Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
AFMÆLI
Elsku Kiddi minn, til hamingju
með 10 ára afmælið þann
7. desember. Koss og risa knús.
Mamma.
Til hamingju með 30 árin elsku
rauðhausinn okkar, Jóhannes
Valur Sigurgíslason. Kveðja
Qölskyldan.
Þessi ungi ofurhugi varð tví-
tugur 3. des. sl. Elsku Halli til
hamingju. P.s. hann tekur á
móti pökkum og blautum
kossum í Sorpeyðingastöð
Suðurnesja.
Þinir vinir Þóra og Davíð
Þessi bráðmyndarlega dama
kemst á rítugsaldurinn þann
8. desember nk. og þá verður
einnig litli kúturinn hennar
skírður. Til hamingju með 21
árs afmælið og nafnið á syn-
inum. Kær kveðja Linda og
Kolbrún Harpa.
ATH, ATH!
Þann 3. desember sl. fékk Halli
ingönguleyfi í ríkið og Linda
varð árinu eldri en hann. Þau
eru til alls vís eins og sést á
myndinni og viljum við því
hvetja þá sem á vegi þeirra
verða að hafa varann á sér. Til
hamingju krakkar! Kveðja
Þóra, Davíð og Kolbrún Harpa.
Loksins loksins, Halli sæti er
orðinn tvitugur eftir langa bið
og kemst nú sjálfur í ríkið. Til
hamingju með afmælið þann 3.
des sl. Kær kveðja Linda og
Kolbrún Harpa.
____________MÁL KRISTJÁNS PÁLSSONAR________________
„Ég hélt að á þessum vettvangi
ættu félagar að standa saman en
ekki vinna gegn hvor öðrum“
- segir Kristján Pálsson alþingismaður í viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann víkurfrétta.
„Árni Ingi Stefánsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjanesbæ hefur unnið leynt og ijóst á móti mér og
reynt að rýra nafn mitt innan kjörnefndarinnar. Mér finnst
mjög sorglegt að fylgjast með því hvernig hann hefur unnið og
ég tel það honum til minnkunar. Ég hélt að á þessum vett-
vangi ættu félagar að standa saman en ekki vinna gegn hvor
öðrum. Ég hef aldrei skilið almennilega hvernig menn geta
fengið sig til þess að vinna eins og hann gerði,“ segir Kristján
og það er greinilegt að þetta tekur á hann.
að voru þung spor fyrir
Kristján Pálsson alþingis-
mann að ganga út úr
Stapa sl. laugardag þegar í ljós
haföi komið aö hann hefði ekki
náð kjöri á framboðslista Sjálf-
stæöisflokksins i Suðurkjör-
dæmi. Síðustu vikur hefur far-
ið fram mikil barátta mcðai
stuðningsmanna Kristjáns um
að koma honum á listann.
Kristján segir að scr líði ágæt-
lega, en þegar blaðamaður Vík-
urfrctta náði tali af honum var
hann staddur á fundi Vestur-
Evrópusambandsins í París, en
Kristján er formaður íslands-
deildar sambandsins. Kristján
scgir að liann sé ennþá að jafna
sig cftir niöurstöðu fundar
kjördæmisráðsins og hann seg-
ist alls ekki sáttur: „Niöurstaöa
kjörncfndarinnar kom mér og
mínum stuðningsmönnum
mjög á óvart og kannski miklu
fleirum,“ segir Kristján.
Þegar Kristján er spurður að því
hvort þetta hafi verið löngu
ákveðið segir hann að það hljóti
að liggja töluverður undirbúning-
ur að þessari aðfor eins og hann
kallar það: „Það þarf að hafa það
á hreinu ef menn ætla að ná slíkri
niðurstöðu að þetta sé gert þan-
nig að á endanum sé það sam-
þykkt og það tókst með þessu.
Þetta er náttúrulega sett jjannig
upp að það er ekki hægt að brey-
ta listanum eftir að hann er kom-
inn fram því að reglurnar sem
kjömefndin setti sér, reglur sem
ég hef ekki vitað að væru til,
gerðu ráð fyrir því að það yrðu
að vera tvö sæti á milli manna úr
sama bæjarfélagi. I reglunum var
líka gert ráð fyrir að það sé tekið
tillit til hólfa sem eru fimm í öllu
kjördæminu. Það var einnig í
reglunum að það þyrfti að taka
tillit til aldurs og kyns þeirra sem
kæmu til með að raðast á listann.
Þessar reglur eru alveg óþekktar
og ég veit ekki til þess að
nokkum tíma hafi verið notuð sú
aðferð að útiloka menn út af því
að þeir væri frá sama svæði, alla-
vega annan. Ef maður lítur til
dæmis á Norðausturkjördæmi þá
koma fyrsti og annar maður frá
sama bæjarfélaginu. Þetta er al-
veg stórfúrðulegt því þessar regl-
ur útiloka annan þingmann Suð-
umesja."
Kristján segir að þessum reglum
hafi verið haldið leyndum ffam á
síðustu stundu og að hann hafi
frétt af þeim á fúndi kjördæmis-
ráðsins: „Mér finnst þetta mjög
alvarlegt og segir náttúrulega
ýmislegt um það hvemig þetta
var unnið. Mér finnst þetta vera
aðför að mér og ég stend við
það,“ segir Kristján og bætir við:
„Vinnureglurnar koma allar frá
kjömefhdinni. Kjömefndin vinn-
ur mjög einkennilega, allavega
hluti hennar og það virtist hafa
verið þannig í upphafi að það
vom sett nöfn i pott sem átti að
sýna hvaða aðilar væru uppi í
hugum kjörnefndarmanna. A
þessum tímapunkti komu strax
upp nöfn nokkurra kjömefndar-
manna og meðal annars nafh Ell-
erts Eirikssonar, Sigurðar Vals og
Guðjóns Hjörleifssonar, en þeir
sátu allir í kjörnefndinni. Eg
hefði talið það eðlilegt að kjör-
nefndin setti sér þá reglu að hún
setti nöfn nefndarmanna ekki i
pottinn. En það var nú öðm nær.“
Kristján segir að í framhaldi af
þessu hafi verið ákveðið að tala
við alla þá sem komu til greina á ■
listann og að Sigurður Valur og
Guðjón hafi strax sagt já, en Ell-
ert hafi ekki viljað gefa kost á
sér: „Fyrst að þeir á annað borð
samþykktu að setja nafn sitt í
pottinn þá áttu þeir að segja sig
úr nefndinni en Sigurður Valur
lét kjósa um sig í fyrsta sætið,
sitjandi á fundinum. Þetta sýnir
að þessi vinnubrögð voru ólýð-
ræðisleg að hann hafi setið i
nefndinni þegar verið var að
kjósa um hann sjálfan á listann,"
segir Kristján og hann lýsir furðu
sinni á því að kjörnefndin hafi
sett nafn Guðjóns Hjörleifssonar
fyrrverandi bæjarstjóra í Vest-
mannaeyjum á listann: „Guðjón
sat í kjömefhdinni þangað til rétt
fyrir fundinn og sagði sig úr
nefndinni nokkmm klukkustund-
um áður en fundur hófst. A þess-
um tímapunkti var nefhdin búin
að starfa i einn og hálfan mánuð,
en þetta gerðist um miðjan nóv-
ember. Að minu mati er það al-
gjörlega siðlaust að Guðjón haft
setið í nefndinni allan þennan
tíma, tryggt sér þriðja sætið og
sagt sig úr nefndinni nokkrum
klukkustundum áður en fundur
hófst. Dæmi hver sem vill, en ég
tel þetta algerlega siðlaust."
Kristján segir að margar kjafta-
sögur hafi komið upp síðustu
daga um það af hveiju hann væri
ekki á listanum. Kristján segist
ekki átta sig á því: „Ég hef ekki
fengið neinar skýringar á því af
hveiju ég var ekki á listanum, en
var sagt að það væri vegna þess
að ég nyti ekki fylgis. En annað
hefur nú komið á daginn. Það var
einnig sagt að ég nyti ekki trausts
forystunnar, en annað hefur kom-
ið á daginn. Það er fáheyrt að
sitjandi þingmanni sé hent út af
lista með þessum hætti. Það vom
skilaboð i gangi um að það ætti
ekki að breyta neinu i tillögum
kjömefhdar, enda sést það á nið-
urstöðunni að tillaga kjömefhdar
er samþykkt óbreytt. Arni Ingi
Stefánsson formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins i Reykjanes-
bæ hefur unnið leynt og ljóst á
móti mér og reynt að iýra nafn
mitt innan kjörnefndarinnar.
Mér finnst mjög sorglegt að
fylgjast með því hvernig hann
hefur unnið og ég tel það honum
til minnkunar. Ég hélt að á þess-
um vettvangi ættu félagar að
standa saman en ekki vinna gegn
16