Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag sKOðun Árni Páll Árnason skrifar um Brexit. 13 spOrt Tveir þjálfarar kveðja en einn stimplar sig inn. 18 Menning Svarti galdur á Íslandi frumsýndur í Landnámssetrinu 26 lÍFið Flestallir erlendir ferðamenn sem koma til landsins staldra við í miðborg Reykja- víkur. Fréttablaðið fór og spjallaði við nokkra ferðamenn við Hallgríms- kirkju. 30 FrÍtt Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR ÞORRABLÓTIÐ MIÐASALA Á MAK.IS OG Á HARPA.IS AMABADAMA & SinfóníaNord HOF 4. FEBRÚAR OG HARPA 25. FEBRÚAR Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is SÝNT Í HOFI plús 2 sérblöð l FólK l  sKriFstOFan *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 saMgöngur Bæjarstjórn Grinda- víkur hefur óskað eftir því að Vega- gerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, for- maður bæjarráðs. „Margoft og ítrek- að erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norð- an við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lög- reglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins. „Því miður er það yfirleitt eitt- hvað svona sem þarf til að fá við- brögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við frétt- um bara af þessu þegar þeir voru byrj- aðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í  svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra átt- ina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. thorgnyr@frettabladid.is Hafa krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Formaður bæjarráðs segir samfélagið í sárum eftir banaslys gærdagsins.  Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir sambærilega vegi þola um tvöfalt meiri umferð. Grindavíkurvegur sé ekki verri en þeir. Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa, Kristín María Birgis- dóttir formaður bæjarráðsr stjórnsýsla „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Hún segir að ef upp- bygging þar frestist sé það slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild. Ágreiningur um hvort forkaups- réttartilboð ríkisins í jörðina Fell við Jökulsárlón sé löglegt fer fyrir dómstóla. Óttast er að á meðan frestist nauðsynleg uppbygging á svæðinu. „Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ segir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf. sem gerði tilboð í jörðina. – sa / sjá síðu 4 Óttast tafir á uppbyggingu dægurMál „Það þýðir ekkert að fara í felur með það að þegar nýir eig- endur koma inn koma nýir stjórnar- hættir og nýir samskiptahættir. Við, sem betur fer, höfum mætt miklum skilningi á öllum vígstöðvum og fólki þykir almennt vænt um þessa hátíð og þykir hún eiga erindi inn í íslenskt menningarlíf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, nýr framkvæmda- stjóri Sónar Reykjavík. Ásgeir fer fyrir hópi fólks sem tekur við Sónar hátíðinni af Birni Steinbekk. Ásgeir segir lítið horft í baksýnis- spegilinn og menn h a l d i f r e k a r ó t r a u ð i r áfram. – sþh / sjá síðu 34 Horfa fram á veginn Björgvin Páll Gústavsson var besti maður íslenska landsliðsins í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í Frakklandi í gær. Björgvin var stórkostlegur í fyrri hálfleik þegar hann varði meðal annars þrjú vítaskot og skoraði eitt mark sjálfur. Björgvin og íslenska liðið náðu ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik og Ísland tapaði fyrir sterku spænsku liði. Fréttablaðið/aFp 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E F -1 4 E 0 1 B E F -1 3 A 4 1 B E F -1 2 6 8 1 B E F -1 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.