Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Nú er í gangi hin árlega umræða um listamanna-launin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikil- vægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afrekssjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola? List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóð- félagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, lang- stærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Listamannalaun – hví þessi læti? Guðmundur Edgarsson málmenntafræð- ingur og kennari Þótt taka megi undir þessar gagnrýnis- raddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Af sömu rótum Daginn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum var farið að greina frá því hverjir yrðu aðstoðar- menn ráðherra. Þannig verður til dæmis Borgar Þór Einarsson aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Þau Karl Pétur Jónsson almanna- tengill og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur verða aðstoðarmenn Þorsteins Víglundssonar. Margir vita að þau Borgar Þór Einarsson og Þor- björg Sigríður hafa starfað saman í Vöku, á vettvangi ungra sjálf- stæðismanna og bæði tilheyrt ritstjórn vefritsins Deiglunnar. Og sjálfsagt er ekki verra að það ríki traust meðal aðstoðarmanna nýrra ráðherra. Árásin forðum Það sem miklu færri vita er að þeir Borgar Þór og Karl Pétur eiga líka sögu. DV greindi frá því hinn 20. nóvember 2003 að Borgar Þór Einarsson, sem þá var reyndar aðstoðarmaður Tómasar Inga Olrich menntamálaráð- herra, hefði kært Karl Pétur fyrir líkamsárás sem hann sagði hafa átt sér stað á öldurhúsi í borginni 2. október sama ár. „Ég varð fyrir tilefnislausri og hættulegri árás þegar hann sló mig með glasi í höfuðið í kjölfar samtals okkar á milli,“ sagði Borgar. Þá er bara að vona að aðstoðarmennirnir tveir geti fyrirgefið atvik frá löngu liðinni tíð. jonhakon@frettabladid.is Ef ríkið fengi í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, væri hagsmunum þess best borgið ef þeim fjármunum yrði ráðstafað til fjár-festinga í hlutabréfum í íslenskum bönkum? Tæplega. Öllum ætti að vera kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í bankarekstri. Afkoma bankanna hefur versnað á síðustu misserum og arðsemi af reglulegum rekstri er aðeins um og yfir sex prósent. Það væri því hægt að gera margt skynsam- legra við slíka fjármuni – til dæmis að halda áfram að greiða niður skuldir ríkisins. Staðan í dag er hins vegar sú – meira en átta árum eftir fjármálaáfallið – að ríkið er enn alltumlykjandi á bankamarkaði. Í gegnum eignarhald sitt á Íslands- banka og Landsbankanum, auk þess að eiga gríðarlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta við söluferli Arion banka, þá er fjármálakerfið nánast alfarið í höndum íslenskra skattgreiðenda. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Gróflega áætlað fara um níu af hverjum tíu krónum sem stóru bankarnir skila í hagnað til ríkissjóðs. Þessi staða er einsdæmi í hinum vestræna heimi – og getur vart talist eðlileg. Ný ríkisstjórn virðist vera sama sinnis. Í stefnuyfir- lýsingu hennar segir að til „langs tíma litið [sé] ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í við- skiptabönkunum“ og því „mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt“. Sú stefnumörkun er ágæt, svo langt sem hún nær. Til skemmri tíma litið ættu stjórnvöld að huga að öðrum leiðum en sölu hlutabréfa til að endurheimta fjármuni ríkisins í bönkunum. Greint var frá því á dögunum að Íslandsbanki hefði tekið ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs til hluthafa, sem er íslenska ríkið, að fjárhæð 27 milljarðar. Stjórnendur Landsbankans hljóta að gera slíkt hið sama á komandi mánuðum. Sterk lausa- og eiginfjárstaða bankans þýðir að hann hefur svigrúm til að greiða hluthöfum tugi milljarða með útgreiðslu arðs og sölu eigna. Slík ákvörðun væri hagstæð fyrir ríkið og myndi jafnframt hafa þær jákvæðu afleiðingar að minnka efnahagsreikning bank- ans og gera stjórnvöldum þannig auðveldara um vik að selja hlut sinn á hinum örsmáa íslenska markaði. Fram undan eru löngu tímabærar breytingar á eignarhaldi bankanna. Í hartnær sex ár sættum við okkur við þá staðreynd að meirihluti bankakerfisins var í höndum andlitslausra vogunarsjóða, fyrirkomulag sem var á skjön við reglur FME um hverjir séu hæfir til að vera eigendur fjármálafyrirtækja. Í dag er það ríkið sem fer að mestu fyrir bönkunum – að undanskildum Arion banka. Fyrirséð er að nýir eigendur komi að þeim banka síðar á árinu þegar hluthafar Kaupþings munu selja hlut sinn. Æskilegast væri að erlendir fjárfestar verði þar fyrirferðarmiklir kaupendur í stað þess að bankinn endi að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyris- sjóða. Verði það niðurstaðan er ljóst að salan á Arion banka mun ekki marka upphafið að nauðsynlegri endurskipulagningu bankakerfisins. Það sýnir okkur reynslan af umsvifum lífeyrissjóða sem meirihlutaeig- enda að flestum skráðum félögum í Kauphöllinni. Einsdæmi Í sex ár sættum við okkur við að meirihluti bankakerfis- ins var í höndum andlitslausra vogunarsjóða. Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Úr einu fræi varð bylting. Moroccanoil hárvörumerkið er innblásið af ferskum vindum, bláma sjávarins og landslagsins í kringum Miðjarðarhafið. Upphafið er sjálf Moroccanoil Treatment olían sem er góður grunnur fyrir hvaða hárgerð sem er. Einnig góð í krakka og skegg. Til að fá sem bestu næringarefnin er gott að setja hana alltaf í blautt hárið og blása það eða leyfa því að þorna eðlilega. Olíurnar eru þrjár og nýjust er Blow Dry Concentrate sem hönnuð er fyrir gróft og erfitt hár. Moroccanoil Treatment hentar öllum hárgerðum og LIGHT fyrir fíngert og mikið ljóst hár. Regalo ehf Iceland 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r12 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -3 C 6 0 1 B E F -3 B 2 4 1 B E F -3 9 E 8 1 B E F -3 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.