Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 2

Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 2
Veður Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun, bjart með köflum og talsvert frost, einkum til landsins. Búast má við dálitlum éljum vestanlands og þá einkum á annesjum. sjá síðu 20 Vetrarríki á Akureyri Hæglætisveður var á Akureyri í gær en 12 stiga frost, og á Öxnadalsheiðinni var frostið allt að 20 gráður. Þessi börn, sem voru á ferð í miðbæ Akur- eyrar í gær, létu þó kuldann ekkert á sig fá heldur klæddu sig eftir veðri og voru hin bröttustu. Áfram er búist við köldu veðri. Fréttablaðið/auðunn Þorrablót Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus íþróttir Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði í síðustu viku 150 milljónum til íþróttasambanda sinna og vakti athygli að á bak við hverja upp- hæð liggur sama röksemdafærsl- an: „Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afreks- hópa.“ Sjóðurinn hefur gildnað mikið undanfarin ár, hann úthlut- aði 55 milljónum árið 2013, en verður orðinn 400 milljónir árið 2020. Sjóðurinn var fjórfaldaður síðasta sumar af þáverandi ríkis- stjórn. Formaður Afrekssjóðsins, Guð- mundur Ágúst Ingvarsson, segir að það sé viðtekin venja að rök- styðja ekki úthlutanir sjóðsins. „Það er yfirleitt ekki verið að færa rök fyrir úthlutunum, samanber listamannalaun og annað slíkt. Reglurnar eru skýrar og við fórum eftir þeim. Það var ekki brugðið frá þeim á neinn hátt.“ Fimleikasamband Íslands hefur ítrekað óskað eftir gagnsæi og rök- stuðningi við úthlutanir úr Afreks- sjóði ÍSÍ en komið að lokuðum dyrum. Síðasta svar sambandsins sem það fékk frá sjóðnum var svo- hljóðandi: „Stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ hefur frá upphafi fylgt þeirri megin reglu að einstaka úthlutanir eru ekki rökstuddar frekar.“ ÍSÍ er að smíða nýjar reglur um úthlutunina og var úthlutunin fyrir viku sú síðasta sem gerð var eftir því regluverki sem nú er í gildi. Vinnuhópur á að skila af sér tillögum fyrir 1. mars og verða regl- urnar væntanlega til umræðu og samþykktar á Íþróttaþingi ÍSÍ í maí. „Nýju reglurnar eru til að setja skýrari línur um hvernig á að úthluta. Það er verið að vanda sig Starfsvenja afrekssjóðs að rökstyðja ekki Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði til sérsambanda sinna 150 milljónum samkvæmt gömlum reglum þar sem enginn rökstuðningur er á bak við hverja upphæð. Mikið rætt um ógagnsæi sjóðsins sem formaður hans segir viðtekna venju. andri Stefánsson, Guðmundur Águst ingvarsson, lárus blöndal og líney rut Hall- dórsdóttir þegar úthlutanir úr afrekssjóðnum voru kynntar. Fréttablaðið/VilHelm Ég get því miður ekki og má ekki ræða ákveðnar úthlutanir. Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ enn þá frekar við úthlutun á hærri upphæðum,“ segir Guðmundur. Nokkur sérsambönd hafa gagnrýnt að KSÍ hafi fengið tæpar níu millj- ónir króna fyrir verkefni kvenna- landsliðsins. Í reglum Afrekssjóðs- ins stendur að við úthlutanir skuli taka sérstakt tillit til þess ef við- komandi sérsamband hafi fengið beina styrki frá hinu opinbera eða öðrum aðilum. KSÍ fékk rúma tvo milljarða fyrir árangur landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Aðspurður hvort EM-pening- arnir hafi komið til lækkunar á styrk KSÍ segir Guðmundur: „Ég get því miður ekki og má ekki ræða ákveðnar úthlutanir.“ Aðspurður hvað banni honum að ræða slíkt segir hann: „Þetta hefur verið starfsreglan og mér sýnist sú starfs- regla vera við fleiri sjóði.“ Töluverð gagnrýni kom í kjölfar úthlutunarinnar í síðustu viku og sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, í fréttum Stöðvar 2 að við úthlutanir væru stundum teknar ákvarðanir sem byggðust á huglægu mati. benediktboas@365.is skipulagsmál Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í borgarráði lögðu til í gær að ekki yrði gengið frá viljayfirlýsingu um ráðstöfun á 24 þúsund fermetra lóð í Syðri-Mjódd til bílaumboðsins Heklu án útboðs fyrr en íbúum og ýmsum félögum  á svæðinu  hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn. Fulltrúar meirihlutaflokkanna sögðu að fljótlega yrði deiliskipu- lagið á svæðinu kynnt og samningar við ÍR og Heklu. Allir gætu komið sjónarmiðum sínum á framfæri. „Eftir sem áður er rétt að gefa hagsmunaaðilum á svæðinu kost á að skila formlegri umsögn um málið en tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina þar að lútandi hefur nú legið óafgreidd í borgarráði í þrjá og hálfan mánuð,“ svöruðu þá fulltrúar minnihluta- flokkanna tveggja. – gar Vilja frestun á lóð fyrir Heklu Ferðaþjónusta Símtöl sem bárust Neyðarlínunni frá útlenskum síma- númerum voru 3,37 prósent allra útkalla á síðasta ári. Þeim fjölg- aði um fjórtán prósent frá árinu 2015 en þá voru þau 2,95 prósent útkalla. Árið 2014 voru þau 2,16 prósent útkalla. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni var heildarfjöldi útkalla í kringum 150 þúsund öll árin þrjú. Því bárust rúm fimm þúsund útköll úr útlenskum núm- erum árið 2016. Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að hafa beri þó í huga að margir útlendingar kaupi sér íslensk frelsisnúmer við komuna til landsins. Þannig séu útköll frá ferðamönnum fleiri en umrædd 3,37 prósent. Þó segir hann að munurinn sé ekki mikill. Jafnframt hafi fjöldi ferðamanna sem kaupa frelsiskort haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár. – þea Fleiri útköll frá útlendingum Hekla byggir nýtt. Fréttablaðið/VilHelm ísrael Palestínsku samtökin Hamas notuðu myndir af ungum stelpum til þess að setja upp gerviaðgang á samfélagsmiðlum, lokka ísraelska hermenn í gildru og brjótast inn í farsíma þeirra. NBC greindi frá þessu í gær. Stuðst var við stolnar myndir til þess að koma á sambandi. Þá voru viðkomandi hermenn hvattir til þess að hlaða niður samskiptafor- riti sem umbreytti síma viðkomandi í eins konar njósnatæki. Slangur á hebresku og ísraelsk nöfn voru notuð til þess að láta aðganginn virðast ekta. – þea Ungar stelpur sem beitur 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -1 9 D 0 1 B E F -1 8 9 4 1 B E F -1 7 5 8 1 B E F -1 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.