Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Page 18

Víkurfréttir - 01.12.1994, Page 18
18 1. DESEMBER 1994 VÍKUIIFRÉTTIR Listsýning Áka Granz Lista- og menningarnefnd Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna stendur fyrir sýningu á verkum Aka Granz f nýjum sal Grunnskóla Njarðvíkur dagana 3.-11. des. Ákvörðun um halda þessa sýningu var tekin af Bæjarstjórn Njarðvíkur síðla vetrar 1994 en hugmyndin að henni kviknaði á 50 ára afmæli Njarðvíkurbæjar. Bæjaryfirvöld nýs sameinaðs sveitar- félags staðfestu þessa ákvörðun eftir sameiningu og eru nú að framfylgja henni. URl FRAMBJÓÐENDUR MEÐ OPINN FUND Frambjóðendur í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi sem fer fram 10. desember 1994 verða á opn- um fundi í Framsóknarhúsinu í Kefla- vík, þriðjudaginn 6. desember 1994 kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn! Framsóknarfélögin í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. STARFSFÓLKí VEITINGADEILD ÓSKAST Flugleiðir óska eftir að ráða starfsfólk í veitingadeild félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefiavíkurflugvelli frá og með 1. janúar n.k. Félagið leitar eftir áhugasömu og þjón- ustusinnuðu starfsfólki. Starfsreynsla við þjónustustörf er æskileg. Hér er um vaktavinnu að ræða. Kjör verða samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Flugleiða. Nánari upplýsingar um störfin veitir deildarstjóri veitingadeildar í síma (92)-50247. Skriflegar umsóknir óskast sendar skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli fyrir 7. desember n.k. H Ágætu Suðurnesjabúar! Kosningaskrifstofa mín að Hafnargötu 28 (uppi hjá Hljómval) hefur verið opn- uð. Mér þætti vænt um að sjá sem flesta líta þar við á föstudaginn 2. des- ember kl. 17 til skrafs og ráðagerðar. Nú styttist í prófkjör. Gjörðu svo vel að líta við. Hjálmar Árnason. Varnarliðið: Slökkvilið Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli óskar að ráða mann til afleysinga Umsækjendur séu á aldrinum 20-28 ára og hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Meirapróf bifreiða- stjóra skilyrði. Umsóknum fylgi sveinsbréf eða staðfesting á annarri menntun eða reynslu. Umsækjendur skulu vera heilsuhraustir, reglusamir og standist próf í ensku þar sem mjög góðrar enskukunnáttu er kraf- ist. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varn- armálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, eigi síðar en 5. desem- ber n.k. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. ♦ Áki með pensilintt í hendinni á vinnustofu sinni í Njarðvtk. mynd: Oddgeir Karlsson. s Aki er vel kunnur listmál- ari hér á svæðinu. Hann er reyndar fæddur í Vestmannaeyjum og lærði þar málaraiðn hjá Engilberti Gísla- syni. Áki lauk sveinsprófi 1943 og meistararéttindi fékk hann 1946. Hann hefur búið og starf- að í Njarðvíkunum síðustu fimmtíu árin. í Faxa sem kom út fyrir nokkrum árum segir Áki í við- tali: „Síst af öllu óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að búa hér í Njarðvíkunum, þegar ég kom hingað fyrst á reiðhjóli árið 1944, til að heilsa upp á kunn- ingja minn og svo til að skoða mig um á Suðurnesjum. Þá voru aðeins fá hús í Ytri-Njarðvík“. Hin ýmsu verk eftir Áka prýða marga staði á Suðurnesj- um. Hann hefur t.d. skreytt ýmsar byggingar, m.a. Hvals- neskirkju, Félagsheimilið Stapa og Grunnskóla Njarðvíkur. Áki hefur líka málað stórar myndir á húsnæði gamalgróinna fyrir- tækja í bænum, s.s. SBK og Aðalstöðina. Samhliða aðal- starfi hefur Áki fengist við fjöl- breytta listsköpun. Hann hefur t.d. hannað fjölda merkja fyrir félög og stofnanir, m.a. merki og fána Kvenfélagsins Njarðvík og bæjarmerki Njarðvíkur og Hafna. Hann hefur unnið úr margs konar efnum og notar margvísleg form í verkum sín- um. Áki hefur gert nokkrar lág- myndir og styttur. Þeirra stærst og þekktust er líklega styttan af Ólafi Thors, sem stendur á milli Hringbrautar og Brekkubrautar í Keflavík. Þá hafa ekki ófræg- ari menn en Nixon fyrrverandi Bandarfkjaforseti fengið mynd eftir Áka. Áki hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. I fyrr- greindu Faxaviðtali svarar Áki blaðamanni á skemmtilegan hátt þegar hann var spurður um verk sín sem hann hafði gert: „Ég er aldrei ánægður með mín verk. Mér finnst alltaf að ég hefði getað gert betur“. Svo mörg voru þau orð. Sýning meistarans úr Njarð- vík verður opin alla virka daga frá kl. 16-20 en frá kl. 14-20 um helgar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.