Víkurfréttir - 05.12.2002, Side 24
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
FYRST OG FREMST
Borgartúni, Reykjavik.
Bíldshöfða, Reykjavík.
Smiðjuvegi, Kópavogi.
Dalshraun, Hafnartirði.
Hrísmýri, Selfossi.
Dalbraut, Akureyri.
Grófinni, Keflavík.
Lyngási, Egilsstöðum.
Álaugarvegi, Hornafirði.
www.bilanaust.is
^ ÍBHanaurt
y' Ótrúlegt vöruúrval
s Eitthvað fyrlr alla
s Sérpantanir, hraðþjónusta
@Bnaust\
^^^^SÍmi6359ÖÖ0
Jólaskemmtun sunddeildar ÍRB var haldin sl. sunnudag á veitingastaðnum Ránni í Keflavík en nú í
seinni tíð hefur þetta einnig orðið að nokkursskonar uppskeruhátíð því sundárið er að enda og nýtt
byrjar um áramótin. ÍRB hefur staðið sig með eindæmum vel í ár og náð öllum bikurum sem í boði
voru nema bikarnum á aldursflokkamóti (slands (AMÍ) þar sem liðið endaði í öðru sæti.
ÍRB sigraði í bæjarkeppni miili
Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar
Bæjarkeppni í sundi milli
Hafnarfjarðar og
Reykjanesbæjar fór fram
í Sundhöll Hafnarfjarðar sl.
laugardaginn. Lið ÍRB hélt sig-
urgöngu sinni áfram og unnu
SH í flokki B- og C-liða en ein-
nig samanlagt.
Sömu reglur giltu í bæjarkeppn-
inni og á Bikarkeppni SSI, sund-
maður fær stig skv. alþjóðlegri
stigatöflu þar sem heimsmet gef-
ur 1000 stig og því nær heims-
meti sem sundmaður klárar sund
fær hann hærri stig.
B-lið Hafnarfjarðar keppti á móti
B-liði Reykjanesbæjar og C-lið
Hafnarfjarðar keppti á móti C-
liði Reykjanesbæjar. Einnig var
keppt um stóran farandgrip fyrir
samlögð stig B- og C-liða. Þar að
leiðandi bættust við þrir bikarar í
stórt safn sundmanna ÍRB en lið-
ið hefur verið mjög sigursælt í ár
og unnið aliar liðakeppnir sem
haldnar hafa verið hérlendis
nema eina þar sem liðið varð í 2.
sæti.
í keppnis- og varamannaliðum
beggja liðanna voru sundmenn
sem kepptu ekki á Bikarkeppni
SSÍ.
Um næstu helgi fara tveir sund-
menn úr ÍRB til keppni á Norð-
urlandameistaramóti unglinga i
Malmö í Sviþjóð. Fjórir sund-
menn af öllu landinu náðu lág-
mörkum fyrir þetta mót og verð-
ur það teljast nokkuð athyglisvert
að tveir þeirra séu úr Reykjanes-
bæ. Keppendumir eru Erla Dögg
Haraldsdóttir og Þóra Björg Sig-
urþórsdóttir.
Erla Dögg setti nýtt telpnamet í
lOOm bringusundi fyrir nokkru
og um næstu helgi mun hún
vafalaust bæta fleiri metum í
safnið. Æfingafélagi hennar úr
ÍRB íris Edda Heimisdóttir átti
gamla metið. Ef Erla nær þessum
markmiðum er nánast ömggt að
hún kemur til með að beijast um
verðlaunasæti í bringusundinu.
Þóra Björg hefur verið í mikilli
bætingu undanfarið og kemur ör-
ugglega til með að standa sig vel.
Gaman verður að sjá hvað stelp-
umar úr Reykjanesbæ munu gera
um næstu helgi.
Hægt er að fylgjast með gangi
mótsins á netinu á swim.is
8. umferðin í Intersport-
deildinni í körfuknattleik
fór á þessa leið:
Keflavík - KR:
94:91 (52:40)
Keflvíkingar vom sterkari aðil-
inn í leiknum þar til í 4. leikhluta
að KR-ingar sóttu stíft að þeim
og náðu forustunni undir lokin.
Þá kom til skjalanna Sverrir
nokkur Sverrisson sem með bar-
áttu sinni tryggði Keflvíkingum
sigur en hann stal þremur boltum
á síóustu mínútu leiksins.
Damon Johnson var stigahæstur
með 32 stig en Sverri Sverrisson
var maður leiksins með 18 stig, 6
stolna bolta og 13 fráköst.
Breiðablik - Grindavík:
101:103 (62:51)
Grindvíkingar byrjuðu nú ekki
vel gegn Breiðablik og vom und-
ir mest allan leikinn. 1 síðasta
leikhlutanum náðu þeir þó yfir-
höndinni og létu hana aldrei frá
sér. Grindjánar voru funheitir
fyrir utan þriggjastigalínuna og
settu þeir 17 slíkar körfiir ofaní
úr 27 tilraunum.
Darrell Lewis var bestur og skor-
aði 29 stig, Guðlaugur Eyjólfs-
son setti 24 stig og Páll Axel Vil-
bergsson skoraði 18 stig.
Njarðvík - Skallagrimur:
90:77 (50:47)
Það tók Njarðvíkinga töluverðan
tíma að hrista Skallana af sér en
það tókst þó í byijun síðari hálf-
leiks. Heimamenn komust f tíu
stiga forskot á skömmum tíma
og sá munur hélst til leiksloka.
Ungu mennimir í liðinu fengu að
spila talsvert og stóðu þeir fyrir
sínu.
G.J. Hunter skoraði 21 stig, Páll
Kristinsson var með 13 stig og
Friðrik Stefánsson var þó bestur
með 11 stig, 16 fraköst og 4 var-
in skot.
Sendið okkur
sportpóst á
saevar@vf.is
Jóhann Benediktsson,
knattspyrnumaður úr Kefla-
vík, hefur ákveðið að ganga
til liðs við Grindavík í úr-
valsdeildinni. Jóhann mun
skrifa undir á næstu dögum
en liðin hafa náð sam-
komulagi um kaupverðið.
Olga Færseth, knattspyrnu-
kona úr KR og Keflvíking-
um með meiru, er gengin
til liðs við ÍBV ! úrvalsdeild
kvenna. Mun hún væntan-
lega styrkja liðið mikið enda
verið lunkin við markaskor-
un undanfarin ár.
Logi Gunnarsson skoraði
18 stig fyrir Ulm sem sigr-
aði um sl. helgi I þýsku 2.
deildinni. Liðið er ( 5. sæti
með 14 stig.
Hjörtur Harðarson hefur
verið ráðinn þjálfari kvenna-
landsliðs (slands í
körfuknattleik og tekur
hann við af þjálfara sínum
hjá Keflavíkurliðinu, Sigurði
Ingimundarsyni. Hjörtur
hefur aðstoðað Sigurð með
stelpurnar undanfarið og
þótti besti kosturinn eftir að
Sigurður gaf ekki kost á sér
aftur.
SK0NDIÐ ATVIK!
Hituðu upp með að
ýta bílnum til Borganess
Laugardagurinn 5. desember 1987 byrjaði
vel í sól og blíðu. Framundan var leikur á
móti Skallagrími í Borgarncsi. Ekki hafði
gengið vel að manna hópinn fyrir fcrðina en að
lokum voru það fimm galvaskir sveinar sem
lögðu af stað á bíl undirritaðs. Fyrst var bvrjað
á að fara á bensínstöð og fylla bílinn, en þaö
átti eftir að draga dilk á eftir sér. Allt gekk eins
og í sögu þar til að Hvalfjörðurinn sást. Þá fór
aö draga til tíðinda. Bíllinn byrjaði að hökta og
gafst alveg upp þegar átti að keyra upp í móti í
brckkurnar. Ekki var um annað að ræða en að
ýta bílnunt upp brekkuna og stökkva síðan inn
i bílinn á niöurleið. Með þessari aðferð tókst
okkur að vinna bug á öllunt brekkum á lciðinni
og ná í íþróttahúsið tíu mínútum fyrir leik. Þeg-
ar viö litum inn í salinn blasti við okkur fullt
hús áhorfenda og tíu leikmenn Skallagríms að
hita upp.Eitthvað var nú verið að hlæja að
þreyttu aðkomuliðinu en það hefðu menn betur
Íátið ógert, því eftir mjög jafnan leik þá fóru
við með sigur að hólmi 67-69.
Smá hjálp fengum við þó ffá öðrum dómara leiks-
ins honum Jóni Otta. I hita leiksins flautaði hann
allt í einu leikhlé og gafíil kynna að við hefðum
beóið um það. Skýringin á þessu leikhléi var sú að
honum fannst við vera dálítið þreytulegir.
Ferðin heim gekk síðan eins og í sögu á nýju
bensíni. Ástæða allra vandræðanna reyndist vera
drulla í bensíninu sem sett var á í Sandgerði.
Meðal leikmanna Reynis var núverandi þjálfari
liðsins Jón Guðbrandsson. Aðrir leikmenn í ferð-
inni voru Víðir Jónsson, bræðumir Bjöm og Krist-
inn Halldórssynir og undirritaður.
Með köifuboltakveðju
úr Sandgcrði Sveinn H Gísiason.
24