Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 46

Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Dagný Her-mannsdóttirrekur snyrti- stofuna Punt á Ísafirði ásamt vinkonu sinni, Magdalenu Margréti Sigurðardóttur. Þær opnuðu stofuna fyrir ári og hún fer vel af stað. „Bæjarbúar hafa tekið mjög vel í þetta. Við vinkonurnar flutt- um báðar heim aftur vestur eftir að hafa verið í Reykjavík í námi og ákváðum að opna stofuna. Ég sjálf klára sveinsprófið í sumar hjá Magdalenu sem er meistarinn minn.“ Dagný tók einnig eitt ár í Söngskólanum í Reykjavík, en hún syngur mikið og var í Tónlistarskólanum á Ísafirði. „Mér finnst alltaf gaman að skemmta fólki og hef tekið að mér ýmis verkefni, með hljómsveitum og trúbadorum. Það er mikið tónlist- arlíf á Ísafirði, en ég væri til í að syngja enn meira en ég geri núna. Svo fer ég stundum á gönguskíði, en ég er gömul gönguskíða- kempa. Keppti mikið í gamla daga og er að koma mér í gang aftur með því að fara upp á Dal, eins og við köllum það, en Seljalands- dalur er gönguskíðaparadísin okkar. Ég keppti oft á Andrésar andar leikunum, náði aldrei að vinna en lenti oft í öðru sæti, það var mottóið að komast á verðlaunapall.“ Dagný verður að vinna í dag. „Það er árshátíð á sjúkrahúsinu í kvöld og ég ætla því að farða konurnar en svo ætla ég að halda heljarinnar partí í kvöld. Þegar maður á afmæli á laugardegi þá verður maður að halda partí.“ Eiginmaður Dagnýjar er Jónþór Eiríksson sjómaður og er með eigin trillu, Veigu ÍS, sem hann gerir út frá Súðavík. Synir þeirra eru Emil Leó 7 ára og Eiríkur Bjarkar 2 ára. Fór heim vestur og stofnaði fyrirtæki Dagný Hermannsdóttir er þrítug í dag Afmælisbarnið Dagný Hermannsdóttir. S igurður fæddist í Keflavík 12.3. 1946 og ólst þar upp. Hann var auk þess mörg sumur í sveit í Hvammi í Dýrafirði hjá frændfólki sínu. Sigurður var í Barnaskóla Kefla- víkur og Gagnfræðaskóla Keflavíkur, stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst í tvö ár og var í 18 mánaða starfsnámi á vegum skólans. Sigurður var tvö ár bókari hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík, starf- aði síðan hjá Skipulagsdeild SÍS í Reykjavík, stundaði bók- og starfs- nám í Svíþjóð á vegum samvinnu- hreyfingarinnar með áherslu á skipulag og rekstur smásöluversl- ana. Sigurður var forstöðumaður versl- unarráðgjafar SÍS 1972-75, sérfræð- ingur í smásöluverslun hjá dönsku þróunarstofnuninni Danida í Dar es Salaam í Tansaníu 1975-77, í Nairóbí í Kenía 1977-78 og í Eldoret og Nyeri í Kenía 1980-83. Hann var kaup- félagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1978-80, forstöðumaður markaðsráðs samvinnufélaganna 1983-86, mark- aðsstjóri verslunardeildar SÍS 1986- 89, markaðsstjóri Samkorts 1990-91 og markaðsfulltrúi Eurocard á Ís- landi 1991-95. Sigurður var framkvæmdastjóri Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri – 70 ára Sumarrómantík Sigurður og Sigurlína láta fara vel um sig í sumarfríi á Borgundarhólmi. Sérfræðingur á sviði verslunar og þjónustu Suður um höfin Skútuskipstjórinn Sigurður á glæsiskútu í suðrænni höfn. Auður Svala Knudsen verður áttræð 13. mars. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og gekk í Melaskóla í Vesturbænum. Hún starfaði um tíma við þjónustu- íbúðir á Dalbraut í Reykjavík, var í hestamennsku og er vel að sér í ættfræði. Eiginmaður hennar var Jón Friðrik Oddsson, d. 20.4. 1993, bifvélavirki frá Akra- nesi og eignuðust þau saman fimm börn. Alls eru af- komendur Svölu og Jóns nú 41. Ástvinir og ættingjar óska Svölu hamingjuríks stór- afmælisdags. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. KREM SEM LÍKIST HÚÐINNI FULLKOMLEGA Immortelle Precious Cream er feitt og mjúkt rakakrem sem sýnilega lagfærir djúpar hrukkur og gerir húðinni kleift að endurheimta sinn fyrri stinnleika. Formúlan hefur þríþætta virkni og inniheldur hátt hlutfall af virkum sameindum sem hjálpa við að slétta húðina og gefa henni langvarandi vernd gegn öldrunareinkennum. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.