Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 26
Páll Guðlaugsson,
þjálfari Keflavíkur
nýkominn frá Brasilíu:
Stórleikur í handbolta í Ljónagryfjunni:
Njarðvíkingar
þyngri, huggulegri og
algjörlega óþreyttir
Á morgun á óvenjulegur at-
burður sér stað í íþróttahús-
inu í Njarðvík. Topplið KA
kemur í heimsókn og leikur
gegn þekktum, göinlum
handboltakempum af Suður-
nesjum. Njarðvík er með í
bikarkeppni KSÍ 1999-2000.
Næstum því tíu ár eru liðin
síðan Njarðvík sendi lið til
keppni í handbolta.
„Handboltamenn á Suður-
nesjum hafa hittst árlega, á
öðrum í jólum, og leikið
handholta", sagði Ólafur
Thordersen, handboltakappi
og pólitíkus.
„Handboltinn lenti í krísu fyrir
nokkrum árum og hefur ekki
náð sér á strik aftur. Nú fá Suð-
urnesjamenn að sjá topplið í
handbolta aftur. Þótt KA liðið
sé vissulega sterkara á pappír
þá hefur Njarðvíkurliðið ákveð-
na kosti fram yfir norðanmenn.
Við erum þyngri, miklu huggu-
legri og algjörlega óþreyttir.
Svona í alvöru þá lofa ég að
þetta verður skemmtilegur dag-
ur enda er þátttaka Njarðvíkur-
liðsins í bikarkeppninni til þess
að hafa gaman af og til að
tryggja að handboltaíþróttin
gleymist ekki á Suðumesjum.
Flestir leikmenn Njarðvíkur-
liðsins eiga langan handbolta-
feril að baki, komnir yfir þrimgt
allir saman og sumir yfir fertugt
þó við lítum ekki út fyrir að
vera deginum eldri en tvítugt”
sagði Olafur ennfremur.
Gamanið hefst strax eftir há-
degi því Kl. 13 hefst leikur
„Old Girls“ FH og úrvalsliðs
Suðurnesja en aðalleikurinn
hefstkl. 15.
I hálfleik mætast stálinn stinn,
Hilmar Jónsson stúkukóngur
og Jón Már Harðarson súlu-
kóngur í vítakeppni.
Fjórir nýir leikmcnn mættu
á æfingu hjá A-deildarliði
Keflvíkinga í vikunni. Páll
Guðlaugsson er nýkominn
heim frá Brasilíu þar sem
hann sótti þjálfaranámskeið í
knattspyrnu.
Rúnar Arnarson, formaður
knattspymudeildar Keflavíkur
sagði að leikmannamál væru
óráðin en þó þætti það eflaust
frétt að enginn leikmaður með
liðinu í sumar er á leið frá lið-
inu. Fjórir nýir mættu á æfrngu
í vikunni en það eru Guð-
mundur Steinarsson, fyrrum
Keflvíkingur en lék með KA
sl. sumar, Vilhjálmur Vil-
hjálmsson frá Val, Nígeríumað-
urinn Saint Paul Edeh semvar
hjá Fram í lok sumars og
markvörðurinn Pavle pavlovic
frá Júgóslavíu en hann hefur
varið mark Isfirðinga og Bol-
víkinga síðustu árin. Rúnar
sagði ekkert ákveðið með
þessa leikmenn nema Guð-
mund. Hans mál væm á loka-
stigi.
Páll leit á brasilíska leikmenn í
ferð sinni. Rúnuar sagði að það
væri möguleiki sem yrði skoð-
aður að fá Brassa til Keflavík-
ur. Við segjum nánar frá
Brasilíuför Páls í næsta helgar-
blaði.
r
Maður vikunnar
Leiðinlegt að taka til og þrífa
Maður vikunnar að þessu
sinni erenginn annaren Frið-
rik Ingi Rúnarsson þjálfari
körfuboltaliðs Njarðvíkur.
Árangur hans með liðinu í
gegnum árin hefur verið stór-
góður og söknuðu hans marg-
ir körfuboltaáhugamenn þeg-
arfóryfirtil Grindavíkur um
tíma. Fyrsta umferð bikarúr-
slitakeppninnar í körfuknatt-
leikerhafin og svoilla vildi
til að bestu lið lansins,
Kefiavík og Njarðvík drógust
saman. Leikurinn var
æsispennandi en Njarðvík-
ingarnáðu sigrinumá
lokamínútunum. Friðrik
dró ekkert af sér á meðan
á leiknum stóð, frekar en
vanalega.
Nafn: Friðrik Ingi Rúnarsson
Fædd/-ur hvar og hvenær:
Keflavík, 18. júnf 1968
Stjörnumerki: Tvíburi
Atvinna: Þjálfari
Laun: Ágæt
Maki: Anna Þórunn
Sigurjónsdóttir
Börn: Steinar Bjarki 14 ára,
Karen Elísabet 6 ára og
Sigurjón Gauti 20 mánaða
Bifreið: Toyota Avensis
Uppáhaldsmatur: Kalkúnn
Versti matur: Súrmeti
Besti drykkur: Fjörmjólk
og....kók (verð að hætta)
Skemmtilegast: Að vera
með fjölskyldunní uppí bú-
stað og að fylgjast mæð
körfubolta.
Leiðinlegast: Taka til og
þrífa bílinn.
Gæludýr: Hamstur
Skemmtilegast í vinnunni:
Þegar leikir vinnast
Leiðinlegast í vinnunni:
Þegar leikir tapast
Hvað kanntu best að meta í
fari fólks: Heiðarleika og
húmor
En verst: Óheiðarleika
undirferli og neikvæðni
Draumastaðurinn: Heima
hjá mér
Uppáhalds líkamshluti á
konum/körlum: Líkami
kvenna er ágætur eins og
hann leggur sig
Fallegasta kona/karl fyrir
utan maka: Leikkonan í
myndinni True
Spólan í tækinu: Körfu-
boltaspóla allan sólarhringinn
Bókin á náttborðinu: Ævi-
saga Sir Alex Ferguson
Uppáhalds blað/tímarit:
FIBA monthly
Besti stjórnmálamaðurinn:
Man ekki eftir neinum!
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Fóstbræður
íþróttafélag: UMFN,
Liverpool og 76ers
Uppáhaldskemmtistaður:
Stapinn NJARÐVÍK
Þægilegustu fötin: íþróttaföt
Framtíðaráform: Að lifa
góðu lífi með fjölskyldunni
Spakmæli: Augu húsbónd-
ans gera meira en hendur
hans!!!!!!!
~l
Friörik Ingi Rúnarsson
þjálfari körfuboltaliðs
Njarðvíkur.
J