Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 39

Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 ✝ Kristján BlærÁsmundsson vörubifreiðastjóri, Lindahlíð Aðaldal, fæddist 28. október 1925. Hann lést 4. mars 2016 á Skóg- arbrekku, Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Foreldrar hans voru Ásmundur Kristjánsson frá Mýlaugs- stöðum, f. 10. október 1899, d. 28. júní 1971, og Helga Hernits- dóttir frá Sýrnesi, f. 30. októ- ber 1900, d. 27. október 1990. Systir Kristjáns Blæs er Þóra Karítas Ásmundsdóttir, f. 7. nóvember 1926, búsett í Reykjavík. Hinn 3. september 1950 kvæntist Kristján Blær, Huldu Jónasdóttur frá Fagranesi, f. 12. desember 1929. Foreldrar es Ragnar, f. 2008. 2 ) Helga, f. 1955, gift Magnúsi Þorvalds- syni, f. 1953 búsett á Húsavík. Börn þeirra eru: a) Kristján Þór, f. 1979, kvæntur Guðrúnu Dís Emilsdóttur, f. 1980. Börn þeirra eru Aðalheiður Helga, f. 2008, og Magnús Hlíðar, f. 2013. b) Berglind Rut, f. 1982, gift Henning Þór Aðalmunds- syni, f. 1973. Börn þeirra eru Karólína Ösp, f. 2007, og Helga Vala, f. 2013. Fyrir átti Henn- ing Þór dótturina Margréti Birnu, f. 1994. 3) Jónas, f. 1960, kvæntur Kristbjörgu Gunn- arsdóttur, f. 1981, búsett á Húsavík. Börn þeirra eru: a ) Gunnar, f. 1981, kvæntur Rakel Dögg Hafliðadóttur, f. 1981. Börn þeirra eru Benedikt, f. 2011, og Andrea, f. 2013. b) Hulda, f. 1988, sambýlismaður Óli Ásgeir Stueland, f. 1985. Barn þeirra er Kristján Blær, f. 2013. Fyrir átti Óli drengina Keran Stueland, f. 2009, d. 2014, og Alexander Stueland, f. 2011. Kristján Blær verður jarð- sunginn frá Grenjaðarstað- arkirkju í dag, 12. mars 2016, klukkan 14. hennar voru Jónas Guðmundsson frá Grímshúsum, f. 13. ágúst 1903, d. 14. desember 1952, og Þuríður Hólm- fríður Guðmunds- dóttir frá Fagra- nesi, f. 9. mars 1901, d. 3. desem- ber 1986. Kristján og Hulda hófu búskap sinn í Lindahlíð með foreldrum hans. Þegar Ásmundur lést árið 1971 tóku þau við jörðinni. Börn þeirra eru: 1) Þuríður Hólmfríður, f. 1952, gift Ragn- ari Þorsteinssyni, f. 1955, bú- sett í Sýrnesi. Börn þeirra eru: a) stúlka andvana fædd 1975. b) Hulda Ösp, f. 1978, gift Guðlaugi Jó- hannessyni, f. 1978. Börn þeirra eru Arney Ósk, f. 1999, Eyþór Blær, f. 2002, og Jóhann- Við norðurgluggann í eldhús- inu hef ég í 20 mínútur suðað í ömmu og óskað þess hvort ég geti mögulega fengið að fara með afa eina ferð í vörubílnum. Hann er að vökva Staðabrautina og litli ég get ekki hugsað mér neitt meira spennandi en fá að fara eina ferð. „Jæja, góði minn, ætli það ekki,“ svarar amma blíðlega, en þreytt á suðinu í mér. Það var sem eilífð liði þar til afi keyrði loks í rétta átt til að taka olíu á bílinn við véla- geymsluna. Ég fór í einu hend- ingskasti niður brekkuna til móts við hann. Þar stóð hann við olíu- tankinn, handdældi olíu á Volvo- inn og brosti sínu breiðasta. „Gættu að þér á leiðinni upp í bíl- inn, vinur, þrepin geta verið hál.“ Við sitjum í sólstofunni í Linda- hlíð, amma leggur kapal og afi minn heldur um kíkinn sem hann ber reglulega upp að augum sér til að hyggja eftir gangi mála við sláttinn hjá tengdasyninum í Sýr- nesi. Við erum að tala um stríðs- árin. „Já, þeir voru hér á jeppum og skriðdrekum við æfingar niðri á brautinni. Ætli þetta hafi ekki verið 44? Eða hvað, Hulda? Þetta var sérstakt allt saman. Ég man einu sinni eftir að hafa heyrt skot- hríð. Það var úr flugvél sem fret- aði á eftir annarri hér austur yfir Hvömmunum.“ Hann tekur kík- inn aftur upp og lítur nú í norður. Hann iðar sér í sætinu og segir um hæl: „Jæja, þá koma gestir.“ Klukkan slær 10 og ég geng upp í pontu í hátíðarsal Háskóla Íslands til að verja doktorsrit- gerðina mína. Nokkurra ára þrot- laus vinna og ýmsar persónulegar fórnir höfðu skilað mér á topp þessa fjalls, sem oft hafði virst ókleift. Ég lít yfir salinn og ljóma yfir því að sjá afa minn fremstan í salnum við hlið ömmu. Vörubif- reiðastjórinn og bóndinn kominn að norðan til að fylgjast með mér og gleðjast á tímamótunum. At- höfnin fór fram á ensku og stóð í þónokkurn tíma. Annað veifið gjó- aði ég augunum til afa sem sat með bros á vör allan tímann og fylgdist spenntur með. Eftir að ég hafði fengið skírteinið í hendurn- ar og við fjölskyldan komin inn í hliðarsal tekur hann utan um mig, kyssir og óskar mér til hamingju. Því næst hallar hann sér að mér og segir: „Ég skildi hvorki upp né niður í þessu og heyrði lítið, en mikið déskoti stóðstu þig vel.“ Ég geng inn á herbergið til afa og sé að lokaspretturinn er hafinn hjá honum. Ég er að koma frá Ak- ureyri. Hann er vakandi en sljór. Ég halla mér yfir hann og kyssi hann á kinnina og segi honum hvaðan ég var að koma. „Hvernig var færðin, vinur?“ spyr hann. Eins og sjávaröldur hafa minn- ingar streymt fram undanfarna daga í kjölfar þess að þú, elsku afi, kvaddir okkur hinstu kveðju hinn 4. mars síðastliðinn. Manngæsk- an, umburðarlyndið, glettnin og kærleikurinn sem þú barst í brjósti gagnvart öllu og öllum hef- ur alltaf lýst upp tilveruna í kring- um þig. Þú varst svo stoltur af öllu þínu fólki og dásamlegur við okk- ur öll. Á þessari stundu er eitt- hvað svo fátæklegt að segja „takk“, en, elsku afi, þakka þér fyrir allt og allt. Hið raunverulega ríkidæmi okkar er mælt í minn- ingum sem eigi gleymast og af þeim erum við rík. Mikið á ég eftir að sakna þín. Hvíl í friði, gamli minn. Kristján Þór. Elsku afi, það er komið að kveðjustund. Ég á margar dásamlegar minningar um þig, elsku skotti minn, sem streyma fram í hugann á þessari stundu. Þakklæti er mér ofarlega í huga – þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Þú varst mér ætíð svo góður og komst mér alltaf til að brosa, því saklausa stríðnin og glottið sem henni fylgdi var aldrei langt und- an. Frá því ég var lítil hef ég feng- ið að kynnast þessari stríðni en þú reyndir meðal annars oft að klípa í litlu tærnar á mér og þóttist ætla að slíta þær af. Þú glottir yfir við- brögðum mínum og síðan fórum við bæði að hlæja. Þú svindlaðir líka oft í spilum og kíktir á spilin sem voru á hvolfi þegar amma var að leggja kapal. Þegar ég sá eitt- hvað athugavert við þetta fórstu að hlæja og hvíslaðir að svona ætti alltaf að gera. Þegar þú hnerraðir og hóstaðir öskraðir þú yfirleitt svo mikið að undir tók í hlíðinni. Síðan horfðir þú á mig og glottir um leið og amma undraði sig á þessum óþarfa hávaða í þér. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór með þér í vörubílnum. Það var bæði spennandi og skemmti- legt að hoppa upp í vörubílinn og keyra með þér m.a. til Akureyrar þangað sem þú sóttir malbik. Síð- an lumaðir þú alltaf á góðgæti undir sætinu í bílnum sem gott var að maula á leiðinni. Mikið þótti mér síðan gaman þegar ég fékk að sitja hjá þér og prófa að ýta á alla takkana og toga í flaut- una. Ég fékk líka oft að hjálpa þér að dæla olíu á vörubílinn. Þú beiðst alltaf þolinmóður og leyfðir mér að dæla þangað til ég var orð- in of þreytt í hendinni til að gera meira og þá tókstu við. Þegar ég kom í sveitina til þín og ömmu, stóðst þú vanalega grettinn úti í glugga og fylgdist með bílnum renna í hlaðið. Ein- hverju eftir að ég fékk bílpróf man ég að þú fylgdist með mér bakka. Þú hrósaðir mér mikið fyrir það að bakka eftir speglunum og talaðir um það lengi á eftir hve ánægður þú værir með það. Ég veit með vissu að ég kem til með að sjá þig standa grettinn og jafn- vel svolítið úfinn um hárið, í glugganum í hvert skipti sem ég renni í hlað í sveitinni og það fær mig til þess að brosa. Ég mun vera dugleg að segja dætrum mínum sögur af þér og halda þannig minningu þinni á lofti. Næsta sumar komum við fjölskyldan síðan til með að skála fyrir þér í nýja húsinu í hlíðinni þinni fögru og borða fjall af súkkulaði þér til heiðurs. Takk fyrir samfylgdina. Mikið mun ég sakna þín. Hvíl í friði, elsku afi. Þín, Berglind Rut. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástar örmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) „Hér er gott að vera,“ sagðir þú við okkur hjónin er við heim- sóttum þig síðastliðið sumar á öldrunardeild Heilbrigðisstofnun- ar Norðurlands, Húsavík, og sýndir okkur glaður herbergið þitt. Nú ert þú fluttur á annan stað þar sem ástvinir þínir sýna þér framandi og fagra dali, þar sem sólin aldrei sest. Þar munu þeir segja við þig, hér er gott að vera. Þú sagðir mér eitt sinn að þegar þú varst ungur að árum, eða um 10-11 ára, og sást Huldu í Fagranesi í fyrsta sinn, hún þá sennilega sex ára, að þá þegar hafir þú hugsað „þessari fallegu stelpu ætla ég að giftast“. Og nokkrum árum síðar gekk það eftir. Síðan bjugguð þið allan ykk- ar búskap í Lindahlíð, þínum fæð- ingarstað, með yndislegt útsýni yfir sveitina eina fallegustu sveit landsins. Ég sá þig fyrst ungan mann, innan við tvítugt. Þú komst í Fagranes, bankaðir upp á og spurðir eftir Huldu. Þú varst að bjóða henni á ball sem vera átti heima hjá þér í Lindahlíð. Mér, aðeins 10 ára gamalli, fannst þetta stór viðburður og vildi fá að fara með, Huldu til halds og trausts. Ég laumaðist fram og virti þig fyrir mér. Auðvitað fékk ég ekki að fara á ballið en Hulda fór. Það var gott að koma í Linda- hlíð, þú varst höfðingi heim að sækja með Huldu systur þér við hlið. Þú varst alltaf glaður og oft var mikið hlegið. Ég minnist þess sem við fjöl- skyldurnar gerðum saman sumar eftir sumar, við fórum Mývatns- sveitarhringinn sem við kölluðum svo. Við keyrðum hringinn í Mý- vatnssveit með nesti, fundum okkur góða laut og drukkum þar kaffi, borðuðum kökur og brauð með og mýflugur sem auka álegg. Það voru dýrðardagar og minn- ingarnar geymum við. Senn fer að vora, þá breiða úr sér fallegu trén í brekkunni þinni, trén sem þið Hulda gróðursettuð og hlúðuð að. Þá verður fallegt yf- ir að líta. Kæri Bædi okkar, mágur og svili. Við þökkum þér samfylgdina, langa vináttu og tryggð. Hvíl í friði. Elsku Hulda og fjölskylda, megi englar Guðs vaka yfir ykkur. Ásgerður og Einar. Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. (Matt. 25.23) Lokið er langri göngu sam- ferðamanns. Kristján Blær Ás- mundsson í Lindahlíð hefur stigið út úr hópi síns samferðafólks og tekið stefnuna á hlið himinsins. Þar bíða vinir í varpa. Við stöndum eftir og leyfum minningunum að streyma fram og þakklætinu að fylla hugann. Það var gott að vera honum samferða. Við vorum fæddir sama dag. Aldursmunur okkar var þó það mikill að ég þekkti hann lengi meir en hann mig. En síðar vor- um við báðir jafn ánægðir með þessa tilhögun skaparans. Ég sá hann oft og á ýmsum stöðum við margvísleg verkefni og einkum undir stýri, en best man ég hann í kirkjunni. Í Grenj- aðarstaðarkirkju þar sem hann var meðhjálpari og hringjari. Ég veit ekki hversu lengi, en það var lengi. Og það var fyrst og fremst á þeim tíma sem ég hafði þar ekki fasta búsetu, en var tíður gestur. Samt man ég hann svona vel þar. Ég man hann fyrst fermingarveturinn minn á Grenj- aðarstað: Þá var hann ekki byrj- aður. Aldarfjórðungi síðar kom ég aftur í öðrum erindagerðum. Þá hætti hann. Eða öllu heldur, hann vildi hætta og taldi nóg komið og hentugur tími til að breyta til við prestaskipti. En hann var samt alltaf til taks þegar á reyndi og jafn trúfastur sinni kirkju og áður var. Á vegamótum sem nú er gott að hvíla í þökk hinna ljúfu minn- inga um traustan Guðs þjón. Tengsl hans við kirkjuna voru líka einskonar fjölskyldutengsl. Fjölskyldan í Fagranesi sem hann mægðist við ungur að árum var einn hinna öflugu burðarása kirkjusöngsins í Grenjaðarstaðar- kirkju sem aldrei brást. Hann gekk rösklega inn kirkjugólfið þegar hann hafði samhringt til messu í klukkna- portinu og organistinn leikið for- spilið. Hann tók sálmabókina úr gluggakistunni, mér finnst það hafa alltaf verið þannig, og svo las hann meðhjálparabænina. Það tók mig langan tíma að átta mig á því hvers vegna mér var þetta augnablik svo kært frá fyrstu tíð. Það var vegna þess að þetta var alveg eins og heima í Grenivík- urkirkju í bernsku minni. Altaris- taflan var eins og orðin þau sömu og pabbi las þar. En Bædi las öðruvísi. Pabbi las alltaf frekar feimnislega, fannst mér, en þegar Bædi las þá heyrðist vel að hann var ekki bara að lesa heldur ávarpaði hann Guð skýrt og greinilega af einurð og sannfær- ingu: „Drottinn! Ég er kominn í þitt heilaga hús, til að lofa þig og ákalla!“ Og núna þegar hann stendur við hlið himinsins mun enginn þurfa að spyrja hvaða erindi hann á, því að himinninn hefur þegar svo oft heyrt og endurómað ein- mitt þessi orð: Drottinn! Ég er kominn í þitt heilaga hús, til að lofa þig og ákalla! Við hjónin biðjum Guð að blessa hann og fólkið hans allt. Gott, þú góði og trúi þjónn. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Margrét og Kristján Valur í Skálholti. Kristján Blær Ásmundsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA THORARENSEN, áður Klöpp, Sandgerði, nú Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést 3. mars á heimili sínu. Útförin mun fara fram í kyrrþey. . Einar Valgeir Arason, Lína María Aradóttir, Ólafur Eyfjörð Pálsson, Ari Haukur Arason, Anna María Hilmarsdóttir, Jón Örvar Arason, Viðar Arason, Unnur Sveindís Óskarsdóttir, Hrannar Þór Arason, María Elfa Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JENS´S ÓSKARSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 2. mars á Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. mars klukkan 13. . Óskar Þórðarson, Sue Þórðarson, Reynir Þórðarson, Stefanía Kristín Sigurðardóttir, Margrjet Þórðardóttir, Arnór Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, WILLEM VAN DER HOFSTEDE, Middelburg, Hollandi, lést í heimaborg sinni 9. febrúar. . Gunnhildur van der Hofstede Gunnarsdóttir Gunnar van der Hofstede Esther Bethlehem Sarah van der Hofstede Charlotte van der Hofstede Willem van der Hofstede Michaël van der Hofstede Lone van der Hofstede-Andersen Mads van der Hofstede Karolina van der Hofstede Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR BENÓNÝSSON, Kristnibraut 77, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 6. mars. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 14. mars klukkan 13. . Margrét Jónsdóttir, Laufey Úlfarsdóttir, Jón Ingi Georgsson, Inga Jóna Úlfarsdóttir, Daði Ragnarsson, Úlfar Pálsson, Fannar Pálsson, Rakel Rúnarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON JÚLÍUSSON, Þorkelshóli 2, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 10. mars. . Eggert Aðalsteinn Antonsson, Sesselja Árnadóttir, Júlíus Guðni Antonsson, Kristín Lundberg, Teitur Jóhann Antonsson, Rattana Uthai, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.