Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR SJÁVARÚTVEGSMÁL ______ burt! Johan D.Jónsson iistamaður des- embermánaðar Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnar- götu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum menn- ingarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ. Listamaður desembermán- aðar er Johan D. Jónsson. Hann er fæddur 17. desem- ber 1945 í Reykjavík en hef- ur búið í Reykjanesbæ frá 1992. Johan D. hefur starfað sem ferðamálafiilltrúi Suð- umesja til þessa dags. Hann hefur ferðast mikið um svæðið og tekið fjölda ljós- mynda sem notaðar hafa verið í margs konar útgáfur í bækur og rit. Nú hefur hann hafið vinnu við verkefnið; Reykjanes í litum. Mynd desembermánaðar, Karlinn, er hluti af því verkefni. Jo- han D. sótti námskeið í Myndlista og handíðaskól- anum í Reykjavík á yngri árum og hefúr nú tekið upp aflur kynni sín af myndlist- inni. Hann hefur sótt nám- skeið hjá Baðstofunni þar sem kennt hafa t.d. Eiríkur Smith, Reynir Katrinarson og Sossa. Menningarfulltrúi Jólaljósin tendruðí Sandgerði Ljósin á jólatré Sand- gerðinga við Grunn- skólann verða tendruð þriðjudaginn 3.desember kl. 18:00. Flutt verður hátíðarávarp, kirkjukór Hvalsneskirkju flytur nokkur jólaiög og heyrst hefur að jólasvein- arnir muni taka forskot á sæluna og kíkja í bæinn. Aö tendrun lokinni verður opið hús í Grunnskólan- um þar sem bæjarbúum er boðið að kynna sér breytingar á húsnæði skól- ans. I sal skólans mun Foreldra- félag Grunnskólans bjóða upp á kakó og piparkökur. - segir Baldvin Nielsen í Reykjanesbæ í grein til blaðsins Kvótakerfið er ekki fisk- veiðikerfi með þjóðar- hagsmuni í fyrirrúmi, heldur hagsmunakerfi fyrir fáa útvalda. Greinarhöfund- ur vill sjá að kvótakerfið verði afnumið í áfóngum. Þetta er skaðræðis kerfi sem veldur hruni byggða, fækkun íbúa, minni atvinnu og rýrir eigur fólks. Fátækt hefúr stór- aukist í landinu síðan kvóta- kerfið kom á. Fátæktin veldur ýmsum félagslegum vandamál- um sem hafa neikvæð marg- feldisáhrif inn í þjóðfélagið. Einstaklingar hætta við fram- kvæmdir, iðnaðarstörfúm fækkar og svo má lengi telja. Við getum hæglega séð afleið- ingamar í þeim byggðarlögum þar sem enginn kvóti er. Byggðarlögin halda áfram að vera til en atvinnan er horfin. Ekki er minni vá þar sem kvót- inn er, því vissan um hve auð- velt er að breyta byggð í tómar tóftir, aðeins eitt pennastrik, hefur lamandi áhrif á allar framkvæmdir og vonir samfé- lagsþegnanna fyrir bættu sam- félagi. Því eigum við okkur sameiginlega hagsmuni, flest öll: Kvótakerfið burt. Rök í stuttu máli: Lítum nú aftur yfir sviðið. Við sölu kvótans úr byggð, tapar fólkið atvinnu sinni í byggðar- laginu en kvótaeigandinn fær oftast einn örugga framtíð. Mismunun þeirra sem áður áttu sameiginlega atvinnu, hags- muni í sjósókn og veiðirétti sjávarbyggðanna, er algjör. Margfeldisáhrifin eru það víð- tæk að þau ná jafnvel til Stór- Reykjavíkursvæðisins sem hef- ur haft þann starfa m.a. að þjónusta landsbyggðina. Þar em afleiðingar kvótakerfis- ins að koma í ljós með stór- auknu atvinnuleysi, samdrætti hjá iðnaðarmönnum og í skild- um greinum, minnkandi versl- un, aukin fátækt sem leiðir oft til upplausnar hjá fjölskyldum. Homsteinn samfélagsins, heimilið er orðið að skotspóni þessarar þróunar og ungdómur- inn ráfar um í hringyðunni í til- finningalegri áþján. Þeir sem fengu sjálftökuréttinn með leyfi stjómvalda á óveidd- um fiski í sjónum hafa það í hendi sér hvort fólkið missir vinnu sína og eigur. Lausn fólksins er að leggja á flótta til Stór-Reykjavíkur- svæðisins í leit að betra lífsvið- urværi og félagslegu öryggi en þar taka því miður biðlistamir við. Uggvænlegt er hve stór hópur af þessum duglega kjama vinnandi fótks hefúr síð- an ákveðið að flytja af landi brott. Kvótakerfið sem átti að tryggja atvinnu, byggð og uppbygg- ingu bomfisksstofnana hefúr algjörlega bmgðist. Kvótaokurleigan hefúr leitt til ofúráherslu á veiðum á stór- fiski. Þar hafa kvótalausu útgerðimar verið fremstar í flokki. Það er grátlegt að sjá, í blindri örvæntingu, leiguliðana og sjó- menn þeirra lenda í þeirri á- nauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 150 kr. pr. kg. og bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðimar fara í þrot. Hins vegar hafa kvótaeigendur sem hafa leigt kvótann ffá sér á þessu okurverði verið í góðum málum, þurfa aðeins að fara í bankann með peningana. Þessi atvinnustarfsemi útheimt- ir off einungis einn mann til starfa. Sóknarstýringarkerfi STRAX!! Það er fiskveiðakerfi með þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi og er hagsmunakerfi fýrir alla sem búa á Islandi, um ókomna ffamtíð. Greinarhöfúndur vill sjá strand- veiðiflotann í sóknarkerfi og á veiðarfærastýringu svo fljótt sem verða má. Byija á sóknarstýringu sem fyrst á smærstu skipunum, þeim sem em með kyrrstæð veiðarfæri. Það er fyrsta aðgerð til að kom- ast út úr kvótabraskskerfinu. (Hér er átt við veiðar smábáta- flotans og stærri dagróðrabáta.) Þá fer að færast líf í hafnir og bryggjur landsins. Rök í stuttu máli: Veiðum strandveiðiflotans verður illa stjómað í kvóta- kerfi. Kvótinn kallar lfam val úr aflanum og verðmæti fara fyrir bí, brottkastið verður að vemleika. Þessir milljarðar sem þannig fara í súginn, væri betur komnir í lífæð hagkerfisins sem þýddi bætt lífskjör hjá al- menningi, minni fátækt, um- fang verslana ykist og iðnaðar- menn fengju í nægu að snúast og svo ffv. Með kvótasetningu á smábát- ana (einyrkjana) er enn á ný, með vitund og vilja stjómar- liða, vegið að rétti fólksins í sjávarbyggðum. Um síðustu áramót vom skattar lækkaðir úr 30% í 18% hjá einkahlutafélögum. Tilgangur þess var og markmið að fyrir- tæki flyttu ekki úr landi með starfsemi sína. Arangurinn má glögglega sjá og dugir að nefna Ramma í eigu Byko í Reykja- nesbæ sem dæmi en sú starf- semi er að hætta hér og flytja erlendis. Þessi hagræðing stjómavalda hefúr hinsvegar ýtt á einyrkjana í smábátaútgerðinni að búa til einkahlutafélög til að borga lægri skatta. Þetta opnar leið, möguleika kvótaeigenda til að selja kvót- ann sinn og gefúr það vemlega skattalækkun af söluhagnaðin- um. í grein Morgunblaðsins dags. 01.12. '02 “Hrópandi óréttlæti” fer formaður Sambands ís- lenskra Sveitarfélaga hörðum orðum um þessa skattalækkun og telur að sveitarfélögin tapi milljarði nú í ár vegna þessara breytinga á lögum. Er ekki grátbroslegt að sjá fúll- trúa Sjálfstæðisflokksins í þess- ari stöðu? Hefði ekki verið nær að sjá þennan milljarð fara í velferð- armálin hjá sveitarfélögunum, og inn í heilbrigðismálin en hann er aðeins milljarður af mörgum sem hægt væri að ná ífam með víðsýnni aðgerðum og markvissari stjómun fiskveiða. Sóknarkerfið er sú leið sem tryggir marga milljarða viðbót inn lífæð þjóðarinnar, veiðar og vinnslu og yrði það að vera fyrsta verk aðila vinnumarkað- arins að stórhækka laun fisk- vinnslufólks í samræmi við ná- grannalöndin. Þegar atorkan og áhuginn hjá fólkinu snérist að fiskvinnu myndi það stór- auka verðmætasköpunina og kæmi öllum til góða. Með því að aðskilja veiðar og vinnslu, eins og er í öðrum löndum, myndi sú aðgerð ein styrkja fiskmarkaði og auð- velda þeim aðilum sem málið varðar að sjá hver hin raun- vemlega staða væri hjá útgerð og fiskvinnslu, hveiju sinni. Frystitogarar, nótaveiði- og flottrollsflotinn gæti verið á- ffam í ffamseljanlegu lokuðu kvótakerfi, sin á milli, þar til komið væri á fymingarkerfi. Þetta fymingarkerfí mætti vera á þá lund að næstu 5 árin myndi kvótinn fymast að fúllu, þ.e.a.s. 20% afkvóta yrði fymdur á ári hveiju. Þessi ffamkvæmd yrði að vera í góðu samstarfi við hlutaðeig- andi og þeim tryggð aðlögun. Baldvin Nielsen Reykjanesbæ. 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.