Fréttablaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 13
Akureyrarbær · Geislagata 9 · Sími 460 1000 · Bréfasími 460 1001
Akureyrarbær óskar eftir að kaupa 2 snjótroðara þ.e. nýjan göngubrautartroðara og
notaðan spiltroðara fyrir starfsemina í Hlíðarfjalli.
Allar nánari upplýsingar fást hjá innkaupastjóra með netfangið karlg@akureyri.is
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. janúar nk.
Fjársýslusvið.
Snjótroðarar
Akureyrarbær · Geislagata 9 · Sími 460 1000 · Bréfasími 460 1001
Akureyrarbær óskar eftir að kaupa 2 snjótroðara þ.e. nýjan göngubrautartroðara og
notaðan spiltroðara fyrir starfsemina í Hlíðarfjalli.
Allar nánari upplýsingar fást hjá innkaupastjóra með netfangið karlg@akureyri.is
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. janúar nk.
Fjársýslusvið.
Snjótroðarar
Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn
svarar að það fari nú eftir því hvert
hana langi að komast. Það má segja
að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú,
við undirbúning Brexit-viðræðna við
Evrópusambandið (ESB), veki í huga
áhorfandans ákveðnar hliðstæður
við samræður Lísu og kattarins. Enn
hefur nefnilega ekki verið skýrt til
fulls hvert það endatakmark er, sem
bresk stjórnvöld vilja stefna að.
Ólík sjónarmið útgöngusinna
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní
síðastliðnum samþykktu 52% kjós-
enda úrsögn úr ESB. En þar með var
ekki nema hálf sagan sögð. Það er
í sjálfu sér enginn vandi að segja
sig úr ESB ef menn eru sáttir við að
standa alfarið utan þess og alls þess
samstarfs sem ESB hefur stofnað til
á meira en hálfri öld. Flækjustigið
skapast þegar skilgreina á hvað af
þessu samstarfi Bretar vilja halda í
og hvaða þætti þeir vilja alls ekki.
Um það var ekki einhugur meðal
þeirra sem töluðu fyrir útgöngu í
aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Í grófum dráttum má segja
að meðal talsmanna útgöngu hafi
mátt greina ferns konar viðhorf
til þess sem ætti að taka við, eftir
Brexit:
1. Aðild að innri markaðnum, en án fullrar aðildar að ESB
Sumir talsmenn úrsagnar mæltu
fyrir þessari leið og þar með fullum
aðgangi Breta áfram að fjórfrelsinu
og öllum þeim þáttum sem tryggja
viðskiptafrelsi innan ESB. Bretar
myndu – með svipuðum hætti og
EES-ríkin – samt ekki vera formlega
skuldbundnir til upptöku nýrra
gerða, en myndu í reynd hafa um
það lítið val. Nokkuð hefur borið
á því að talsmenn fullrar aðildar
að ESB tali nú fyrir einhvers konar
lausn af þessum toga, ýmist með
sérsamningi Breta við ESB eða með
þátttöku Breta í EES-samstarfinu.
2. Aðild að einstökum þáttum innri markaðarins, með
hömlum á frjálsa för fólks
Þessi leið felur í sér að fyrst og
fremst verði lögð áhersla á að
tryggja hömlur á frjálsa för fólks.
Sá þáttur innri markaðarins er
einn grunnþáttur hans og ólík-
legt að fullur og hindrunarlaus
aðgangur að innri markaðnum að
öðru leyti geti samrýmst þessari
áherslu. Talsmenn þessarar leiðar
setja hömlur á frjálsa för í öndvegi
og eru tilbúnir að fallast á móti á
þær takmarkanir á fullum aðgangi
að innri markaðnum sem slík krafa
myndi kalla á. Talsmenn hennar
tala þó fyrir mjög ólíkum hömlum
á frjálsa för, allt frá afmörkuðum
kvótum, öryggisfyrirvörum og yfir
í beina undanþágu frá frjálsri för.
3. Aðild að tollabandalagi, sam-hliða sérstökum samningi um
markaðsaðgang við ESB
Sumir hafa talað fyrir þessari
lausn, sem er svipuð stöðu Tyrk-
lands í dag. Tyrkir eru í tolla-
bandalagi við ESB og hafa þannig
enga ytri tolla í viðskiptum við
ESB með iðnaðarvörur og unnar
landbúnaðarvörur, en þjónusta,
opinber innkaup og landbúnaðar-
vörur almennt falla utan tolla-
bandalagssamningsins. Kosturinn
við þessa leið væri að hægt væri að
halda tollfrjálsum viðskiptum með
það sem samningur myndi taka
til, en sá ókostur er við þessa leið
í augum útgöngusinna að aðild
að tollabandalaginu kemur í veg
fyrir að Bretar gætu samið sérstak-
lega um tollamál við önnur ríki
og væru bundnir af ytri tolli ESB
gagnvart ríkjum utan ESB.
4.Algerlega sjálfstæð staða Bretlands utan ESB, með
viðskiptasamningi við ESB með
sama hætti og við önnur ríki og án
aðgangs að fjórfrelsinu
Margir talsmenn útgöngu hafa mælt
fyrir þessari leið og haldið því fram
að ávinningur Bretlands af sjálf-
stæðum viðskiptasamningum við
aðrar viðskiptablokkir – Banda-
ríkin, Kína og samveldisríkin – gæti
verið svo mikill að tjón Breta af
útgöngu úr ESB yrði ekkert.
Hvaða hagsmunir eru í húfi?
Samningsniðurstaða mun hafa
mikil áhrif á hagsmuni einstakra
atvinnugreina innan Bretlands.
Jafnt hefðbundnar framleiðslu-
greinar, þjónustugreinar og fjár-
málaþjónusta eru mjög háðar
hindrunarlausum aðgangi að innri
markaðnum. Þá getur niðurstaðan
haft mikil áhrif á íslenskan sjávar-
útveg, ferðaþjónustu og fjármála-
þjónustu.
Hvaða leið verður valin?
Nú virðist ljóst af orðum Teresu
May forsætisráðherra og fleiri
lykilmanna Íhaldsflokksins að
líkur séu á að leitað verði samn-
inga af þeim toga sem lýst var í
lið nr. 2 hér á undan, þegar hún
sendir formlega útgöngutilkynn-
ingu í lok mars nk. Það vekur
einnig athygli að Verkamanna-
flokkurinn, sem hefur hingað til
stutt aðild að ESB nær einróma,
ljær nú máls á því að höfuðmark-
mið hljóti að vera að stemma stigu
við frjálsri för launafólks. Það eru
því allar líkur á að einhver lausn
á þeim nótum gæti náð miklum
stuðningi í breska þinginu. En þá
er ósvarað þeirri spurningu hversu
langt bresk stjórnvöld munu vilja
ganga í kröfum um hömlur á frjálsa
för launafólks. Mun það duga þeim
að setja öryggisfyrirvara eða mun
verða krafa um fjöldatakmarkanir
eða jafnvel algera undanþágu frá
reglum um frjálsa för? Og þá er
líka ósvarað þeirri spurningu hvort
sú leið sem Bretar vilja fara verði í
boði af hálfu viðsemjendanna og
ef svo er, hvaða verðmiða þeir vilja
setja á sérlausnir fyrir Breta, bæði
er varðar aðgang að mörkuðum og
um greiðslur í sameiginlega sjóði
ESB. Um það mun ég fjalla í næstu
grein.
Brexit – hvert skal haldið?
Það vekur einnig athygli að
Verkamannaflokkurinn,
sem hefur hingað til stutt
aðild að ESB nær einróma,
ljær nú máls á því að höfuð-
markmið hljóti að vera að
stemma stigu við frjálsri
för launafólks. Það eru
því allar líkur á að einhver
lausn á þeim nótum gæti
náð miklum stuðningi í
breska þinginu. En þá er
ósvarað þeirri spurningu
hversu langt bresk stjórn-
völd munu vilja ganga í
kröfum um hömlur á frjálsa
för launafólks.
Árni Páll
Árnason
lögfræðingur og
sérfræðingur í
Evrópurétti
Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sér-stakur óheilladagur þegar
þrettánda dag mánaðarins ber
upp á föstudag þá fylltist ég
alltaf óttablandinni eftirvæntingu
þegar dagatalið raðaðist með
þessum hætti. Mér fannst rétt að
fara að öllu með sérstakri gát og
fylgdist mjög vel með öllum þeim
hrakföllum, óhöppum, slysum
og hörmungum sem hægt væri
að rekja beint til þess að ólgandi
ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggð-
inni á þessum degi. Og í dag er
einmitt runninn upp slíkur dagur.
Það má því gera ráð fyrir að
margt fari úrskeiðis í dag. Smá-
börn munu henda bíllyklum bak
við ofna, gamalmenni fljúga á
hausinn í hálku, unglingar fá ein-
mitt þær spurningar á skyndipróf-
um sem þeir slepptu því að lesa
fyrir, stjórnmálamenn komast
að því að þeir hafa fyrir einskæra
óheppni eignast bankareikninga á
aflandseyjum, strætó seinkar, skó-
reimar slitna, beikonið brennur
á pönnunni og kaffið er kalt á
könnunni.
Paraskevidekatriaphobia
Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að
fyllast spennu fyrir föstudeginum
þrettánda. Ég er of jarðbundinn
til þess að trúa því að einhverjir
dulmagnaðir kraftar verki öðru-
vísi á daga okkar eftir því hvernig
mannfólkið hefur raðað þeim á
dagatölin. En þó er vitað að veru-
legur fjöldi er haldinn ótta við
föstudaginn þrettánda—það er
meira að segja til sjúkdómsheiti
yfir slíkan ótta (paraskevide-
katriaphobia) og í Ameríku hefur
verið giskað á að á bilinu 17–21
milljón manna glími við þennan
ótta. Sumir eru jafnvel svo illa
haldnir að þeir hætta sér ekki
út úr húsi. Þeir eru bara heima
hjá sér—kannski dúðaðir undir
sæng, nagandi neglur og gnístandi
tönnum—og bíða eftir að dagur-
inn líði svo heimurinn falli aftur
í eðlilegar skorður og óhætt sé að
taka aftur þátt í tilverunni.
Og það er alveg rétt hjá þeim.
Margt mun fara úrskeiðis í dag og
það er ekki óhugsandi að hrylli-
legar hörmungar dynji einhvers
staðar yfir.
Undirmeðvitundin
verður ofan á
Yfirveguð rökhugsun vísar vita-
skuld á bug öllum kenningum um
að dagatalið hafi haft eitthvað
um óhöpp dagsins að segja. Rök-
vísin veit að hlutir fara úrskeiðis
í dag einfaldlega vegna þess að
alla daga fara hlutir úrskeiðis og
dögunum stendur fullkomlega á
sama um hvernig við númerum þá
og nefnum.
Og þar með ætti málið að vera
útrætt. Hjátrúin um dagatalið er
afgreidd.
En þannig er það nú samt ekki.
Heilinn í okkur er nefnilega flókið
fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin
vilja heldur en eigenda sinna.
Þegar órökrétt hjátrú eða rang-
hugmynd hefur tekið sér bólfestu
í undirmeðvitundinni þá getur
slagurinn við hana orðið eins og
að reyna að halda með pottloki
aftur af gufu sem leitar út.
Öll heimsins rök duga skammt
gegn þeirri fullvissu sem er greypt
í dýpstu hugskot. Rétt eins og
ástföngnum manni sýnist að úr
fjarska sé önnur hver kona ein-
mitt sú sem hjartað þráir—þá sér
hinn hjátrúarfulli ekkert annað
en staðfestingar á hinni órökréttu
tilfinningu sinni.
Ruglið staðfest
Í sálfræðirannsóknum er þetta vel
þekkt. Heilinn í okkur sækist stöð-
ugt eftir því að staðfesta það sem
við teljum okkur vita, en er minna
hrifinn af því að grafa undan þeim
stoðum sem við byggjum heims-
mynd okkar á. Þessi þrá til þess að
staðfesta heimsmynd okkar litar
allar okkar hugsanir og gjörðir og
getur leitt okkur á ýmsar villigötur.
Ef það blundar til dæmis í okkur
ótti við útlendinga þá „hjálpar“
heilinn okkur að taka eftir öllu
því sem fer úrskeiðis og tengist
útlendingum og innflytjendum.
Ef við erum sannfærð um að þeir
sem eru ósammála okkur í stjórn-
málum séu spilltir, illa innrættir
og óheiðarlegir þá mun undir-
vitund okkar safna öllum mögu-
legum sönnunargögnum til þess
að treysta þá trú, en vísa frá sér
öllum vísbendingum um að þetta
sé ekki raunin.
Ímyndað vandamál
verður raunverulegt
Allir þekkja hvernig hugurinn
getur skyndilega tekið krappar
og órökréttar beygjur. Fólk sem
er ástfangið upp fyrir haus einn
daginn sér ekkert nema gott í
ástinni sinni; meira að segja það
sem annars þættu algjörlega
óþolandi persónuleikabrestir
virkar krúttlegt á meðan „allt
leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar
þá fara nákvæmlega sömu eigin-
leikar að virka þreytandi, pirrandi
og jafnvel óþolandi. Og stundum
þarf ekki annað en smávægilegt
fall í blóðsykri til þess að allir sem
maður umgengst verði skyndilega
óalandi og óferjandi. Þessar til-
finningasveiflur eru raunveruleg-
ar þótt ekkert raunverulegt hafi
gerst nema hjá manni sjálfum.
Fyrir þá sem raunverulega
hræðast dagsetninguna í dag þá er
hjátrúin raunverulegt vandamál
þótt ástæðan sjálf sé ímynduð.
Undirmeðvitundin mætir öllum
tilraunum til leiðréttingar með
offorsi og ef óttinn er nægilega
mikill þá fer föstudagurinn þrett-
ándi að verða að raunverulegum
ólukkudegi—ekki vegna ólukk-
unnar heldur vegna hræðslunnar
við ólukku.
Þetta sama er einmitt upp á
teningnum þegar fólk festist í
því að sjá ekkert annað en ógnun
og vandamál í kringum tiltekna
hópa af fólki; hvort svo sem það
eru innflytjendur, fólk af til-
teknum uppruna, fólk sem játar
tiltekna trú, fólk með tilteknar
skoðanir, fólk í tilteknum stjórn-
málaflokkum eða aðdáendur
tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan
sjálf verður vandamál sem getur
af sér fleiri vandamál, ranghug-
myndir, illindi, fordóma og átök.
Til hamingju með daginn
Þeir sem ætla öllum gott og búast
alltaf við hinu besta eiga auðvitað
á hættu að virka kjánalegir eða
barnalegir. En af tvennu illu þá
finnst mér líklegt að heimurinn
hafi hlotið meiri skaða af yfir-
gengilegri hræðslu heldur en
óhóflegri bjartsýni. Þess vegna
ætla ég að leggja mig allan fram
um að taka eftir því þegar ég er
heppinn í dag—og tileinka mér
þá órökréttu hjátrú að föstu-
dagurinn þrettándi sé algjör
happadagur.
Til hamingju
með daginn
Þórlindur
Kjartansson
Í dag
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13F Ö s T u d a g u R 1 3 . j a n ú a R 2 0 1 7
1
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
E
F
-2
D
9
0
1
B
E
F
-2
C
5
4
1
B
E
F
-2
B
1
8
1
B
E
F
-2
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K