Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Page 9

Víkurfréttir - 01.12.1994, Page 9
Kveikt á þremur jólatrjám á laugardag - langir laugadagar í verslunum Kveikt verður á jólatrjám við hátíðlega athöfn í Keflavík, Njarðvík og Höfnum nk. laugardag 3. deseniber. Sama jóladagskrá verður á öllum stöðum en ávörp flytja Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar við athöfnina í Höfnum og Ólafur Sindri Ólafsson, nemi úr Höfnum tendrar Ijósin. I Njarðvík flytur Anna M. Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi ávarp en ljósin tendrar Sigurður Guðmundsson, nemi úr Njarðvík. I Kellavík flytja Öyvind Stokke, sendiráðsritari Noregs á Islandi og Jónína Sanders ávörp. Jólaljósin tendrar Katrín Marsi Aradóttir, nemi í Keflavík. A hátíðardagskrá á öllum stöðum munu Lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur leika aðventu og jólalög og sönghópur Keflavíkurkirkju syngja jólalög. Nemendur Myllubakkaskóla ganga í kringum jólatréð ásamt jólasveininum. Holtaskólanemendur bjóða heitt kakó og nemendur úr Grunnskóla Njarðvíkur bjóða upp á piparkökur. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. A laugardag verða verslanir opnar lengur eða til kl. 16 og bjóða margar þeirra upp á einhver jólatil- boð í tilefni langs laugardags. • Útbúum útiseríur eftir máli # Krossar á leiði # Jólaseríur frá kr. 390.- af jólaskrauti ulur, toppar og fleira *RE^BÓK Hafnargötu 36- sími 13066

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.