Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Innan við vika er í fyrsta leik áEvrópumeistaramótinu í knatt-spyrnu, EM, þar sem gestgjaf- arnir, Frakkar, mæta Rúmenum á Stade de France í París. Leikurinn fer fram þann 10. júní næstkomandi, en aðeins fjórum dögum síðar,a þann 14. júní verður brotið blað í íslenski knattspyrnusögu þegar karlalands- liðið keppir í fyrsta sinn á stórmóti í knattspyrnu. „Ætla má að þó nokkur fjöldi fylgi landsliðinu til Frakklands en þjóðin fer ekki öll og þeir sem heima verða ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum því að besta stemmingin verður hér á Íslandi,“ segir Þor- steinn J., ritstjóri á EM 2016. „Ingólfstorg og Gamla bíó verða samkomustaðir þeirra sem vilja koma og drekka í sig stemminguna, en það kostar ekkert að horfa á leik- ina á þessum stöðum. Það verða því tveir staðir þar sem fólk getur komið saman til að fylgjast með mótinu með öðrum.“ Alltaf fótbolti klukkan sex Þorsteinn J. er ekki ókunnugur því að halda utan um stórviðburði og segir mikilvægt að dagskráin í kring- um leiki sé bæði skemmtileg og fróð- leg fyrir og eftir leikinn. „Mín reynsla hefur kennt mér að margir hafa meira gaman af umfjöll- uninni sem er bæði fyrir og eftir leik- inn. Þess vegna er mikilvægt að búa til dagskrá sem límir fólk við skjáinn. Þetta er nefnilega ekki bara fótbolta- mót, þetta er stórviðburður.“ Sparkspekingar og góðir gestir verða Þorsteini J. því innan handar og hjálpa honum að skapa þá um- gjörð og stemmingu sem mun gera upplifunina hér heima engu síðri en þá sem finna má á vellinum úti. „Þegar við heyrum einhvern tala af ástríðu skiptir ekki máli hvort rætt er um stjörnufræði eða fótbolta, það verður bæði skemmtilegt og áhuga- vert. Ég hef t.d. fengið Pétur Mar- teinsson mér til halds og traust og síðan lýsir enginn annar en Gummi Ben leikjunum.“ EM-torgið í miðbænum Ingólfstorg verður heimavöllur landsliðsins í Reykjavík, en áform eru um að leggja gervigras á torgið og setja upp alls konar knattþrautir og annað skemmtilegt fyrir þá sem kjósa að horfa á leikinn á torginu. Fyrirtækið Manhattan sér um alla dagskrá á Ingólfstorgi í tengslum við mótið fyrir Knattspyrnusamband Ís- lands, í samstarfi við Símann, Lands- bankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar getraunir. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Manhattan, segir að stórum skjá verði komið fyrir á torg- inu og góðu hljóðkerfi. Það er því enginn hætta á öðru en að góð stemming myndist á torginu þegar landsliðið spilar. „Boðið verður upp á andlitsmáln- ingu, alls konar knattþrautir fyrir börnin og annað skemmtilegt. Þá er fjöldi góðra veitingastaða allt í kring- um torgið svo að enginn ætti að fara svangur heim.“ Spurður hvort eingöngu verði sýnt frá leikjum Íslands á Ingólfstorgi segir Guðmundur að búið sé að skipuleggja dagskrá fyrir fleiri leiki og bendir m.a. á að sendiherrar Þýskalands og Póllands muni hittast á torginu og horfa á leik þjóða sinna saman. Tengir okkur öll frá Petersen-svölunum Hvort sem við fylgjum landsliðinu út til Frakklands eða stöndum vaktina hér heima er ljóst að Evrópumeist- aramótið í knattspyrnu verður ein stór veisla og nóg um að vera fyrir alla. Það verður tilvalið að skella sér á Ingólfstorg, eða EM-torgið eins og það verður kallað, og horfa á leikinn í góðum félagsskap við aðra aðdáend- ur landsliðsins. Þeir sem vilja skjól frá veðrinu, hvort sem það verður sól eða rigning, geta horft á alla leiki mótsins í Gamla bíói. Þorsteinn J. og landslið sparkspekinga og lýsenda munu halda uppi stemmingunni og sýna frá því sem er að gerast í Frakklandi og á Ingólfstorgi og heimsækja fólk í EM-partí um allan bæ. „Við munum tengja þjóðina hvar sem hún er frá Petersen-svölunum, þar sem við erum núna að koma upp glæsilegu myndveri. Þetta er stór- viðburður sem við ætlum öll að taka þátt í með einum og öðrum hætti enda hugsa ég að það sé ekki til sá Íslendingur sem ekki ætlar að horfa á fyrsta leik Íslands í keppninni þegar við mætum Portúgal.“ Íslenska landsliðið kom á Ingólfstorg og tók hið heimsfræga klefafagn þegar miðinn á EM var tryggður. Morgunblaðið/Eggert Evrópumeistaramótið í knattspyrnu er að hefjast og þó að margir fylgi landsliðinu til Frakklands er ljóst að ekki fer öll þjóðin. Þeir sem heima verða þurfa þó ekki að örvænta því að búist er við einstakri stemmingu á Ingólfstorgi og í EM-partíum um allan bæ. Nágrannaþjóðirnar Þýskaland og Pólland mætast á Evrópu- meistaramótinu í knatt- spyrnu fimmtudag- inn 16. júní og af tilefni af því ætla að sendiherrar landanna tveggja að hittast á Ingólfs- torgi. „Við í pólska sendiráðinu hlökkum ekki bara til leiksins heldur einnig tækifærisins að njóta hans með vinum okkar frá Þýskalandi og íslensku þjóðinni. Ekki skemmir fyrir að daginn eftir fagna Pólverjar og Þjóðverjar 25 ára afmæli vinasamnings milli þjóð- anna, og Íslending- ar halda sama dag upp á þjóðhátíð- ardaginn sinn,“ segir sendiherra Póllands á Íslandi, Lech Mastalerz. Óháð úrslitum leiksins seg- ist Mastalerz vonast til þess að sem flestir láti sjá sig á Ingólfstorgi og njóti þess að horfa á leikinn í vinalegu um- hverfi. Sendiherrar mætast á Ingólfstorgi VÍB ætlar að hita upp fyrir EM í Frakklandi með fundi um fjármálahlið mótsins. „Þetta verður létt og skemmtilegt. Undanfarnar vikur höfum við í VÍB tekið saman fróðlegar upplýsingar um fjármál mótsins. Margt áhugavert má grafa upp, allt frá samningi UEFA og Frakk- lands um mótshaldið að verðlaunafé og hlut- fallslegum styrk þátttökulandanna. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir,“ segir Björn Berg Gunn- arsson, fræðslustjóri VÍB. Þjóðarleikvangurinn Stade de France er glæsilegur. Upphitum fyrir EM Björn Berg Gunnarsson ’ Íslenska landsliðið spilar fyrsta leikinn á Evrópumeist- aramótinu þriðjudaginn 14. júní og mætir þar Portúgölum. Búast má við töluverðum fjölda á Ingólfstorgi eða EM-torginu eins og það verður kallað meðan keppnin fer fram. INNLENT VILHJÁLMUR KJARTANSSON vilhjalmur@mbl.is Heimavöllurinn á Ingólfstorgi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.