Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 05.11.1999, Page 8

Víkurfréttir - 05.11.1999, Page 8
HELGARBLAÐ VF dagur í LÍFI SUÐURNESJAMANNS LEIKIÐ FYRIR DISCOVERY CHANNEL Fimmtudagurinn 7. olctóber 1999 Hjálmar Árnason í myndatöku með Ólafi bónda á Þorvaldseyri fyrir sjón- varpsþátt Discovery Channel. Miskunnarleysi klukkunnar algjört enda hún aðeins 5 að morgni. Engar refjar á fætur. Nóg þótti mér um þegar Skúli vinur minn Skúlason vélaði mig í líkamsræktina upp úr sex á morgnana en var ekki fult snemmt að vakna klukkan fimm? Skyldan kallar. Ekki á hverj- um degi sem Discovery Channel kemur til Islands. Tilefnið var það að í tímarit- inu New Scientist hafði verið tekið viðtal við okkur Jón Björn Skúlason (fyrrum MOA mann og Suðurnesja) um vetnisvæðinguna á Is- landi. Þáttastjórnendur á Discovery rákust á þetta og ákváðu að taka þetta atriði inn í þáttaröð sína um fram- farir í upphafi næstu atdar. Um er að ræða þáttasyrpu sem sýnd verður á Discovery Channel um mitt næsta ár og eru valin um 30 verkefni úr heiminum öllum þar á meðal vetnisvæðing íslands. Þess vegna vorum við Jón Bjöm að rífa okkur upp snemma á þess- um myrka morgni. Fyrsta hálkan Brautin óvenju fáfarin svona í bítið enda flugumferðin ekki byrjuð og vallarstarfsmennimir enn sofandi en Jón Bjöm vakn- aður. Tók hann upp í Hafn- arfírði og sóttum síðan stjóm- andann, hana Annamarie í Reykjavík. Mæltum okkur svo mót í Artúnsbrekkunni við kvikmyndatökuliðið. Það vom hressir strákar frá Saga Film m.a. sonur Magga Kjartans en Discovery leigði tæki og tól frá Saga Film fyrir litlar 60 þúsund krónur á tímann. Brunuðum austur til að ná dagrenningunni og á Hellis- heiðinni urðum við vör við fyrstu vetrarhálkuna þegar bíllinn tók örlítið að dansa, hinum ágæta stjórnanda til mikillar skelfingar. I fyrstu upptökunni vildi Annamarie fá að sýna Islendinginn úti í nátt- úrunni en hún hafði einhvern veginn þefað uppi að undirrit- aður væri áhugamaður um laxveiði. Völdum við því merkan stað, Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. Þar óðum við Jón Bjöm út með fínar flugustangir og tókum tilþrif með glæsi- legum köstum. I baksýn var Ægissíðufossinn kraftmikill og tignarlegur en tökuliðið á árbakkanum. Þegar við óðum aftur í land var Annamarie klökk. Tignarleiki fossins og rauðgylltur himinn í bakgmnni gerðu hana orðlausa. Beljufret á bíla Ur fossinum brunuðum við austur undir Eyjafjöll að bænum Þorvaldseyri sem er framsýnasta býli á Islandi. Þar hefur Ólafur bóndi Eggertsson komið sér upp einkarafveitu og einkahitaveitu sem hann nýtir til að þurrka sitt eigið korn, rækta vínber og epli en komið gefur hann kúnum. Ólafur er maður framsýnn og á sér þann draum að nýta hitaveituna enn frekar til að hita beljuskítinn og framleiða þannig metangas sem hann getur nýtt á trakt- orinn. Þetta er líklega einsdæmi í veröldinni um sjálfsþurft- arbúskap enda Annamarie hin ungverska hrifin mjög. Um hádegið vomm við komin að Geysi. Hann bregst aldrei og var drjúgum tíma varið í að mynda bóluna úr Strokki þegar hún springur og undirritaður látinn segja einhver orð inni í reyknum. Ekki minnkaði h r i f n i n g Annamarie en nú skund- uðum við á bílunum báðum til Suðumesja. Klofvega milli Ameríku og Evrópu Eftir ábendingu Jóa D. hjá MOA fórum við að góðri gjá við veginn vestan Grindavíkur (rétt hjá gamla íslandslaxi) þar sem hægt var að benda á flekakenninguna að störfum og vildi Annamarie mynda Jón Bjöm klofvega á milli Ameríku og Evrópu með sprunguna á milli sín. En það er einmitt þessi flekakenning sem orka Islendinga á að byggja á. Ekki dró úr undran Annamarie. Síðasti viðkomustaður þennan dag var sjálft Bláa lónið. Enn varð Annamarie dolfallin og kom ekki annað til greina en láta aðalviðtal við okkur Jón Bjöm fara fram úti á einni af bryggjunum. Með góðri aðstoð John Spencer, vaktstjóra, var slökkt á dælunum svo Saga Film liðið gæti filmað og hljóðsett undir hnitmiðaðri stjórn hinnar röggsömu Annamarie. Ekki var laust við pínulítið stolt okkar Jóns Bjöms yfir hrifningu gestsins, hrifningu yfir blámanum, reyknum, hrauninu, fjöllunum og íslenska hugvitinu í mann- virkjunum. Ekki slæm land- kynning. 100 milljón áhorfendur Tökurnar höfðu byrjað deginum áður og fóm einkum fram í þinghúsinu og umhverfis það. I framhaldinu kvaðst Anna- marie mundu klippa til þátt- inn og þumal- fingurreglan væri sú að fyrir hverja sýnda mínútu færu 3 klukkustundir í klippingu. Þarna er greinilega ekkert til sparað enda eins gott þegar 100 milljón áhorfendur skoða. Ég kvaddi Annamarie við Bláa lónið en Jón Björn skutlaði henni inneftir. Glöggt er gests augað og þó nú væri farið að líða á kvöldið var ekki laust við að þreytan viki fyrir ánægjunni, ánægju með að finna innilega gleði gestsins yfir náttúru- fegurð og möguleikum okkar Islendinga til að nýta vistvæna orku okkar. Var Annamarie þegar byrjuð að skipuleggja sumarleyfið með fjölskyldu sinni í þessu undurfagra landi sem kom henni stöðugt á óvart. Ekki þótti mér verra að áhugi hennar á Njálu var vakinn. Hjálmar Árnason, alþingismaður. :

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.