Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 30
Hollensku arkitektarnir Alrik
Koudenburg og Joost Van Bleis-
wijk hönnuðu heila skrifstofu úr
bylgjupappa inn í hundrað fer-
metra rými. Skrifstofunni var
einungis ætlað að standa tíma-
bundið og fengu hönnuðirn-
ir 30 þúsund evrur til verks-
ins. Bylgjupappinn var af sterk-
ari gerðinni, 15 mm að þykkt, og
leiserskorinn í form sem var svo
raðað saman í borð, hillur, veggi,
súlur. Við samsetninguna var
hvorki notuð ein einasta skrúfa
né límdropi.
Skrifstofan var unnin árið
2009 fyrir fyrirtækið Nothing í
Amsterdam sem gerði út á aug-
lýsingaþjónustu og nýsköpun
„beint úr kassanum“. Hugmynd-
in að baki þess að nota einung-
is bylgjupappa var að sýna fram
á hvað fyrirtækið Nothing gæti
boðið upp á með því að umbreyta
„engu í eitthvað“. Að hægt væri
til dæmis að skapa heilt rými
sem samanstóð af fundarher-
bergi, skrifstofum, bókasafni og
vinnustofum, úr efni sem væri
yfirleitt fargað. Ef borðplata
skemmdist til dæmis væri henni
bara kastað og ný skorin út úr
pappa um leið.
Pappaskrifstofan var drifin
upp í stóru opnu, hvítu rými og
vakti talsverða athygli.
www.homedsgn.com
Hollensku arkitektarnir Alrik Kou-
denburg og Joost Van Bleiswijk hönnuðu
heila skrifstofu í hundrað fermetra rými
úr bylgjupappa.
Fundarherbergi, skrifstofurými og bókasafn var meðal
þess sem pappaskrifstofan innihélt.
Hönnuðirnir vildu sýna fram á hugmyndaauðgi og að hægt væri að
gera „eitthvað úr engu“.
Veggirnir skreyttir í vinnunni.
Notaleg fundaraðstaða.
Tímabundin
skrifstofa
Þykkur bylgjupappi var notaður á
skemmtilegan máta við hönnun
skrifstofurýmis í Amsterdam. Borð, stólar,
veggir og fleiri form voru leiserskorin út úr
pappanum og raðað saman án þess að lím
eða skrúfur kæmu við sögu.
Gott skipulag og líflegt vinnurými eykur andagift og vellíðan á skrifstofunni. NordicpHoTos/GeTTy
Taktu til og skipuleggðu
Áður en hafist er handa skaltu
eyða nokkrum mínútum í upphafi
hvers dags í að taka til á skrif-
borðinu og skipuleggja pappíra.
Það auðveldar skýra hugsun og þú
finnur frekar það sem þú leitar að.
Lífgaðu upp rýmið
Litir geta haft bætandi áhrif á
skapið. Blár er róandi og rauður á
að auka fókusinn. Plöntur hjálpa
fólki einnig með einbeitingu.
Persónulegt rými
Að skreyta skrifborðið með
nokkrum persónulegum munum
gerir fólk afslappaðra.
Byrjaðu á því erfiða
Ef þú kvíðir einhverju verkefni,
byrjaðu þá á því. Þar með er
kvíðavaldi rutt úr vegi og verk-
efnið vofir ekki lengur yfir.
Forgangsraðaðu og útvistaðu
verkefnum
Raðaðu verkefnum upp eftir
mikilvægi. Sinntu mikilvægustu
verkefnunum fyrst. Reyndu að
koma verkefnum yfir á aðra sem
þú sérð ekki fram á að geta sinnt.
Slökktu á tilkynningum
Í stað þess að lesa hvern tölvupóst
þegar hann berst skaltu slökkva á
tölvupóststilkynningum og reyna
að lesa póstinn á tilteknum tíma
dagsins. Stöðugar tilkynningar úr
tölvunni geta haft truflandi áhrif
og rannsóknir sýna að það tekur
manneskju 64 sekúndur að jafna
sig eftir truflun frá tölvupósti.
Taktu stuttar pásur
Stuttar pásur geta bætt frammi-
stöðu. Afkastagetan minnkar eftir
því sem þú situr lengur við án
pásu. Margt má gera, til dæmis
ganga hring í hverfinu, stökkva á
kaffihús eða lesa tímarit.
Hreyfðu þig
Hreyfing er ekki aðeins góð
fyrir líkamann, hún hefur einnig
jákvæð áhrif á frammistöðu í
vinnunni.
Hlustaðu á tónlist
Heyrnartól gera þig ekki ófélags-
legan. Að hlusta á uppáhaldstón-
list við vinnu getur komið fólki
í stuð til að ryðjast í gegnum „to
do“-listann. Þá benda heyrnartólin
einnig vinnufélögum á að þú viljir
síður láta trufla þig.
Skiptu um umhverfi
Ef vinnuveitandinn leyfir er gott
að breyta stundum til og vinna
annars staðar, til dæmis á bóka-
safninu eða hljóðlátu kaffihúsi.
Það getur verið uppspretta nýrra
hugmynda.
Skrifaðu markmiðin niður
Það er ekki alltaf auðvelt að
fylgjast með öllu sem þarf
að gera. Byrjaðu daginn á
því að skrifa niður markmið
dagsins.
Hættu að „múltítaska“
Að gera fleiri hluti í einu hljómar
kannski eins og góð leið til að
komast yfir mörg verkefni en það
hefur iðulega slæm áhrif á fram-
leiðnina.
Uppskrift að góðum vinnudegi
Vefsíðan www.businessnewsdaily.com tók saman tólf góð ráð fyrir skrifstofufólk til að auka einbeitingu og auðvelda því vinnudaginn.
pappaskrif-
stofan var
sett upp í
opnu hvítu
rými og vakti
talsverða
athygli.
sKriFsToFAN Kynningarblað
13. janúar 20178
1
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
E
F
-3
7
7
0
1
B
E
F
-3
6
3
4
1
B
E
F
-3
4
F
8
1
B
E
F
-3
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K