Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 05.12.2002, Side 10

Víkurfréttir - 05.12.2002, Side 10
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR___________________BÆKUR OG AFÞREYING ,.-r . T f REYKJANESBÆR J V á j óktrénu við Tjamargötutorg 7. desember 2002 ld. ljj DAGSKRÁ: x •BlásarasveitTónlistíirskólaRcykjajiesbæjar •Söngvarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar syngja •Kjell H. Halvorsen sendiherra Noregs afliendir jóalatréið seni er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar •Tendrnn, Eyrún Ósk Magnúsdóttir nemandi í 6. bekkMylIubakkaskóla •Ávarp, Björk Guðjónsdóttir forsetibæjarstjómar •Söngvarar frá Tónlistarskóla Rcykjanesbæjar syngja jólalög og sábna •Jóiasveinar koma í heimsókn ganga mn svæðið •Heims mn ból - söngvarar Tónlistarskólans •Heitt kakó í boði foreldrafélags Tónlistarskc Bíómynd og bók úr gamla bænum: Samkaup gefur bókina „Didda og dauði kötturinn" Samkaup hf er einn af styrktaraðilum Krist- laugar Sigurðardóttur og ísMedia við gerð myndar- innar Dauði kötturinn og út- gáfu bókarinnar Didda og dauði kötturinn. Sagan sem gerist í gamla bænum í KeOavík segir sögu ungrar stúlku sem fær kröftuga sjón eftir að hafa dottið ofaní íýs- istunnu. Stúlkan kemst á snoðir þorpara sem ieynast í næsta húsi og iendir í ævin- týrum við að upplýsa glæp. Sagan er spennandi og skemmtileg unglingasaga. Samkaup hf. hefur ákveðið að gefa nokkur hundruð eintök af bókinni og dreifa þeim á bæjar- bókasöfn og skólabókasöfn á þeim stöðum þar sem verslanir Samkaupa eru, en það er á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Akra- nesi, Isafirði, Bolungarvík, Ó- lafsfirði, Siglufirði, Dalvík Ak- ureyri, Húsavík og síðan eru verslanir um Austurland. Sl. fostudag voru afhent eintök af bókinni á Bókasafn Reykja- nesbæjar, - Grindavíkur, - Vatnsleysustrandarhrepp,- Sandgerðis, - Gerðahrepps og skólabókasöfnum á sama svæði. Pabbi, viltu gefa mér bókajól? Hvaða foreldrar kannast ekki við innilegar óskir barna sinna eftir nýjustu ieikföngum eða öðru því sem hugur- inn girnist mest í miðju flóði auglýs- inga. Areitin dynja á okk- ur allan lið- langan daginn, úr öilum átt- um og frá ölium fjölmiðlum, þegar það eina sem við raun- verulega þráum er friðsæl stund. Og hví ekki að veita sér hana? Mér eru í barnsminni lestrar- stundir við hlið foreldra minna og afa míns. Ef til vill hefur það einfaldlega verið þeirra að- ferð við að koma guttanum í ró á kvöldin en mér var þetta dýr- mæt stund og ómetanlegt veg- arnesti út i lífið. Þau vöktu nefnilega áhuga minn á lestri. Og fyrir það verð ég Eiríki afa mínum, pabba og mömmu æv- inlega þakklátur. Eg man vel eftir ýmsum skemmtilegum jólagjöfum í barnæsku minni en engar eru þó betri en þær stundir sem ég átti yfír góðri bók. Þar opnuð- ust mér furðuheimar með ótal stórkostlegum persónum, sem kveiktu ímyndunaraflið í strák- pjakknum og urðu endalaust tilefni leikja og meiri lestrar. Pétur Pan, Kári litli (og auðvitað Lappi), Árni í Hraunkoti, Sandhóla- Pétur, Jakop ærlegur,Villi valsvæng- ur, Stikkilsbeija Finnur og fé- lagar og jafnvel Baldintáta, já listinn er endalaus. Allt voru þetta persónulegir vinir mínir. Böm hafa gaman af sögum og vísum írá unga aldri. Þegar þau em nokkurra mánaða er gott að sýna þeim myndabækur en fljótlega hafa þau gleði af rím- um og þulum, bamalögum og fingraleikjum. Síðan fara þau að átta sig á söguþræði og kunna vel að meta sögur með endurtekningum. Helst vilja þau heyra söguna aftur og aflur og síðan ennþá aftur. Þannig safna þau orðum, leika með þau og búa til ný orð. Það er hverju bami mikilvægt að fullorðnir gefi sér tíma með þeim, lesi fyrir þau og spjalli við þau um söguefhið. I fýrsta lagi er það svo skemmtilegt og í öðm og þriðja lagi þá eykur það þroska barnsins og orða- forða. Að ekki sé minnst á hlýju og innileika slíkrar sam- vemstundar. Því gleymir bam- ið aldrei. Stafakarlar, Múmínálfar; Harry Potter, Míó, Einar Áskell, Kuggur Blíðfinnur, Lína langsokkur, Bert og Kafteinn Ofurbrók, og margir fleiri hafa komið í stað minna gömlu vina og vonandi em mötg böm sem tengst hafa þeim vinarböndum. Góð bók er sannarlega góð jólagjöf, en lestrarstundin sem þú átt með bami þínu er ennþá betri gjöf. Gleðileg fjölskyldu- jól. Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.