Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 12

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 12
HELGARBLAD VF # viðskipti OG ATVINNULÍF íslenskt hugvit í hdvegum Uaft hjá Sólningu í Njarói" Harðkornadekk njóta auk- inna vinsælda á íslandi og sífellt fleiri kjósa að aka á harðkorna dekkjum frekar en nagladekkjum. Það eru hins vegar færri sem vita það að harðkornadekkin eru fram- leidd á Suðurnesjum. Hjá Sólningu í Njarðvík starfa nú 5-6 manns við framleiðslu hjólbarða og þrátt fyrir að unnið sé fram á kvöld og um helgar nær fyrirtækið ekki aö anna eftirspurn. Þrjú ár eru síðan Sólning flutti alla hjól- barðaframleiðslu sína til Njarðvíkur en áður hafði verksmiðjan verið í Kópa- vogi. Sólning hefur sólað hjólbaröa í 30 ár og verið leiðandi fyrirtæki á því sviði. Hilmar Bragi Bárðarson, blaöamaður, tók hús á Sóln- ingarmönnum og kynnti sér þessa merkilegu framleiðslu. Páll Arnason framleióslustjóri Sólningar viröir fyrir sér harókornadekk sem er nýkomið úr framleiðslu hjá Sólningu i Njarðvík. Harð komadekljjL framleidd á Suðumesjum íslenskt hugvit Það er fyrirtækið Nýiðn hf. sem hefur á undanförnum árum þróað nýja tegund hjól- barða undir heitinu hraðkoma- dekk. Þau eru alfarið íslenskt hugvit Olafs Jónssonar. Miklar rannsóknir liggja þar að baki og er verkið styrkt af Evrópu- sambandinu. Sólning sem hefur einkaleyft á framleiðslu, dreifingu og sölu á harðkoma- dekkjum á Islandi, Grænlandi og í Færeyjum. Harðkomadekkin eru einkum ætluð til vetraraksturs en ekkert er því til fyrirstöðu að dekkin u.. .... ... ! séu notuð allt árið. Harðkoma- Hjolbarðar solaöir hja Solnmgu . Njarövik. dekkin eru líka umhverfisvæn og slíta gatnakerfinu 93% minna en venjulegt nagladekk. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á dekkjunum, s.s. við- náms- og hávaðamælingar. Rannsóknir sýna m.a. að harð- kornadekkin koma vel út í þunnri ísingu, sem er algengt hér á Suðumesjum yftr vetrar- mánuðina. Dekk í mikilli sókn Páll Amason, framleiðslustjóri Sólningar, sagði harðkorna- dekkin í mikilli sókn. Þannig haft aukningin verið um 50% milli tveggja síðustu ára og nú sé að hefjast nýtt dekkjatíma- bil, þegar fólk skiptir af sumar- dekkjum yftr á vetrarhjólbarða. Sólning framleiðir einnig hjól- barða án harðkorna, bæði sumar- og vetrardekk en sú framleiðsla er til almennrar dreifingar á öll dekkjaverk- stæði. Framleiðsla „hefð- bundinna" hjólbarða er sem stendur umfangsmeiri en harðkomadekkja. Framleiðsla harðkomadekkja er þó vaxandi og annar engan veginn eftir- spurn. Akveðnar stæðrir eru framleiddar í verksmiðju Sólningar í Njarðvík en aðrar fluttar inn frá frameiðanda harðkomadekkja í Svíþjóð og Kanada.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.