Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRETTIR FYRST & FREMST íslenskur „her“ á fjárlög Gert er ráð fyrir 500 þúsund króna styrk til Bláa hersins á fjárlög- um fyrir árið 2003. Blái herinn er flokkur kafara við Sportköfunarskóla ís- lands sem hcfur sagt rusli og drasli í höfnum Suður- nesja stríð á hendur. í sam- starfi við Hafnasamlag Suöurncsja og Hollustu- vernd ríkisins hefur Tómas J. Knútsson köfunarkenn- ari fengið sína menn til hreinunarátaks þar sem all- ar hafnir innan Hafnasam- lags Suðurnesja verða hreinsaöar neðansjávar. Tómas segir að þessi styrkur muni styrkja baráttu Bláa hersins í baráttu sinni fyrir hreinna hafi og segir hann að styrkurinn sé mjög mikilvæg- ur fyrir starfsemi Bláa hers- ins. Jólablaðið er ínæstu viku! Opið um helgina á skrifstofu Víkurfrétta Stminn er 421 0000 Fiskréttir Fylgifiska í Samkaup Guðbjörg Glóð Logadóttir hefur rekið fiskbúðin Fylgifiska frá því í sumar, en fiskbúðin er staðsett á Suðurlands- braut 10 í Reykjavík. Fiskbúðin sérhæfir sig í gerð fjölbreyttra fiskrétta og er yfirbragð búðarinnar mjög snyrtilegt og suðrænt þar sem ilmandi fiskréttir eru á boðstólum. Guðbjörg segir að einungis sé á boðstólnum hágæðafiskur af Suðumesjum og er boðið upp á yfir 30 fiskrétti. í desember munu Samkaup hefja sölu á fiskréttum frá Fylgifiskum og segir Guðbjörg að samstarfið við Samkaup byggist á tilraun í desember: „Samkaup mun bjóða upp á tvo rétti til að byija með, Ysu Tikka Masala sem er indverskur karrý réttur og Karfa með feta osti og grófu sinnepi en þetta eru hvort tveggja ofnréttir sem þurfa 12 mínútur í 180 gráðu heitum ofni,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Ef að þetta gengur vel þá hyggjum við á frekara samstarf, skiptum út réttum og von- umst til að komast inn í fleiri Samkaupsbúðir" segir Guðbjörg að lokum. Hagkaup lokaö vegna freonleka Ollum viðskiptavinum og starfsmönnum Hag- kaups í Njarðvík var vísað út úr versluninni af lög- reglu og slökkviliði þar sem eitruð lofttegund lak útaf kælikerfi á lager verslunar- innar. Starfsmenn urðu varir við mikinn reyk á lager og kölluðu til slökkvilið. Slökkvilið Brunavama Suður- nesja og lögreglan í Keflavík voru send á staðinn. Háanna- tími var i versluninni og tals- vert af fólki í húsinu. Ollum var vísað út og tók sú aðgerð skamman tíma. Fljótlega tókst að loka fyrir kút við kælikerfíð sem lak og við- gerðarmenn gerðu við bilun- ina. NONAME COSMETICS ICELAND KYNNING A MORGUN FÖSTUOAG AFSLATTUR Veriö velkomin, Apótek Keflavíkur SNYRTIVÖRUDEILD Suðurgötu 2 - Keflavík Johann Geirdal forseti bæjarstjórnar: Nýjung í íslenskri pólitík Afundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag stjórnaði Jó- hann Geirdal, fulltrúi minni- hluta bæjarstjórnar fundi sem forseti bæjarstjórnarinn- ar. I bæjarstjórninni sitja 11 einstaklingar, 6 frá Sjálfstæð- isflokki, 4 frá Samfylkingu og 1 frá Framsóknarflokknum. 1 upphafi fundar sagði Jóhann að þetta væri nýlunda í íslensk- um stjórnmálum, allavega í bæjarstjóm Reykjanesbæjar, að forseti bæjarstjómar komi frá minnihlutanum. Árni Sigfús- son bæjarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri til marks um það hve gott sam- starf væri í bæjarstjóm Reykja- nesbæjar. Jóhann Geirdal stýrði fúndin- um af mikilli prýði. 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.