Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 4

Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 4
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is Veldu það besta fyrir þig Öll erum við mismunandi og með ólíkar þarfir. Þess vegna bjóðum við upp á fría legugreiningu og aðstoðum þig við val á réttu rúmi. Vaxta-lausar rað- greiðskur til allt að 12mánaða Janúar útsala allt að 50% afsláttur Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is Veldu það besta fyrir þig Öll erum við mismunandi og með ólíkar þarfir. Þess vegna bjóðum við upp á fría legugreiningu og aðstoðum þig við val á réttu rúmi. Vaxta-lausar rað- greiðskur til allt að 12mánaða Janúar útsala allt að 50% afsláttur Samfélag Bakpoki með nokkur hundruð skrifuðum geisladiskum, í eigu  rokkömmu Íslands,  Andreu Jónsdóttur, hvarf af skemmtistaðnum Dillon snemma á nýja árinu og syrgir Andrea pokann mjög. Í pokanum voru fjórar geisladiskamöppur með þúsundum laga sem Andrea hefur verið dugleg að nota við að þeyta skífum og var pokinn langt frá því að vera léttur og meðfærilegur. „Þetta er ekki fjárhagslegt tjón en tilfinningalegt og er alveg rosaleg óþægindi,“ segir Andrea en hún deildi upplifun sinni á Facebook og vonar að máttur samfélagsmiðilsins verði til þess að pokanum verði skilað aftur á réttan stað. „Ég er svo gamaldags að ég skrifa mína diska sjálf. Sit bara heima og tek bestu lögin frá hljómsveit- um og set á einn disk. Mesti skaðinn er að ein mappa er með safndiskum frá alls konar tímabilum og tónlistar- stefnum. Ég get nefnilega spilað víðar en á Dillon,“ segir hún og hlær. Andrea er ein reyndasta útvarps- kona landsins og hefur spilað tónlist um árabil um helgar á Dillon Í pokanum eru þrjár stórar möpp- ur, ein hvít, önnur gul og sú þriðja rauð, en allar eru af sömu tegund. Sú fjórða er minni, svört og þykk. „Ég var Skrifuðum geisladiskum stolið af Andreu Jónsdóttur StjórnSýSla Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera rétt- mætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkis- sjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnar- formaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörð- inni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins. Álit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvem- ber heldur ætti að miða frest ríkis- ins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um nátt- úruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta for- kaupsrétt á jörðum á náttúruminja- skrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suður- landi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli. „Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúru- perla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi Sýslumaður segir ríkið fá Fell Ágreiningur um hvort forkaupsréttartilboð ríkisins í Fell sé löglegt fer fyrir dómstóla. Óttast er að á meðan frestist nauðsynleg uppbygging . Sýslumaður segir ekki rétt að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboðið hafi verið liðinn. Fresturinn hafi verið frá því að samningur var gerður en ekki frá því að tilboði var tekið. lögreglumál Maður sem grunaður er um að birta myndir af íslenskum ólögráða stúlkum á netinu og tengja við vændisvefsíður er grunaður um að halda uppteknum hætti. Maður- inn sætti gæsluvarðhaldi í nóvem- ber en lögregla hefur undir höndum gögn sem sýna hann áreita stúlkur á netinu eftir að gæsluvarðhaldi lauk. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa 26 kærur borist lög- reglu vegna myndbirtinga manns- ins en í frétt RÚV frá því í nóvember segir að maðurinn hafi birt myndir af 88 stúlkum en þær hafi þá ekki allar gefið sig fram til lögreglu. Mað- urinn hélt þá úti sérstakri vefsíðu undir myndbirtinguna og þegar smellt var á myndirnar opnaðist svæsið klámefni sem tengdist stúlk- unum ekki. Flestar stúlkurnar eru búsettar í Reykjanesbæ en þó ekki allar. Í nýjum gögnum málsins sést að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, Ítrekar óviðeigandi skilaboð Maðurinn er meðal annars sakaður um að gefa í skyn að stúlkurnar séu vændis- konur. Fréttablaðið/Ernir gerir athugasemdir við myndir af stúlkunum á Facebook og biður þær um kynferðislega greiða við sig. Stúlkurnar sem hann herjar á eiga það sammerkt að aðgangur þeirra á Facebook er öllum opinn og ekki þarf að vera vinur til að sjá myndir eða gera athugasemdir. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að maðurinn hafi þegar verið kærður fyrir tilraun til að tæla ólögráða stúlku til að hitta sig. – snæ Heimavöllur andreu er á Dillon. MynD/aðsEnD andrea Jónsdóttir að vona að einhver myndi skila þessu fljótlega en það hefur ekki gerst, því miður. Þetta eru ekki verðmæti fyrir neinn nema mig, nema viðkomandi ætli að fara þeyta skífum með geisla- diskum. Ég vona bara að diskunum hafi ekki verið fleygt og trúi að ég fái þá aftur,“ segir Andrea. – bb  Umhverfisráðherra vonar að Jökulsárlón verði allt innan þjóðgarðs Vatnajökuls. Fréttablaðið/Valli ferðaþjónusta kallar á frekari upp- byggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikil- vægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfis- ráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna. sveinn@frettabladid.is tækni Alphabet, móðurfélag Google, tilkynnti í gær að hætt hefði verið við áform um að halda úti internetþjónustu sem hefði byggst á því að senda þráðlaust merki til jarðar með drónum. Verkefninu, sem kallaðist Titan, var ætlað að koma á netsambandi á stöðum þar sem slíkt væri ekki til staðar. Alphabet rannsakar þó fleiri leið- ir til þess að láta þennan draum sinn verða að veruleika. Til að mynda vinnur hópur innan fyrirtækisins að verkefni sem kallast Loon. Hug- myndin er svipuð en í stað dróna á að notast við loftbelgi. Talið er að Loon sé hagkvæmari leið til þess að koma á netsambandi á afskekktum stöðum. – þea Google hættir við netáform húSnæðiSmál Byggingafélag náms- manna hyggst byggja 250 til 300 íbúð- ir á næstu árum og hefur vegna þess gefið út viljayfirlýsingu ásamt Reykja- víkurborg. Að því er fram kemur í til- kynningu er horft til fjögurra svæða. Fyrsti áfanginn verður bygging 100 íbúða við Stakkahlíð. En þá segjast Reykjavíkurborg og Byggingafélag námsmanna vilja ræða við ríkissjóð um að fá afnot af hluta af lóð Sjó- mannaskólans við Háteigsveg og endur skoða fyrirliggjandi deiliskipu- lag á lóð félagsins þar hjá. „Í leigu- samningi um lóðirnar verður kvöð þess efnis að á lóðunum skuli byggðar eða reknar leiguíbúðir fyrir náms- menn og að eignarhald þeirra skuli ávallt vera óbreytt, nema að fengnu samþykki Reykjavíkurborgar.“ – gar Ætla að byggja hundruð íbúða Hættir vði títan. norDicpHotos/aFp Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala Við höfum lengi beðið eftir uppbygg- ingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 f ö S t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -2 D 9 0 1 B E F -2 C 5 4 1 B E F -2 B 1 8 1 B E F -2 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.