Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 ✝ Steinþór Jó-hannsson fæddist 28. apríl 1932 að Króki í Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu. Steinþór lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 4. mars 2016. Foreldrar hans voru Jóhann Þorsteinsson, f. 1897, d. 1995, og Vilborg Guð- mundsdóttir, f. 1893, d. 1977. Steinþór ólst upp hjá fósturfor- eldum á Ytri Dalbæ á Síðu. Steinþór var einn sjö systk- ina, Páll, f. 1924, Ingibjörg, f. 1925, Óli Ragnar, f. 1926, Jó- hanna, f. 1928, Sigurlína, f. 1929, og Gunnar, f. 1935, en þau tvö síðasttöldu eru eftirlifandi af systkinahópnum. Kona Steinþórs er Margrét Ísleifsdóttir, f. 25. desember 1942, frá Ytri Sólheimum í Mýr- dal. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra Steinþórs og Margrétar: 1) Sólborg Lilja, f. 13. maí 1963, gift Tryggva Þór- hallssyni og eiga þau Þórhall. vinnu 12 ára gamall. Sinnti störfum af því tagi og jarðvinnu á mismunandi tímum bæði í Skaftafellssýslum og í Eyjafirði. Hálfþrítugur hleypti hann heim- draganum og réð sig sem stýri- mann á Ms. Hamrafell, sem var á þeim tíma stærsta kaupskip Ís- lendinga. Steinþór vann einnig við akst- ur og var frumkvöðull á því sviði þar sem hann hóf ásamt Helga Ingvarssyni reglulegar ferðir á milli Reykjavíkur og Kirkjubæjarklausturs. Seinna voru þeir meðal stofnenda Aust- urleiðar, en fyrir það fyrirtæki vann hann aftur á seinni árum, m.a. við akstur upp á Skálafells- jökul. Á Klaustri stofnaði hann og byggði bifreiðaverkstæði og vegaverslun. Þá vann hann mörg önnur störf í Skaftafells- sýslum, m.a. við eftirlit fyrir RARIK á stöðvarhúsi á Klaustri og við lagningu Suðurlínu. Hann sinnti tófuleit um langt árabil. Við lok starfsævinnar var Steinþór húsvörður í Kirkjubæj- arskóla. Sestur í helgan stein lagði hann rækt við áhugamál sín sem voru smíðar og garð- rækt. Hann kom upp mynd- arlegum lundi í garði sínum á Klaustri.. Útför hans verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu, í dag, 12. mars 2016, kl. 13. Áður átti Sólborg dæturnar Sædísi og Selmu með fyrrver- andi eiginmanni sínum, Karli Krist- inssyni. Selma á Bjarna Hafstein með Steinari Bjarnasyni, hún er í sambúð með Helga Margrétarsyni og á hann soninn Óliver. Fyrir átti Tryggvi dæturnar Helgu, í sambúð með Jóni Þór Péturssyni og eiga þau dæturnar Rán og Sögu, Önnu, sem á synina Arnlaug og Hall- grím, og Höllu, sem er í sambúð með Frederik Antoniussen og eiga þau Jóhann. 2) Njáll, f. 4. júní 1964, d. 12. nóvember 2011. 3) Sif, f. 23. desember 1977, hún á synina Víking Goða og Atla með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Sigurði Kristni Árnasyni. Steinþór átti áður Árna Jó- hann, f. 16. apríl 1962, með Guðrúnu Árnadóttur. Árni Jó- hann er í sambúð með Huldu Dagbjörtu Jónasdóttur. Steinþór fór snemma að sjá fyrir sér og var kominn í vega- Elskulegur tengdafaðir minn, Steinþór Jóhannsson, er fallinn frá á áttugasta og fjórða aldursári. Það fór svo að Elli kerling hafði sitt fram. Steini glímdi við hana af þeirri miklu útsjónarsemi sem honum var gefin og hélt reisn sinni allt fram í andlátið. Á kveðjustund koma minn- ingarnar upp í hugann. Allar eiga þær sammerkt að vera umvafðar rólegu en þó ákveðnu fasi, þar sem sumt er látið óorðað og ekki hrapað að álykt- unum fyrr en að fenginni reynslu. Í mínum huga er þess háttar nærvera ævinlega tengd Skaftafellssýslunum, og sér- staklega þeirri vestari en þar átti Steini sinn uppvöxt og síð- an fullorðinsár, eftir að hafa hleypt heimdraganum og siglt um heimsins höf. Að auki er það mín trú að þessi nærvera sé mótuð af aldalöngu sambýli við landið enda eru merkin óvíða greinilegri um átökin við höfuðskepnurnar heldur en í Meðallandinu og á svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur. Á þeim slóðum er tímatalið á stundum reiknað fyrir og eftir Eld. Sterk minning tengist ein- mitt ferð sem við Steini fórum inn að Lakagígum fyrir all- mörgum árum en þangað var ég að koma í fyrsta sinn. Leiðin lá upp úr byggðinni inn um Eintúnaháls og yfir í Varmár- dal. Þarna var Steini í essinu sínu og maður skynjaði vel hversu tengdur hann var land- inu og þeirri sögu sem mátti lesa úr örnefnum, viðburðum og áhugaverðum náttúrufyrir- bærum. Hann var einstaklega næmur á umhverfið og bar fyr- ir því skilyrðislausa virðingu. Þá var sannfæring hans sú að æðaslátt landsins mætti fyrst og fremst nema í straum- vötnunum. Oft heyrði ég Steina nefna að vatnið úr Skaftá ætti að fá að renna í gegnum hraunin og náttúran að fá að hafa sinn gang við landmótunina. Það rifjar upp aðra minningu – ekki jafn bjarta og hina fyrri – frá ferðalagi okkar um hraunið og hólana í Meðallandi. Þá hafði allt straumvatn þorrið undan hrauninu og lækir í Land- brotinu orðið þurrir farvegir. Þetta voru hálfgerðar ham- farir og að líkindum manngerð- ar í misskilinni viðleitni til að hafa stjórn á gangi náttúrunn- ar. Steini var gagnrýninn á slíka viðleitni en jafnframt hóf- stilltur. Orðfærið í gagnrýninni var einnig sérskaftfellskt eins og þegar hann spurði með sinni hægð hvort þeir hefðu nú ekki getað „grannskað“ þetta betur. Steini var jafn næmur á hið stóra og hið smáa og ógleym- anlegt að fylgjast með því hvernig hann færði fingurna varfærnislega eftir spýtubút eða greinarstúf til þess að nema hvernig lægi í viðnum. Hann var smiður í þess orðs bestu merkingu – völundur á bæði tré og járn. Eftir hann liggja margir kjörgripir þar sem nostrað var við hvert smá- atriði. Nú er æðasláttur Steina blessaðs þagnaður og viðburða- ríkri ævi lokið. Ég mun hins vegar halda áfram að sækja í smiðju til hans allt það góða sem hann var svo einstaklega laginn við að miðla til okkar í fjölskyldunni og annarra ná- kominna. Trúi því jafnframt og vona að með því séum við að spinna áfram þann streng sem tengdi Steinþór Jóhannsson við land sitt og sögu langt aftur fyrir Eld. Tryggvi Þórhallsson. Elsku afi okkar er fallinn frá. Við geymum ótal minning- ar um afa sem aldrei koma aft- ur og eru okkur óendanlega dýrmætar. Til dæmis þegar hann sótti elsta afabarnið í Hafnarfjörð sökum anna móðurinnar og keyrði með hana austur á Klaustur þar sem hún fékk að ráðskast með ömmu og afa í friði frá foreldrunum. Henni líkaði reyndar dvölin það vel að seinna tilkynnti hún foreldrun- um hátt og skýrt að frekar færi hún á Klaustur en Kýpur, og fékk sínu framgengt. Eða þeg- ar afi veiddi mýsnar sem komu inn í hús og keyrði þær aftur út í hraun til að sleppa þeim. Við minnumst ótal skipta þar sem afi snarhemlaði á tilviljana- kenndum stöðum til að tína upp rusl og flöskur á víðavangi, enda einhver sá alharðasti um- hverfissinni sem við þekktum og hafði flokkað ruslið sitt í marga áratugi. Öllum matarleifum var til að mynda safnað saman og var það hlutverk okkar krakkanna þegar við vorum á Klaustri að fara með leifarnar upp í skóg- arjaðarinn í garðinum til að gefa fuglum og músum. Afi gaf okkur ávallt skýr fyrirmæli um allt sem viðkom samneyti við náttúru og dýr, og við tókum alltaf mark á afa. Tjaldapar sem kom á hverju ári fram að gosinu í Eyjafjalla- jökli einokaði alla jafna fugla- baðið sem afi hafði sett upp í garðinum við eldhúsgluggann okkur til mikils yndisauka á hverjum morgni. Okkur er minnisstæð sagan frá mömmu þegar hún og afi fóru saman að steypa undan hrafninum á Klaustri. Einn unginn féll úr hreiðrinu á lífi, og aumkaði mamma sig svo yfir hann að afi gat ekki meinað henni að taka hrafninn með heim. Fór það svo að hrafninn varð heimalningur á Skriðuvöllum og varð á fullorðinsárum stór- stjarna í sjoppunni þar sem hann ginnti ferðamenn til að taka myndir af sér í skiptum fyrir nammi eða smók. Þið verðið bara að trúa þessu, þetta gerðist í alvörunni. Afi hafði einstakt verkvit. Honum þótti miður að geta ekki aðstoðað okkur við verk- legar framkvæmdir í seinni tíð sökum heilsuleysis, en gaukaði þess í stað að okkur ráðum gagnvart öllum mögulegu. Stuttu áður en hann kvaddi kenndi hann til að mynda ann- arri okkar að laga stífan renni- lás með varasalva. Hann var klókur í alls kyns lagfæringum sem viðkomu tækjum og tólum og renndi og skar út ótal fal- lega hluti úr við. Afi dó ekki ráðalaus gagnvart neinu og hef- ur eflaust lumað á fleiri hús- ráðum en betri húsmæður landsins. Bjarni Hafsteinn hefur haft margar spurningar eftir að langafi hans fór. Meðal annars hvort það sé hægt að sitja á skýjunum. Við munum eftir því þegar afi sagðist hafa séð sjálfan sig liggja á gólfinu í fyrrasumar þegar hann var hætt kominn. Við vitum svo sem ekki neitt og það er erfitt að ímynda sér annað tilvistarstig, sér í lagi fyrir jafn mikið náttúrubarn og hann afa okkar. Fyrir okkur lif- ir minningin ein þótt annað hverfi. Sædís og Selma. Steinþór Jóhannsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts hetjunnar okkar, elskandi eiginmanns, sonar, bróður, dóttursonar og tengdasonar, KÁRA ARNAR HINRIKSSONAR blaðamanns, Hjallahlíð 25, Mosfellsbæ. Við þökkum ykkur öllum sem hafið tekið þátt í sorg okkar, sýnt stuðning í verki og heiðrað minningu Kára Arnar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð ljóssins í lífi hans, 0549-14-401696, kt. 220991-2539. . Júlíana Haraldsdóttir, Erna Arnardóttir, Hinrik Gylfason, Halla Margrét Hinriksdóttir, Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, Örn Harðarson, Ingibjörg Einarsdóttir, Haraldur Júlíusson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR sjúkraliði, Lunde, Telemark í Noregi, lést á Nome sykeheim þann 24. febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram þann 8. mars frá Lunde kirkju í Telemark. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Kristínar. . Ágúst Ármann Lárusson, Sigtryggur Þór, Elisabeth, Gunnhildur, Olivier, Jórunn Eva, Ellington, Ingi Lárus, Sigurbjörg Fríða, Sunna, Kenneth og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð, vináttu, hlýjar kveðjur og virðingu sem þið sýnduð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU SVEINSDÓTTUR kennara frá Vestmannaeyjum, búsettrar í Neðri Hundadal, Dalabyggð. Sendum þakkir til Silfurtúns fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. . Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson, Sigursteinn Hjartarson, María G. Líndal, Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson, Signý Harpa Hjartardóttir, Axel H. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, PÁLL HELGASON tónlistarmaður, Reykjavegi 59, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. mars. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 13. . Bjarney Einarsdóttir, Helgi Pálsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Einar Pálsson, Anita Pálsdóttir, Róbert Axel Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.