Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 10

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 10
Norskt fyrirtæki, Promeks ASA, hefur sótt um lóð undir kísilduftverksmiðju við Vita- braut á Reykjanesi. Lóðin er um 31 þús. fermetrar að stærð og staðsett mitt á milli saltverk- smiðjunnar og alkóhólverk- smiðjunnar. A umsókninni kemur fram að æskilegur byrj- unartími framkvæmda sé 15. nóvember 1999 og áætlaður byggingartími sé fjórir mánuð- ir. Skipulags- og byggingar- nefnd Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum þann 28. október s.l. að gengið verði frá formlegu deiliskipulagi fyrir viðkomandi lóð. Bæjarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar. íslenskt fyrirtæki fjárfestir í hátækniiðnaði Allied EFAhf. á um 16% hlut í Promeks ASA. Allied EFA hf. er samstarfsvettvangur Allied Resource Corp. og EFA hf. um fjárfestingar í framleiðslufyrir- tækjum á sviði orkufreks iðn- aðar, efnaiðnaðar og endur- vinnsluiðnaðar. Hlutafé félags- ins er 93 milljónir ísl.kr. Allied EFA hf. hefur keypt eignarhlut í þremur félögum sem eru starfrækt í Noregi. Þau heita Promeks ASA, SiNor AS sem framleiðir einkristalla úr mjög hreinum kísilmálmi en einkristallarnir eru skornir í kísilllögur sem notaðar eru við gerð korta og kubba í tölvu- og rafeindaiðnaði. Framleiðsluein- ingar allra þessara fyrirtækja em fremur litlar en em á sviði hátækni, þar sem notuð er um- talsverð raforka, varmaorka og kælivatn. Staðsetning slíkra framleiðslueininga á íslandi getur verið mjög ákjósanleg. Einkaleyfi Promeks ASA á hágæða kísildufti Fimm fyrirtæki eiga eignarhlut í Promeks ASA. Asamt Allied EFA hf. eiga ísraelskir, sænskir og norskir aðilar hlut í Promeks. Promeks ASA hefur unnið í nánu samstarfi við önn- ur norsk iðnfyrirtæki., að því að þróa aðferð til að framleiða kísilduft. Arangurinn af því staifi er að nú býr Promeks yfir einkaleyfi á nýrri aðferð til þess að framleiða hágæða kristallsfrítt kísilduft. Vinnslu- kostnaður með Promeks að- ferðinni er umtalsvert lægri en hefðbundinn vinnslukostnaður við framleiðslu á kísildufti. Hagkvæmt þykir að nota jarð- gufu við framleiðsluna en af henni er nóg á Reykjanesi. Skapar mörg ný störf Um er að ræða tilraunaverk- smiðju sem verður rekin í 8-12 mánuði áður en ákveðið verður hvort hún verður stækkuð. I til- raunaverksmiðjunni verða framleidd um 500 tonn á ári af kísildufti. Ef af stækkun verður þá verður verksmiðjan gangsett 1 .júní 2002 og framleiðslan verður um 20.000 tonn á ári. Aætlaður fjöldi starfsmanna er 35 manns, fyrir utan þá sem munu starfa við flutninga á vegum fyrirtækisins. Arleg velta er áætluð um 23 milljónir dollara. Hráefni Fyrst um sinn mun Pomeks einbeita sér að því að nota vik- ur, úr Heklu, og innflutt kvars sem hráefni, en hráefni til vinnslunnar geta verið margs konar. Svo sem kvars unnið úr kvarsnámum í Noregi, kísilryk frá járnblendiverksmiðjum, ýmis kísilrík jarðefni svo sem líparít og vikur. Ennfremur er hugsanlegt að vinna kísilduftið úr kísil sem fellur út við jarð- gufuholur á Reykjanesi, en til- raunir með þann kísil eru stutt á veg komnar. Vaxandi markaöur fyrir kísilduft í heiminum Heildarmarkaður á heimsvísu fyrir kísilduft af þeirri gerð sem Promekst hyggst framleiða, er um 1.375.000 tonn á ári. Mark- aðurinn fyrir kísilduft er vax- andi og í örri þróun en er duftið til rnargra hluta nytsamlegt. Það er m.a. notað sem íylli- og íblöndunarefni í gúmmí, máln- ingu, skósóla, tannkrem, hjól- barða og sem burðarefni fyrir hvata til iðnaðamota. Umhverfisáhrif Verkfræðistofunni Hönnun hf. var falið að kanna umhverfisá- hrif af verksmiðjunni. Helstu niðurstöður Hönnunar hf. voru þessar: „Til þess að segja með nokk- urri vissu hvað gerist ef efni úr ferlinum sleppa út í náttúruna þyrfti að framkvæma áhættu- greiningu. Það sem hægt er að segja án frekari greininga er að ekki er fyrirséð að þau efni sem eru í ferli Promeks verksmiðj- unnar skapi meiri hættu en þau efni sem unnið er með í Kísil- iðjunni [Mývatnssveit] með núverandi hráefni.” 1 ljósi þessara niðurstaðna má ætla að umhverfisáhrif kísil- duftverksmiðjunnar ættu ekki að koma í veg fyrir að staðsetja hana á Reykjanesi. Ljóst er þó að áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur um bygg- ingu kísilduftverksmiðju í iðn- aðarstærð, verður að fara fram umhverfismat fyrir þá verk- smiðju og áhættugreining.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.