Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 26

Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 26
Rewrite desk kallast þetta skrifborð frá GamFratesi. Það var kynnt til sögunnar 2009 og er ein fyrsta hönnunin sem ætlað er að bæta hljóðvist starfsmanna. Borðið er nú framleitt af Ligne Roset. Hood frá Form Us With Love sem kynnt var fyrst árið 2013 var einnig til sýnis á hús- gagnasýningunni í Stokkhólmi 2016. Þessi hljóðeinangrandi skermur sem hangir fyrir ofan skrifborð er góður fyrir hópa- vinnu. Veggfestir klef- ar frá sænska merkinu Form2 eiga að þjóna farsímanotend- um sem þurfa næði til að tala í símann. Íslenski hönnuður- inn Bryndís Bolla- dóttir er skapari Kúlu sem er að finna víða. Í vöru- línu hennar KULA er meðal annars að finna hljóðdempara og hljóðdreifara. Grunnformið er alltaf hálf eða heil kúla þar sem efsta lagið er þæfð ull. PearsonLloyd hannaði skrifstofulínuna Zones fyrir Teknion. Mark- miðið er að auka næði í opnum skrif- stofurýmum og hvetja til aukins sam- starfs. Hönnun fyrir opin rými Þeir sem vinna í opnum rýmum kannast sjálfsagt við stöðuga truflun frá umhverfishljóðum sem skemma einbeitingu og minnka framleiðni. Æ fleiri hönnuðir hafa kveikt á því að úrbóta er þörf og hafa hannað húsgögn sem eiga að bæta hljóðvist og persónulegt næði starfsmanna. Fjölmargar rannsóknir og kann- anir hafa sýnt fram á að opin rými eru ekki ákjósanlegustu starfs- aðstæðurnar. Slík rými eru hins vegar vinsæl meðal fyrirtækja enda eru þau ódýrari í rekstri. Þó hefur verið sýnt fram á að framleiðni starfsmanna minnk- ar við það áreiti sem verður í slík- um rýmum og því spurning hver sparnaðurinn er til langframa. Í tveimur nýlegum könnun- um sem gerðar voru á Bretlandi á síðasta ári kom fram að skortur á næði og persónulegum rýmum hamli bæði sköpun og framleiðni starfsmanna. Í könnun ráðgjafa- fyrirtækisins Gensler kom í ljós að starfsmenn voru líklegri til að sýna frumleika og frumkvæði í starfi ef þeir höfðu aðgang að fjöl- breyttum vinnuaðstæðum, þar á meðal rýmum sem nýta mætti til persónulegra samtala. Önnur könnun á vegum Savills og breska skrifstofuráðsins leiddi í ljós að minna en tveir þriðju hlut- ar starfsmanna voru sáttir við framboð af hljóðlátum vinnurým- um. Fjórðungur taldi að núverandi starfsaðstæður drægju úr fram- leiðni þeirra. Hönnuðir hafa komist að því að nokkur vöntun er á hugvitssam- legum húsgögnum fyrir opin skrif- stofurými og það mátti til dæmis glöggt sjá á árlegu húsgagnasýn- ingunni í Stokkhólmi á síðasta ári þar sem hljóðvist var eitt af megin viðfangsefnum hönnuða. Á sýningunni gaf að líta fjölda vara sem tengdust hljóðvist, allt frá hefðbundnum hljóðeinangrandi skilrúmum og yfir í frumleg skilrúm fyrir skrif- borð, veggskýli fyrir farsíma- notendur og hljóðein- angrandi hvelfing- ar sem hanga niður úr loftinu. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Focus frá sænska merk- inu Zilenzio var sýnt á húsgagnasýningunni í Stokkhólmi. Merkið sérhæfir sig í húsgögn- um sem miða að betri hljóðvist. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast finna fyrir aukinni eftir- spurn eftir vörum þess í kjölfar þess að fyrirtæki fóru að bjóða starfs- mönnum upp á opin skrifstofurými. Tomako frá finnska merkinu Vivero tekst á við þörfina fyrir hljóðlátara vinnuumhverfi. Tomako er skermur sem festur er við súlu sem býr til nokk- urs konar lampaskerm sem fólk getur setið inni í. Hannað fyrir opin skrifstofurými og móttökurými. SKRiFSToFAn Kynningarblað 13. janúar 20174 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -4 6 4 0 1 B E F -4 5 0 4 1 B E F -4 3 C 8 1 B E F -4 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.