónusta á göngudeildum Landspítalans. Hagkvæmnirök fyrir breytingu á þessu fyrirkomulagi hefur því skort hér á landi. Frá árinu 2005 hefur evrópskt fyrirtæki að nafni Health Cons- umer Powerhouse birt árlegan samanburð á heilbrigðiskerfum Evrópulanda, sem byggist á 48 gæðaþáttum. Þessir mælikvarðar snúa ekki aðeins að hagfræðilega þættinum í rekstri heilbrigðiskerfanna heldur ekki síður að því hvernig þau þjóna neytendum eða sjúk- lingum. Það vill stundum gleymast að heilbrigðiskerfin eru fyrir þegnana. Á þessum fjölþætta skala hefur íslenska heilbrigðiskerfið yf- irleitt verið mjög of- arlega meðal Evrópu- landa. Árið 2012 var Íslandi í 3. sæti á eftir Danmörku og Hollandi. Árið 2014 var Ísland í 7. sæti, rétt fyrir ofan Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og Frakk- land. Þessi staða Íslands má heita nokkuð góð þegar litið er til þess að á árunum 2009-2013 átti sér stað mikill niðurskurður á fram- lögum hins opinbera til heilbrigð- ismála. Margvíslegur vandi steðjar nú að íslenska heilbrigðiskerfinu og eru hlutastörf lækna á LSH langt frá því að vera með þeim al- varlegri. Nú er það þannig að margir læknar á LSH kjósa að vinna í hlutastarfi af ýmsum ástæðum og ekki einungis vegna vinnu á eigin stofum. Vill landlæknir banna það líka eða á þetta aðeins að gilda fyrir lækna sem eru með stofu auk starfa á LSH? Ætti slíkt bann einnig að gilda fyrir aðrar starfs- stéttir, svo sem hjúkrunarfræð- inga? Það er hætt við því að erfitt yrði að manna LSH með slíkar þvinganir í farteskinu. Eitt stærsta vandamál í heilbrigðis- kerfinu í dag er skortur á nýliðun meðal lækna. Ungt, vel menntað fólk hefur ekki skilað sér heim til Íslands með nýja þekkingu og starfskrafta sem alltaf hafa verið mjög mikilvægir fyrir heilbrigð- isþjónustuna hér á landi. Ætla má að ef hugmyndir landlæknis næðu fram að ganga mundi færri lækn- um finnast eftirsóknarvert að flytja til landsins og taka upp störf hér. Frá sjónarmiði LSH er alls ekki víst að það borgi sig að hafa alla lækna í fullu starfi. Því mundi fylgja verulegur aukakostnaður vegna hærri launa sem gæti verið á bilinu 25-40% fyrir hvern lækni. Ekki er líklegt að í smærri sér- greinum væru nægileg verkefni fyrir fleiri sérfræðilækna á fullum launum sem nú standa undir vökt- um í sinni sérgrein en eru í hluta- starfi og sinna auk þess sjúkling- um á stofum sínum utan spítalans með mikilli hagkvæmni. Þá er ótalinn mikill stofnkostnaður vegna húsnæðis fyrir göngudeild- ir, sem er alls ófullnægjandi í dag. Í fyrrgreindum viðtölum við landlækni var svo að skilja að nú væri tækifærið fyrir Ísland að hverfa frá þeirri óheillabraut sem áður er lýst og koma allri sér- fræðiþjónustu við sjúklinga inn á göngudeildir Landspítalans í tengslum við uppbyggingu nýs spítala. Ég vil leyfa mér að full- yrða að ef sú leið yrði farin mundi kostnaður aukast verulega og að- gengi sjúklinga að sérfræðilækn- um minnka. Ef koma ætti í veg fyrir það þyrfti að gera róttækar breytingar á því hvernig stór rík- isfyrirtæki eins og Landspítalinn virka. Vel getur verið að menn treysti sér í þann slag en fyrir mér væri það svipað og að breyta þyngdarlögmálinu. Vonir standa til þess að nú sé framundan upp- bygging í íslenska heilbrigðis- kerfinu. Mikilvægt er við þá vinnu að forðast gamlar klisjur sem kalla mætti pólitískan rétttrúnað því margt er vel gert hjá okkur eins og kemur fram í skýrslum HCP á undanförnum árum og ekki síst starfsemi sérfræðilækna. Er Ísland á rangri leið í heilbrigðismálum? Eftir Stein Jónsson » Vonir standa til þess að nú sé framundan uppbygging í íslenska heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er við þá vinnu að forðast gamlar klisjur … Steinn Jónsson Höfundur er læknir. Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.