Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 23
mannafélagsins Mána. Hestar hafa alltaf höfðað til mín.” Gunnar nam hestamennskuna af Rúnari og föður sínum heitnum. „Ég var á bólakafi í íþróttum á ineðan Rúnar var í hesta- mennskunni. Eftir að ég gaf mig í hestamennskuna þá hefur hún átt hug minn allan, segir Gunnar.” Dekraö við fólk og hesta Rúnar er hrossaræktarráðu- nauturinn að Kvíarhóli. Gunnar rekur gistiheimilið og hesta- leiguna. Þeir sjá báðir um tamningar. A Kvíarhóli er hægt að gista, fara á hestbak og láta svo þreytu líða úr sér í heita pott- inum. Gunnar er stórkokkur og eldar dýrindis krásir ofan í gestina. Bræðurnir hafa tekið alla eignina í gegn. Þeir endumýjuðu 250 fermetra reiðskemmu og einnig 250 metra upplýstan keppnis- völl. Hesthúsið hjá þeim er sérlega flott og hestamir geisla af góðri umhirðu. Þar er m.a.s. vatnsbað fyrir hestana. Bræðumir taka að sér að hugsa um hross fyrir aðra allan veturinn. Eig- endur þeirra hrossa sem hafa t.d. ekki tíma til daglegrar umhirðu en vilja njóta hestsins. Eigendurnir koma þá í heimsókn að Kvíarhóli og fara á hestbak. Þetta er lúxusþjónusta fyrir hesta- áhugafólk. Hestar í háum gæðaflokki Bræðurnir eru sarnan með hrossaræktina og hún hefur skilað þeim nokkrum hryssum í ættbók. Stóðhesturinn Kol- stakkur, sem er glæsilegt hross frá þeim, fékk l.verðlaun í vor, svo þeir telja sig vera á réttri leið. Þeir segjast vera mjög krítískir á hrossin í ræktun. Það Það hefur verið afar gestkvæmt hjá þeim bræðrum í sumar, bæði Islendingar og útlending- ar hafa dvalið hjá þeim. „Uppbyggingin hefur verið mikií undanfarin tvö ár og nú erum við að byrja sjá árangur eríiðisins. Við þurftum að endumýja hús og girðingar. Þetta hefur verið talsvert kostn- aðarsamt en þó þess virði. í dag vinnum við hörðum hönd- um að markaðssetningu.” Bræðurnir eru ánægðir með hvað allt hefur tekist vel. Þeir kunna einnig afskaplega vel við sig í sveitinni og segjast ekki vilja fara aftur á mölina. Héma er kyrrð og ró. Ekkert stress. Engin læti. „Maður er þó alltaf með sterkar taugar til Keflavíkur og fólksins þar. Það er svo gott fólk í Keflavík og manni þykir afskaplega vænt um það.“ Þeir eru sammála um þetta. Þá langar mikið til að fá fleiri af þessu svæði til að koma í sveitina til þeirra. „Við bjóðum alla Suðurnesja- ntenn velkomna til okkar í afslöppun og ævintýri á hest- um. Hérna eru mjög fallegar reiðleiðir. Við eigum allan búnað sem til þarf. Við getum m.a. kennt fólki undir- stöðuatriði í reiðmennsku og leiðbeint því í umhirðu hests- ins. Við viljum sjá sauma- klúbba, smíðaklúbba og fólk á öllum aldri koma hingað. Héma getur öllum liðið vel.” TEXTI 0G MYNDIR: MARTA EIRÍKSDÓTTIR sem þeir telja minnsta vafa á að skili sér ekki í ræktuninni af- setja þeir. Með þessu móti fá þeir góð hross. Markmiðið er að rækta úrvals tölthross. Enda eru mörg efnileg tryppi að koma upp. Þeir selja hross á öllum stigum tamningar. Fólk er þegar farið að bera víumar í unghrossin. Draumastaður HELGARBLAÐ ...alltaf á föstudögum 898 Wm FRÉTTA- qg myndjwakt ..... IvHÍ® h :íg ' ALLAN SÓLARHRINGINN!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.