Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 J óhann Gunnar, eða Jói, hóf feril sem dansari þegar hann var barn að aldri hjá Heiðari Ástvaldssyni, Sigvalda og fleirum. Hann keppti í nokkrum Íslandsmeistara­ mótum og vegnaði vel í dansinum. Það varð til þess að honum bauðst hlutverk hjá Leikfélagi Akureyr­ ar en Jói er alinn upp fyrir norð­ an. Má þar nefna Emil í Kattholti, Fiðlarann á þakinu, Kysstu mig Kata og Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð. Þá samdi hann dansa fyrir Leðurblökuna þegar Kolbrún Halldórsdóttir setti sýninguna upp á Akureyri. aFtur í leikhús Nú er Jói aftur kominn í leik­ hús. Nýjasti viðkomustaður hans er Borgarleikhúsið, þó ekki til að dansa og leika heldur útbúa veislu­ bakka fyrir gesti hússins. Undan­ farin ár hefur aukist til mikilla muna að fólk, jafnvel hópar, komi í leikhúsið fyrir sýningu og fái sér léttan mat. Jói, sem starfaði sem bryti á varðskipinu Þór, ákvað að breyta til þegar fjölga þurfti í eld­ húsi leikhússins og honum bauðst starfið. Hann fékk átta mánaða launalaust frí hjá Landhelgisgæsl­ unni til að kokka fyrir leikhúsgesti. Eiginkona Jóa, Kristín Ólafsdóttir, Kiddý, er veitingastjóri Borgarleik­ hússins og þau eru ekki óvön því að starfa saman. Jói hlakkar mikið til nýja starfsins, enda segir hann að húsið iði af krafti og sköpun. Í fyrradag hélt Leikfélag Reykjavík­ ur einmitt upp á 120 ára afmæli. Jóa langaði þó aldrei til að læra leiklist. „Pabbi minn heitinn lék mikið með áhugaleikfélaginu og báðar ömmur mínar. Það er mikil leiklist í ættinni. Ég vildi frekar dansa og hrista mig,“ segir Jói sem var enn of ungur þegar blómaskeið diskósins var og hét. „Ég elska tón­ list og er alltaf með hana í kring­ um mig. Svo tek ég stundum spor­ in í eldhúsinu,“ segir hann og hlær. ÖrlÖgin ráðin í eyjum Frá því Jói dansaði í Tjútt og trega hefur margt drifið á daga hans. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur eyri og var búinn að ákveða að læra bæði að vera danskennari og hárgreiðslu­ maður. „Ég var kominn með samn­ ing í báðum þessum greinum en það reyndist svo mikið að gera í danskennslunni að ég fór aldrei í hárgreiðsluna,“ segir hann. Hann starfaði sem danskennari í Dans­ skóla Hermanns Ragnarsson­ ar. Eftir stúdentsprófið fór Jói til Vestmannaeyja til að vinna á Kaffi Maríu. Það var örlagaríkt sumar því þar kynntist hann Kiddý. Sum­ arið eftir fór hann aftur til Vest­ mannaeyja en ári þar á eftir rak Jói sumarhótel á Núpi í Dýrafirði, að­ eins 22 ára. Mataráhuginn kviknaði snemma og hefur alltaf fylgt honum þótt hann hafi ekki kosið að fara í matreiðslunám. „Ég hef eldað mat frá því ég man eftir mér. Pabbi var í Oddfellow og sem smápolli hjálpaði ég honum að smyrja snittur fyrir fundi. Ég ætlaði aldrei að vinna við matargerð en hún hefur samt alltaf fylgt mér í störfum mínum. Ég rak hótelið á Núpi í þrjú sumur en var þá boðið að taka að mér heilsárs­ hótel á Flúðum. Þar vorum við hjónin í tvö ár,“ segir hann. „Kiddý er lærður þjónn og blómaskreyt­ ir sem nýttist vel á hótelinu. Síðan fluttum við aftur til Akureyrar þar sem ég hóf störf hjá hótel KEA. Svo datt okkur í hug að kaupa blómabúð Akur eyrar og rákum verslunina í tvö ár,“ útskýrir hann. Þá verða enn á ný þáttaskil í lífi þeirra. butler á bessastÖðum Auglýst var eftir ráðsmanni á Bessastöðum og eftir miklar vangaveltur sóttu þau um starfið. „Nokkrir voru búnir að nefna það við okkur að sækja um þetta starf en blómabúðin gekk vel svo við vorum ekki alveg á því að breyta til. Við sóttum samt um á síðasta degi en áttum ekkert sérstaklega von á að fá starfið. En á Bessastaði fórum við árið 2002 og störfuðum þar í tæp 10 ár,“ segir Jói. Ólafur Ragnar var kominn fram í annað kjörtímabil þegar Jói og Kiddý hófu störf á Bessastöðum og Dorrit var orðin húsfrú. „Þetta var rosalega spennandi tími hjá okkur en jafnframt erfiður og krefjandi. Nýr kafli hófst í lífi okkar á Bessa­ stöðum, þetta var gríðarlega mikið og erilsamt starf. Ég var staðar­ haldari og Kiddý ráðsmaður. Í upphafi starfaði með okkur Hall­ dóra Pálsdóttir en hún hafði unnið á Bessastöðum frá árinu 1956 með fjórum forsetum. Hún var þvílík­ ur viskubrunnur og gat leiðbeint okkur með alls kyns hluti. Svo bjó hún yfir merkilegum sögum frá staðnum. Það er ábyrgðarmikið starf að stýra þjóðhöfðingjasetri en starfsmenn eru auðvitað bundn­ ir trúnaði,“ segir Jói sem eldaði í smærri veislum á Bessastöðum en færustu matreiðslumeistarar voru kallaðir til þegar um stærri veislur var að ræða. „Ég var svo heppinn að vinna með þeim og ég lærði rosalega mikið. Í opinberum veislum vorum við Kiddý þó alltaf bæði frammi í salnum. Að fá alla þessa strauma og stefnur í eldhús­ ið frá þessum frábæru kokkum var meiriháttar. Ég bý enn að þeirri reynslu.“ Jói segir að vissulega séu hefð­ ir og venjur breytilegar á Bessa­ stöðum eftir því hvaða forseti situr þar. „Halldóra gat sagt okkur frá því hvernig breytingarnar gerðust með árunum. Sem dæmi þá bjuggu Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eld­ járn á efri hæðinni í aðalhúsinu á Bessastöðum. Þegar Ólafur tók við embættinu var kominn sérstakur forsetabústaður. Það er mjög eftir­ minnilegur og skemmtilegur tími sem við áttum á Bessastöðum,“ segir Jói og enn var komið að breyt­ ingu í lífi hans þegar honum var boðin staða bryta á varðskipinu Þór. á sjó „Við eigum þrjár dætur, Kristrúnu sem nú er 26 ára, Katrínu, 19 ára og Margréti sem er að verða 18 ára. Þegar við hættum á Bessa­ stöðum var það ekki síst þeirra vegna. Okkur langaði til að hafa meiri tíma fyrir þær. Þess má geta að yngsta dóttirin, Margrét, er mik­ ill danssnillingur og margfaldur Ís­ landsmeistari í dansi. Hún dansar núna í Mamma Mia. Svo skemmti­ lega vill til að þegar Margrét fór í keppni greiddi Jói henni á einstak­ an hátt sem eftir var tekið. Jói hafði aldrei fengist við sjó­ mennsku þegar hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni. „Ég hafði farið með Herjólfi til Eyja en varð alltaf mjög sjóveikur. Það var samt gaman að prófa eitthvað nýtt og eiginlega forréttindi að starfa fyrir Gæsluna. Þetta er stofnun sem nýtur mikils trausts og er að gera mjög góða hluti. Fyrsta ferðin mín var frá Chile til Íslands og tók 30 daga. Langmest sigldum við þó innan landhelginnar. Það er mikið um alls konar æfingar um borð enda þurfa menn alltaf að vera til taks.“ Nú eru liðin fimm ár og Jói og Kiddý eru aftur farin að vinna saman. „Við erum samhent og eyðum öllum frístundum saman. Ég hlakka til að vinna aftur með Kiddý,“ segir hann. „Gestum sem komu á Njálu var boðið að kaupa kjötsúpu sem var mjög vinsælt, einnig hafa verið í boði snittu­, tapas­ og ostabakkar sem eldhús­ ið hefur séð um og svo verður áfram. Hins vegar tökum við núna upp nýjan matseðil fyrir gesti sem vilja koma snemma og borða fyrir sýningu. Með því getur fólk slak­ að betur á og gert meira úr kvöld­ inu,“ segir Jói. butler í bretlandi Það er ekki úr vegi í lok sam­ tals að spyrja Jóa um viðurnefn­ ið. „Þegar ég byrjaði á Bessastöð­ um fóru vinir mínir að kalla mig bötlerinn. Það festist við mig og Kiddý gaf mér númeraplötur á bíl­ inn minn þar sem stendur bötler. Ég verð því áfram Jói bötler.“ En er það rétt að þau hafi feng­ ið atvinnutilboð frá enskum herra­ garði um butler­stöðu? „Það er rétt. Við fengum tölvu­ póst þar sem okkur var boðið að taka að okkur stórt setur, ég sem butler og Kiddý sem „house­ keeper“ eða ráðskona. Þetta væri auðvitað frábært tækifæri fyrir okkur en við vorum samt ekki til­ búin til þess núna. Við eignuðumst fyrsta barnabarnið fyrir stuttu og tímum ekki að fara frá fjölskyld­ unni,“ segir hann. „Það var virki­ lega spennandi að fá þetta tilboð enda höfum við alltaf verið með opinn hug gagnvart breytingum.“ elín albertsdóttir elin@365.is Hjónin í borgarleikhúsinu; Kiddý er veitingastjóri og jói bötler ætlar að kokka ofan í gesti. mynd/stefÁn jói og Kiddý störfuðu á bessastöðum í tæp tíu ár. Þau voru sæmd sérstakri þjónustuviðurkenningu fyrir framlag sitt. mynd/gunnar g. VigfÚssOn jóa er margt til lista lagt. Hann langaði að læra hárgreiðslu eftir stúdentspróf en úr því varð ekki. Hann hefur hins vegar greitt dóttur sinni, margréti, sem er margfaldur meistari í dansi. eins og sjá má ferst honum verkið vel úr hendi. Þarna eru Kiddý og jói búin að gera allt klárt fyrir veislu með indverska forset- anum í Hafnarhúsinu. mynd/gunnar g. VigfÚssOn Hægeldað nautabrjóst Texas BBQ Style 1.690 kr. fyrir tvo til og með 28. feb. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 Grandagarði 11 texasborgarar.is Hægeldað nautabrjóst Texas BBQ Style Borið fram í hamborgara­ brauði með, ristuðum lauk, sætkartöflustráum og amerísku hrásalati „coleslaw“, ásamt krullufrönskum Aðeins 1.690 kr. HÆGELDAÐ NAUTABRJÓST 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -4 B 3 0 1 B E F -4 9 F 4 1 B E F -4 8 B 8 1 B E F -4 7 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.