Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
KALT ÚTI
Ryco-1509 Olíufylltur
2000W rafmagnsofn
m/termo stillingum og
yfirhitavörn 9 þilja
8.990
Ryco-2006T Rafmagns -
þilofn Turbo með yfirhita -
vari 3 stillingar 2000w
4.990
Rafmagnshita-
blásari 2Kw 1 fasa
6.890
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.990
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
INDUSTRIAL GRADE
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.890
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.830
3.743
25%
AFSLÁTTUR
7.192
20%
AFSLÁTTUR
umhverfismál Of snemmt er að
svara því hvort þingsályktunartil-
laga um rammaáætlun – áætlun um
vernd og orkunýtingu – verður lögð
fram aftur í óbreyttri mynd, að sögn
Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og
auðlindaráðherra.
Þingsályktun um rammaáætlun
var lögð fyrir Alþingi í byrjun sept-
ember í haust og var málinu vísað
til atvinnuveganefndar eftir fyrstu
umræðu. Tillagan var lögð fyrir
þingið að höfðu samráði Sigrúnar
Magnúsdóttur, þáverandi umhverf-
is- og auðlindaráðherra, og Ragn-
heiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem
fór með orkumál. Tillagan sem þær
lögðu fram var samhljóða niður-
stöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga
rammaáætlunar, sem skilaði loka-
skýrslu sinni í lok ágúst.
Sé litið til stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Við-
reisnar og Bjartrar framtíðar þá er
þar ekki heldur að finna svör um
framhald málsins. Þar segir í kafl-
anum Umhverfis- og auðlindamál:
„Ráðstöfun nýtingarréttinda á auð-
lindum í opinberri eigu skal vera
gagnsæ. Ekki skal gengið á eignar-
og nýtingarrétt einstaklinga nema
brýnir almannahagsmunir krefjist
þess. Rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða verður lögð
fyrir Alþingi til samþykktar sem
framsýn og fagleg sáttargjörð milli
ólíkra sjónarmiða um virkjun og
vernd.“
Fyrrverandi umhverfisráðherra
sagði á þeim tíma sem hún lagði
tillöguna fram að það væri mikils
virði að Alþingi fengi niðurstöður
verkefnastjórnarinnar til efnis-
legrar meðferðar sem fyrst – sem
rættist auðvitað ekki. Málið kom
ekki til afgreiðslu Alþingis vegna
pólitísks umróts síðasta árs og
kosninga. En ef litið er til meðferðar
Alþingis þegar 2. áfangi rammaáætl-
unar var til meðferðar árið 2011 ætti
nefndarvinna að standa sem hæst –
en umfjöllun teygði sig þá yfir sjö
mánaða tímabil. Þess í stað hefur
málalisti atvinnuveganefndar núll-
ast út við kosningar.
Nýr umhverfisráðherra verður
að mæla fyrir málinu á nýjan leik,
þar sem óafgreidd mál flytjast ekki
á milli þinga. Björt getur þá annað-
hvort ákveðið að leggja þingsálykt-
unartillögu Sigrúnar og Ragnheiðar
Elínar frá því í ágúst fram óbreytta
Rammaáætlun bíður á núllstillingu
Með nýjum kosningum var umfjöllun Alþingis um rammaáætlun núllstillt. Nýr umhverfisráðherra þarf að mæla fyrir málinu á nýjan
leik, en segir of snemmt að segja til um í hvaða mynd það verður. Nýir ráðherrar deildu harkalega um málið fyrir fáum mánuðum.
Sessunautarnir og nú ráðherrarnir Björt Ólafsdóttir og Jón Gunnarsson hafa tekist harkalega á um rammaáætlun. Nú bíður
þeirra samvinna um lyktir málsins. FréttaBlaðið/aNtoN
Átta nýir orkukostir – tíu í verndarflokk
n Verkefnisstjórn leggur til að átta
nýir virkjunarkostir bætist í orku-
nýtingarflokk áætlunarinnar. Um
er að ræða fjórar vatnsaflsvirkjanir
með uppsett afl upp á alls 277 MW,
þrjár jarðhitavirkjanir með uppsett
afl allt að 280 MW og einn vindlund
með uppsett afl allt að 100 MW.
Ekki eru lagðar til breytingar á
flokkun þeirra virkjunarkosta sem
fyrir voru í orkunýtingarflokki en
þeir eru alls tíu.
n Með þessari tillögu verk-
efnisstjórnar aukast mögu-
leikar á orkuvinnslu um sem
nemur tæpum 50% í jarð-
varmaafli og um
rúm 150% í vatnsafli frá 2. áfanga
rammaáætlunar.
n Í verndarflokk bætast við
fjögur landsvæði með tíu virkj-
unarkostum. Allir nýir virkjunar-
kostir á landsvæðum í verndar-
flokki eru vatnsaflsvirkjanir. Ekki
eru lagðar til breytingar á flokkun
þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru
í verndarflokki en þeir eru sextán
talsins. Samtals er því lagt til að
26 virkjunarkostir verði flokkaðir í
verndarflokk.
n Þrjátíu og átta virkjunarkostir eru
í biðflokki og hafa tíu bæst við þann
flokk frá fyrri áfanga.
– eða gera einhverjar breytingar
á flokkun virkjunarkosta, sem
aftur myndi kalla á nýtt tólf vikna
umsagnarferli áður en málið getur
farið inn í þingið.
Þess er skemmst að minnast að
eftir að þingsályktunartillagan var
lögð fyrir þingið í haust gerði Jón
Gunnarsson, þáverandi formaður
atvinnuveganefndar og núverandi
ráðherra samgöngu- og sveitar-
stjórnarmála, það að tillögu sinni að
nýtingarflokkur rammaáætlunar-
innar yrði afgreiddur fyrir þinglok,
en bið- og verndarflokkur frystur svo
hægt væri að rannsaka þá virkjunar-
kosti betur.
Þessu tók stjórnarandstaðan
vægast sagt illa, og þar á meðal Björt
umhverfisráðherra. Þau Jón, sem sátu
saman í atvinnuveganefnd, ræddu
þetta mál í Morgun útvarpi Rásar tvö
og úr urðu hörð orðaskipti. Jón sagði
að Björt yrði að kynna sér málið
betur. Björt svaraði: „Ég nenni ekki
að sitja undir þessu. Ég nenni ekki
enn eina ferðina að hér sé miðaldra
karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu
gjöra svo vel kynna þér málið aðeins
betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði.
Ég er búin að sitja með þér í atvinnu-
veganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki
sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í
þeirri nefnd, séum ekki sanngjörn í
því mati að meta þessa hluti,“ sagði
Björt og hélt því fram að munurinn
væri einfaldlega sá að Björt framtíð
og Sjálfstæðisflokkurinn væru með
ólíka stefnu í þessum málum.
Formlega séð er málið ekki á borði
atvinnuveganefndar, eins og áður
sagði núllaðist málalisti hennar út
við kosningar. Í sjálfu sér er heldur
ekkert sjálfgefið að málið fari þang-
að eftir að umhverfisráðherra hefur
mælt fyrir því, enda hefur verið þrá-
faldlega á það bent að mál á verk-
sviði umhverfisráðherra eigi miklu
frekar heima í umhverfisnefnd
þingsins. Þessi gagnrýni hefur oftar
en ekki heyrst samhliða gagnrýni á
hugmyndir Jóns um afgreiðslu mála
sem tengjast rammaáætlun – en
fyrir liggur að hann sem formaður
atvinnuveganefndar var ekki sáttur
við í hvaða farvegi málið er í.
Núve ra n d i ve r ke f n i sst j ó r n
rammaáætlunar er skipuð til
25. mars næstkomandi, og eitt af
fyrstu verkefnum Bjartar sem nýs
umhverfisráðherra verður því að
skipa nýja verkefnisstjórn.
svavar@frettabladid.is
umferð Bæjarráð Hafnarfjarðar
hefur áhyggjur af tíðum umferðar-
slysum á Reykjanesbraut. Í bókun
sem samþykkt var í gær áréttaði
ráðið mikilvægi þess að ráðist
verði í úrbætur á brautinni án
tafar.
„Bæjarráð hefur þungar áhyggj-
ur af umferðaröryggi á veginum
og skorar á samgönguyfirvöld
að hefja nú þegar undirbúning
að öllum framkvæmdum við
brautina sem hafa verið á sam-
gönguáætlun til margra ára án
fjármagns. Það er mjög aðkallandi
að ljúka framkvæmdum og tryggja
umferðaröryggi vegfarenda á
þeim hluta brautarinnar sem
liggur í gegnum Hafnarfjörð þar
sem umferðarþungi hefur aukist
gríðarlega á undanförnum árum
og fer vaxandi,“ segir í bókuninni.
Tveir mjög harðir árekstrar
urðu á mánudag á brautinni
þar sem einn slasaðist alvarlega
en þrír voru fluttir á sjúkrahús
vegna slyssins. Á rúmlega tveggja
kílómetra kafla sem nær frá Krísu-
víkurgatnamótum að rampi frá
Reykjanesbraut niður að Strand-
götu hafa orðið 62 slys, sam-
kvæmt tölfræði frá Samgöngu-
stofu á fimm árum en ekki eru
komin gögn fyrir slys sem þarna
urðu frá nóvember og desember
á síðasta ári. – bb
Aðkallandi að ljúka framkvæmdum
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna tíðra og alvarlegra slysa
á reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á mánudag varð eitt slíkt. FréttaBlaðið/VilHelm
Verkefnisstjórn 3. áfanga
rammaáætlunar var skipuð
af umhverfis- og auðlinda-
ráðherra í mars 2013 og tók
til starfa í maí sama ár.
Skipunartími verkefnis-
stjórnarinnar rennur út í
mars 2017.
Í 3. áfanga er lagt til að
átján virkjunarkostir verði
flokkaðir í orkunýtingar-
flokk og hafa þeir samtals
1.421 MW uppsett afl.
Með tillögu verkefnis-
stjórnar aukast möguleikar á
orkuvinnslu um sem nemur
tæpum 50% í jarðvarmaafli
og um rúm 150% í vatnsafli
frá 2. áfanga rammaáætl-
unar.
Bæjarráð hefur
þungar áhyggjur af
umferðaröryggi á veginum.
Úr bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar
1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 f Ö s T u D a G u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
1
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
E
F
-5
5
1
0
1
B
E
F
-5
3
D
4
1
B
E
F
-5
2
9
8
1
B
E
F
-5
1
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K