Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 45

Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 45
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 13. janúar Tónlist Hvað? Helter Skelter flytur Revolver á Hard Rock Hvenær? 22.00 Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík Revolver-tónleikar verða haldnir á Hard Rock Café Reykjavík í kvöld. Platan verður spiluð í heild sinni fyrir hlé og sægur af perlum The Beatles eftir hlé. Miðaverð 2.000 krónur. Hvað? Föstudagurinn þrettándi í Mengi / Michalis Moschoutis & Ingi Garðar Erlendsson Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Tónlistarmaðurinn Ingi Garðar Erlendsson spilar í Mengi í kvöld. Hann hefur margsinnis komið fram einn síns liðs og með öðrum tón- listarmönnum þar sem hann spilar á básúnu og þránófón. Ingi Garðar er óumdeilanlega fremsti þránófón- leikari í heimi. Michalis Moschoutis er grískur tónlistarmaður, búsettur í Aþenu. Hann er tónskáld og gítar- leikari, útgefandi og stjórnandi lista- hátíða og vinnur meðal annars að því um þessar mundir að undirbúa ásamt Ilan Volkov, fyrrverandi aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, Tectonics-hátíð sem haldin verður í Aþenu. Hvað? Hádegistónleikar: Tríó Reykja- víkur ásamt Þóru Einarsdóttur Hvenær? 12.15 Hvar? Kjarvalsstaðir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona verður gestur Tríós Reykjavíkur á þessum fyrstu hádegistónleikum árs- ins. Á efnisskránni verða meðal ann- ars tvö verk eftir Edvard Grieg sem bæði eru kennd við vorið; sönglagið Vorið og Til vorsins fyrir píanó. Tzig- ane (Sígauninn) eftir Ravel verður fluttur af Guðnýju og Richard. Einn- ig verða bæði sungin og leikin verk eftir Franz Liszt, Duparc og Mozart. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, og Richard Simm á píanó. Einsöngvari er Þóra Einarsdóttir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hvað? KEX Karaoke með Djöflunum Hvenær? 20.00 Hvar? Kex hostel KEX Karaoke hefst í kvöld klukkan átta og verða þar tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson úr Hjaltalín, Aron Steinn Ásbjarnar- son tónskáld, Þorvaldur Þór Þor- valdsson, sem hefur slegið takt fyrir Bloodgroup, Jónsa, Samúel Jón Samúelsson o.fl., og Örn Eldjárn, gítarleikari Tilbury, og Ylja. Gestir á KEX Karaoke geta valið úr um 100 laga banka hjá karaoke-stjóranum sem verður á svæðinu og er aldrei að vita nema að einhverjir þekktir gestasöngvarar taki lagið. Þetta er í annað skiptið sem lifandi karaoke verður haldið á KEX því 10 ára afmæli The Reykjavík Grapevine var fagnað þannig og meðal þeirra sem tóku þátt voru Sigríður Thorlacius, Daníel Ágúst Haraldsson og Hug- leikur Dagsson. Uppákomur Hvað? Maður sem heitir OVE Hvenær? 20.00 Hvar? Samkomuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri Hinn 59 ára gamli Ove er reglu- fastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skap- illur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu. Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda. Leikari : Sigurður Sigurjónsson. Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson. Tónlist: Frank Hall. Hljóðmynd: Frank Hall, Kristján Sigmundur Einarsson. Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Leik- gerð: Emma Bucht, Johan Rheborg, Marie Persson Hedenius Þýðing: Jón Daníelsson. Búninga- deild: Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð, Leila Arge. Doktorsvörn Kristínar Karlsdóttur fer fram í Háskóla Íslands í dag. Fréttablaðið/VilHelm ÁLFABAKKA LIVE BY NIGHT KL. 8 - 10:50 MONSTER TRUCKS KL. 3:20 - 5:40 COLLATERAL BEAUTY KL. 5:40 - 8 - 10:50 SYNGDU ÍSL TAL 2D KL. 3 - 5:30 ROGUE ONE 3D KL. 5 - 8 - 10:50 ROGUE ONE 2D KL. 10:20 ROGUE ONE 2D VIP KL. 5 - 8 - 10:50 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 3 - 5:30 ALLIED KL. 8 - 10:50 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 8 SJÖUNDI DVERGURINN ÍSL TAL 2D KL. 3:40 LIVE BY NIGHT KL. 5:20 - 8 - 10:40 MONSTER TRUCKS KL. 5:40 - 10:10 COLLATERAL BEAUTY KL. 8 - 10:40 ROGUE ONE 2D KL. 5:10 - 8 - 10:45 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:30 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 8 EGILSHÖLL LIVE BY NIGHT KL. 5 - 8 - 10:20 - 10:50 ROGUE ONE 3D KL. 5 - 8 - 10:50 OFFICE CHRISTMAS PARTY KL. 8 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LIVE BY NIGHT KL. 8 - 10:50 MONSTER TRUCKS KL. 5:40 ROGUE ONE 3D KL. 8 - 10:50 VAIANA ÍSL TAL 2D KL. 5:40 AKUREYRI LIVE BY NIGHT KL. 8 PATRIOT’S DAY KL. 8 MONSTER TRUCKS KL. 5:30 THE GREAT WALL KL. 10:45 ASSASSIN’S CREED KL. 10:45 SING ÍSL TAL 2D KL. 5:30 KEFLAVÍK  TOTAL FILM  ENTERTAINMENT WEEKLY  ROLLING STONE  ROGEREBERT.COM  NEW YORK DAILY NEWS KVIKMYNDAVIÐBURÐUR ÁRSINS Will Smith Helen Mirren Kate Winslet Edward Norton FRÁBÆR NÝÁRSMYND MOVIE NATION   THE HOLLYWOOD REPORTER  96% OG FRÁ LEIKSTJÓRA ICE AGE Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna THE GUARDIAN  ROLLING STONE  EPÍSK GLÆPAMYND Miðasala og nánari upplýsingar 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 5 2D ENS TAL - SÝND KL. 8, 10.40 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 TILBOÐ KL 5 GLEÐILEGT NÝTT ÁR SÝND KL. 5 SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 8, 10.15 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Graduation 17:30, 22:00 Lion 17:30 Eiðurinn ENG SUB 17:45 Wayne’s World 20:00 A Reykjavík Porno ENG SUB 20:00 Embrace of the Serpent 20:00 Gimme Danger 22:00 Captain Fantastic 22:30 Hvað? Hagnýting og miðlun þjóðfræði- efnis: Pallborðsumræður Hvenær? 17.00 Hvar? ReykjavíkurAkademían, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík Þjóðtrúardaginn mikla, í dag kl. 17.00, fara fram pallborðsumræður með þemanu hagnýting og miðlun þjóðfræðiefnis. Þar munu nokkrir þjóðfræðingar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið að upp á síð- kastið, eftir það verða svo spurn- ingar og umræður um efnið. Jón Jónsson segir frá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Ólöf Magnúsdóttir segir frá gagn- virku upplifunarsýningunni Huliðs- heimar. Sóley Björk Guðmunds- dóttir segir frá smáforritinu Lifandi landslag. Særún Lísa Birgisdóttir segir frá fyrirtæki sínu Lisa day tours og hvernig nýta má þjóðfræðina í ferðaþjónustu. Allir velkomnir. Hvað? Gísli á Uppsölum Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýn- ing sem hefur hrifið áhorfendur. Fundir Hvað? Divergent Paths of School Re- form Hvenær? 15.00 Hvar? Háskóli Íslands, Stakkahlíð, Bratti Samuel Abrams, prófessor við Columbia háskóla í New York, Bandaríkjunum, flytur spenn- andi erindi í Bratta í húsnæði menntavísindasviðs í dag. Samuel er höfundur bókarinnar Educat- ion and the Commercial Mindset sem var gefin út 2016 og verður efni hennar til umræðu í erindi hans. Þar rekur hann sögu einka- væðingarhugmynda skólastarfs í Bandaríkjunum og ræðir þróunina á Norðurlöndum til samanburðar. Bókin smellpassar inn í umræðu um þróun skólastarfs í Banda- ríkjunum, ekki síst í ljósi breyttra áherslna sem kunna að fylgja nýrri forystusveit í Bandaríkjunum. Hvað? Doktorsvörn Kristínar Karls- dóttur á menntavísindasviði Hvenær? 13.00 Hvar? Háskóli Íslands, Aðalbygging, Hátíðasalur Háskóla Íslands Kristín Karlsdóttir ver doktors- ritgerð sína í menntavísindum við uppeldis- og menntunar- fræðideild, menntavísindasviði Háskóla Íslands: „Námsferli leik- skólabarna“, á ensku „Children’s learning processes“. Andmælendur eru dr. Sofia Avgit- idou, prófessor við University of Western Macedonia, Grikklandi, og dr. Tuija Turunen, prófessor við University of Lapland. Aðalleið- beinandi var dr. Leigh O’Brien, prófessor við SUNY Geneseo, Bandaríkjunum, meðleiðbeinadi var Jóhanna Einarsdóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands, einnig sat í doktorsnefndinni dr. Gretar L. Marinósson. prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Dr. Ólafur Páll Jónsson, dósent og deildarforseti uppeldis- og menntunarfræði- deildar við menntavísindasvið, stjórnar athöfninni. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25F Ö S T U D A g U R 1 3 . j A n ú A R 2 0 1 7 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -3 C 6 0 1 B E F -3 B 2 4 1 B E F -3 9 E 8 1 B E F -3 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.