Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 34

Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 34
Gott er að hrista saman starfsfélagana með reglulegu millibili. Ýmsar leiðir eru til þess. Til að hita upp fyrir bjórkvöld er til dæmis hægt að hafa leikjadag í vinnunni. Einn leikur gæti verið svokallaður dauða- leikur. Allir starfsmenn draga miða. Einn fær miða með bókstafnum M (morðingi) en annar fær bókstafinn L (rannsóknar- lögregla). Á öðrum miðum sem allir aðrir starfsmenn draga stendur F (fórnarlamb). Sá sem er rannsóknarlögregla þarf að finna morðingjann sem á meðan leikur lausum hala við að myrða fólk. Morðing- inn drepur fólk með mjög lúmsku augn- blikki. Fórnarlömb sem ná augnsambandi við blikkið detta niður dauðir um leið. Leiknum lýkur þegar morðinginn er fund- inn. Þessi leikur getur verið mjög fyndinn og valdið mikilli kátínu á vinnustaðnum. Annar leikur til að létta lund er hláturleik- ur. Allir starfsmenn standa saman í hring og segja ha ha, ho ho eða hee hee. Eng- inn má hlæja þótt þetta sé vissulega mjög fyndinn leikur. Sá sem skellir upp úr er úr leik. Leikir á skrifstofunni Atvinnuveitendur ættu að hafa það í huga að það er mikilvægt að huga vel að heilsu starfsfólks síns. Það hefur sýnt sig að þegar atvinnurek- endum er umhugað um starfsfólk sitt og heilsu þess verður starfs- ánægja í fyrirtækinu meiri, fram- leiðni og öryggi eykst og fjarvistum fækkar. Atvinnutengd heilsufarsskoð- un er því eitthvað sem stjórnend- ur fyrir tækja ættu að íhuga fyrir starfsfólk sitt. Hægt er að leita til fyrirtækja sem leggja slíkt sér- staklega fyrir sig. Meðal annars má benda á í þessu samhengi að Hjartarannsókn býður fyrirækjum og hópum að sérfræðingar Hjarta- rannsóknar haldi fyrirlestur um eðli hjartasjúkdóma, áhættuþætti þeirra og greiningu. Á fyrirlestrinum er einnig fjallað um þá þætti sem hver og einn getur haft áhrif á í sínu lífi og skipta svo miklu máli í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, eins og mataræði, hreyfingu og lífsstíl. Heilsa starfsfólks er afar mikilvæg Janúar er oftar en ekki mikill átaks- mánuður og margir sem reyna að halda í við sig í mat og drykk. Þá er gott að hafa eitthvað hollt að maula á milli mála enda dregur það úr líkum á að falla í freistni. Hví ekki að gleðja samstarfs- félagana með því að mæta með stútfulla krukku af heimagerðu hnetukurli sem hægt er að gæða sér á yfir daginn. Það er orku- og næringarríkt og sannkallað heila- fóður. Hér er uppskrift sem má leika sér með að vild og laga krydd og sætumagn að smekk. Hnetumix í krukku Hnetur og fræ að eigin vali (til dæmis möndlur, sólblómafræ, graskersfræ, pekanhnetur og cashewhnetur). Kókosflögur Þurrkuð ber að eigin vali. (Til dæmis gojiber eða saxaðar apríkósur). Ólífuolía Smjör Hlynsíróp eða hunang eftir smekk Chiliflögur eftir smekk Þurrkað timían eftir smekk Kanill ef vill Sjávarsalt eftir smekk Skvettið smá ólífuolíu á pönnu ásamt smjörklípu og skvettu af hun- angi eða hlynsírópi. Bætið kryddi út í og látið malla í stutta stund. Hellið hnetum og kókosflögum út á pönn- una og brúnið. Hellið hnetumix- inu í víða skál og látið kólna. Hrærið til að hneturnar festist ekki saman. Bætið þurrkuðum ávöxtum út í ef vill. Hellið á krukkur með góðu loki og takið með í vinnuna.  Heilafóður fyrir samstarfsfólkið SPARI Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is skrifstofan kynningarblað 13. janúar 201712 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E F -5 E F 0 1 B E F -5 D B 4 1 B E F -5 C 7 8 1 B E F -5 B 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.