Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 45
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 13. janúar Tónlist Hvað? Helter Skelter flytur Revolver á Hard Rock Hvenær? 22.00 Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík Revolver-tónleikar verða haldnir á Hard Rock Café Reykjavík í kvöld. Platan verður spiluð í heild sinni fyrir hlé og sægur af perlum The Beatles eftir hlé. Miðaverð 2.000 krónur. Hvað? Föstudagurinn þrettándi í Mengi / Michalis Moschoutis & Ingi Garðar Erlendsson Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Tónlistarmaðurinn Ingi Garðar Erlendsson spilar í Mengi í kvöld. Hann hefur margsinnis komið fram einn síns liðs og með öðrum tón- listarmönnum þar sem hann spilar á básúnu og þránófón. Ingi Garðar er óumdeilanlega fremsti þránófón- leikari í heimi. Michalis Moschoutis er grískur tónlistarmaður, búsettur í Aþenu. Hann er tónskáld og gítar- leikari, útgefandi og stjórnandi lista- hátíða og vinnur meðal annars að því um þessar mundir að undirbúa ásamt Ilan Volkov, fyrrverandi aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, Tectonics-hátíð sem haldin verður í Aþenu. Hvað? Hádegistónleikar: Tríó Reykja- víkur ásamt Þóru Einarsdóttur Hvenær? 12.15 Hvar? Kjarvalsstaðir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona verður gestur Tríós Reykjavíkur á þessum fyrstu hádegistónleikum árs- ins. Á efnisskránni verða meðal ann- ars tvö verk eftir Edvard Grieg sem bæði eru kennd við vorið; sönglagið Vorið og Til vorsins fyrir píanó. Tzig- ane (Sígauninn) eftir Ravel verður fluttur af Guðnýju og Richard. Einn- ig verða bæði sungin og leikin verk eftir Franz Liszt, Duparc og Mozart. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, og Richard Simm á píanó. Einsöngvari er Þóra Einarsdóttir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hvað? KEX Karaoke með Djöflunum Hvenær? 20.00 Hvar? Kex hostel KEX Karaoke hefst í kvöld klukkan átta og verða þar tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson úr Hjaltalín, Aron Steinn Ásbjarnar- son tónskáld, Þorvaldur Þór Þor- valdsson, sem hefur slegið takt fyrir Bloodgroup, Jónsa, Samúel Jón Samúelsson o.fl., og Örn Eldjárn, gítarleikari Tilbury, og Ylja. Gestir á KEX Karaoke geta valið úr um 100 laga banka hjá karaoke-stjóranum sem verður á svæðinu og er aldrei að vita nema að einhverjir þekktir gestasöngvarar taki lagið. Þetta er í annað skiptið sem lifandi karaoke verður haldið á KEX því 10 ára afmæli The Reykjavík Grapevine var fagnað þannig og meðal þeirra sem tóku þátt voru Sigríður Thorlacius, Daníel Ágúst Haraldsson og Hug- leikur Dagsson. Uppákomur Hvað? Maður sem heitir OVE Hvenær? 20.00 Hvar? Samkomuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri Hinn 59 ára gamli Ove er reglu- fastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skap- illur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu. Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda. Leikari : Sigurður Sigurjónsson. Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson. Tónlist: Frank Hall. Hljóðmynd: Frank Hall, Kristján Sigmundur Einarsson. Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Leik- gerð: Emma Bucht, Johan Rheborg, Marie Persson Hedenius Þýðing: Jón Daníelsson. Búninga- deild: Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð, Leila Arge. Doktorsvörn Kristínar Karlsdóttur fer fram í Háskóla Íslands í dag. Fréttablaðið/VilHelm ÁLFABAKKA LIVE BY NIGHT KL. 8 - 10:50 MONSTER TRUCKS KL. 3:20 - 5:40 COLLATERAL BEAUTY KL. 5:40 - 8 - 10:50 SYNGDU ÍSL TAL 2D KL. 3 - 5:30 ROGUE ONE 3D KL. 5 - 8 - 10:50 ROGUE ONE 2D KL. 10:20 ROGUE ONE 2D VIP KL. 5 - 8 - 10:50 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 3 - 5:30 ALLIED KL. 8 - 10:50 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 8 SJÖUNDI DVERGURINN ÍSL TAL 2D KL. 3:40 LIVE BY NIGHT KL. 5:20 - 8 - 10:40 MONSTER TRUCKS KL. 5:40 - 10:10 COLLATERAL BEAUTY KL. 8 - 10:40 ROGUE ONE 2D KL. 5:10 - 8 - 10:45 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:30 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 8 EGILSHÖLL LIVE BY NIGHT KL. 5 - 8 - 10:20 - 10:50 ROGUE ONE 3D KL. 5 - 8 - 10:50 OFFICE CHRISTMAS PARTY KL. 8 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LIVE BY NIGHT KL. 8 - 10:50 MONSTER TRUCKS KL. 5:40 ROGUE ONE 3D KL. 8 - 10:50 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:40 AKUREYRI LIVE BY NIGHT KL. 8 PATRIOT’S DAY KL. 8 MONSTER TRUCKS KL. 5:30 THE GREAT WALL KL. 10:45 ASSASSIN’S CREED KL. 10:45 SING ÍSL TAL 2D KL. 5:30 KEFLAVÍK  TOTAL FILM  ENTERTAINMENT WEEKLY  ROLLING STONE  ROGEREBERT.COM  NEW YORK DAILY NEWS KVIKMYNDAVIÐBURÐUR ÁRSINS Will Smith Helen Mirren Kate Winslet Edward Norton FRÁBÆR NÝÁRSMYND MOVIE NATION   THE HOLLYWOOD REPORTER  96% OG FRÁ LEIKSTJÓRA ICE AGE Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna THE GUARDIAN  ROLLING STONE  EPÍSK GLÆPAMYND Miðasala og nánari upplýsingar 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 5 2D ENS TAL - SÝND KL. 8, 10.40 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 TILBOÐ KL 5 GLEÐILEGT NÝTT ÁR SÝND KL. 5 SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 8, 10.15 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Graduation 17:30, 22:00 Lion 17:30 Eiðurinn ENG SUB 17:45 Wayne’s World 20:00 A Reykjavík Porno ENG SUB 20:00 Embrace of the Serpent 20:00 Gimme Danger 22:00 Captain Fantastic 22:30 Hvað? Hagnýting og miðlun þjóðfræði- efnis: Pallborðsumræður Hvenær? 17.00 Hvar? ReykjavíkurAkademían, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík Þjóðtrúardaginn mikla, í dag kl. 17.00, fara fram pallborðsumræður með þemanu hagnýting og miðlun þjóðfræðiefnis. Þar munu nokkrir þjóðfræðingar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið að upp á síð- kastið, eftir það verða svo spurn- ingar og umræður um efnið. Jón Jónsson segir frá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Ólöf Magnúsdóttir segir frá gagn- virku upplifunarsýningunni Huliðs- heimar. Sóley Björk Guðmunds- dóttir segir frá smáforritinu Lifandi landslag. Særún Lísa Birgisdóttir segir frá fyrirtæki sínu Lisa day tours og hvernig nýta má þjóðfræðina í ferðaþjónustu. Allir velkomnir. Hvað? Gísli á Uppsölum Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýn- ing sem hefur hrifið áhorfendur. Fundir Hvað? Divergent Paths of School Re- form Hvenær? 15.00 Hvar? Háskóli Íslands, Stakkahlíð, Bratti Samuel Abrams, prófessor við Columbia háskóla í New York, Bandaríkjunum, flytur spenn- andi erindi í Bratta í húsnæði menntavísindasviðs í dag. Samuel er höfundur bókarinnar Educat- ion and the Commercial Mindset sem var gefin út 2016 og verður efni hennar til umræðu í erindi hans. Þar rekur hann sögu einka- væðingarhugmynda skólastarfs í Bandaríkjunum og ræðir þróunina á Norðurlöndum til samanburðar. Bókin smellpassar inn í umræðu um þróun skólastarfs í Banda- ríkjunum, ekki síst í ljósi breyttra áherslna sem kunna að fylgja nýrri forystusveit í Bandaríkjunum. Hvað? Doktorsvörn Kristínar Karls- dóttur á menntavísindasviði Hvenær? 13.00 Hvar? Háskóli Íslands, Aðalbygging, Hátíðasalur Háskóla Íslands Kristín Karlsdóttir ver doktors- ritgerð sína í menntavísindum við uppeldis- og menntunar- fræðideild, menntavísindasviði Háskóla Íslands: „Námsferli leik- skólabarna“, á ensku „Children’s learning processes“. Andmælendur eru dr. Sofia Avgit- idou, prófessor við University of Western Macedonia, Grikklandi, og dr. Tuija Turunen, prófessor við University of Lapland. Aðalleið- beinandi var dr. Leigh O’Brien, prófessor við SUNY Geneseo, Bandaríkjunum, meðleiðbeinadi var Jóhanna Einarsdóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands, einnig sat í doktorsnefndinni dr. Gretar L. Marinósson. prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Dr. Ólafur Páll Jónsson, dósent og deildarforseti uppeldis- og menntunarfræði- deildar við menntavísindasvið, stjórnar athöfninni. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25F Ö S T U D A g U R 1 3 . j A n ú A R 2 0 1 7 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -3 C 6 0 1 B E F -3 B 2 4 1 B E F -3 9 E 8 1 B E F -3 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.