Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 36

Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 36
Hjónin þóttu bera af á Golden Globe verðlaunaafhendingunni á sunnudag þar sem Blake var í kjól frá Atelier Versace og Ryan í smóking frá Gucci. Bæði voru þau í Louboutin skóm. NORDIC PHOTO/GETTY Fjögurra manna fjölskyldan kom fram opinberlega í fyrsta sinn á athöfn sem haldin var í tilefni þess að Ryan fékk stjörnu með nafninu sínu á hina frægu „Walk of Fame“ götu í Holly- wood í desember síðastliðnum. Leikarahjónin Blake Lively og Ryan Reynolds vekja athygli hvar sem þau koma og þykja þau jafn- an vera glæsilega tilhöfð. Á ný- liðinni Golden Globe hátíð, þar sem Ryan var tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki í mynd- inni Deadpool, vöktu þau mikla athygli. Hann hreppti ekki verð- launin en gat huggað sig við það að þau hjónin þóttu sérstaklega vel til fara á rauða dreglinum og hlutu þá óformlegu titla hjá mörgum frétta- miðlum að vera „sætasta parið“ og „best klædda parið“. Ryan og Blake kynntust þegar þau léku saman í myndinni Green Lantern árið 2010 en seinni part ársins 2011 fóru að berast fregn- ir af því að þau væru meira en bara v i n i r. Í desember það ár kynnti Ryan Blake fyrir fjölskyldu sinni í Vancouver í Kanada og í júlí árið 2012 eyddi parið þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna með fjölskyldu Blake í New York. Eftir að hafa verið saman í eitt ár gengu þau Blake og Ryan í hnapp- helduna í september 2012. Rétt rúmum tveimur árum síðar til- kynntu þau svo að þau ættu von á barni og fæddist dóttir þeirra, James Reynolds, í desember 2014. Rúmum tveimur árum síðar, eða í september í fyrra, eignuðust Blake og Ryan sitt annað barn, dótturina Ines Reynolds. Lykilinn að farsælu hjónabandi segja þau vera vináttuna en Ryan og Blake hafa bæði sagt opinber- lega að þau séu bestu vinir og af myndum má dæma að þau séu líka afar ástfangin. Bera alltaf af á rauða dreglinum Ástin er oft hverful í kvikmyndaborginni Hollywood en leikararnir Blake Lively og Ryan Reynolds hafa verið hamingjusamlega gift í rúm fjögur ár. Þau þykja vera með glæsilegri pörum borgarinnar. Ef henda á í hollan þeyt- ing að morgni er gaman að nota til dæmis bara það sem er grænt á litinn í ísskápnum, enda líkur á að það sé allt hollt og gott. Í eftirfarandi uppskrift er allt grænt, hlutföllum má síðan hnika til að vild. Uppskriftin var fengin af síðunni www.bembu.com. ¼ af gúrku ½ lúka af spínati eða öðru dökkgrænu káli ½ lárpera 1 sellerístilkur 2 greinar fersk mynta 1 kíví 1 bolli vatn ½ epli Sletta af sítrónusafa. Blandið öllu saman í blandara og berið fram í háu glasi. grænn þeytingur Laugavegur 178 • 105 Reykjavík • Sími 551-3366 • misty.is Opið: mán - fös kl 10:00-18:00 • laugardag: kl 10-14 LAGERHREINSUN 40-70% AFSLÁTTUR AF SKÓM Á DÖMUR OG HERRA Ástin skín af þeim hjónum, Blake og Ryan. ParisarTizkan SKIPHOLTI 29B VERSLUNIN FLYTUR RÝMINGARSALA HAFIN 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E F -5 A 0 0 1 B E F -5 8 C 4 1 B E F -5 7 8 8 1 B E F -5 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.