Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trumptilkynnti opinberlega í júnímánuði árs-ins 2015 að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta, valdamesta embættis hins vestræna heims. Viðbrögð voru misjöfn; þeir sem voru viðstaddir ávarp hans í Trump- turninum í New York fögnuðu en andstæðinga hans hryllti við tilhugsuninni um að sjá hann í Hvíta húsinu. Enn fleiri, bæði vestanhafs og hérlendis, voru eflaust í sporum undirritaðs; við áttum erfitt með að sjá manninn fyrir okk- ur í forsetastól og enn erfiðara með að taka stefnumál hans og yfirlýsingar alvarlega. Nú er liðið hartnær ár af stífri kosningabaráttu og ljóst að skoðanir Trumps hafa notið talsverðs hljómgrunns meðal bandarískra kjósenda. Hann hefur svo gott sem tryggt sér útnefn- ingu Repúblíkanaflokksins, þótt opinberar nið- urstöður liggi ekki enn fyrir, og sumar kann- anir hafa sýnt hann njóta meira fylgis en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton, miðað við landsmeðaltal. Kannski er kominn tími til að taka framboðið alvarlega og skoða hvað það er í fari hans sem heillar svo stóran hluta bandarísku þjóðarinnar. Múr í boði Mexíkó Ef stefnumál Donalds Trump eru skoðuð fer mikið fyrir hinum víðkunna fyrirhugaða múr meðfram suðurlandamærum Bandaríkjanna. „Pay for the wall“ er til að mynda fyrsti hlekk- urinn sem fjallar um stefnumál á vefsíðu fram- bjóðandans og allt tal um múrinn uppsker gjarnan fagnaðarlæti á fjöldafundum. Hug- myndin snýst um að þvinga Mexíkó til að borga fyrir meira en 1.600 kílómetra langan steypu- og stálmúr milli landanna tveggja, meðal annars með hækkuðum landamæra- gjöldum. Það hefur varla komið á óvart að Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, sagði í opinberri yfirlýsingu að mexíkóska ríkið myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum fjármagna slíkan múr. Fjármálaráðherra Mexíkó og tveir fyrrverandi forsetar tóku í sama streng. Líkti Nieto orðræðu Trumps við einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. Ljóst er að Trump þyrfti að ganga langt með fyrirhugaðar þvinganir til að ná sínu fram, ef það er á annað borð fræðilegur möguleiki á að svo verði. Áætlað verð við framkvæmdirnar hefur hækkað jafnt og þétt í ræðum Trumps síðast- liðna mánuði. Í upphafi kosningabaráttunnar sagði hann að múrinn myndi kosta um fjóra milljarði Bandaríkjadala en nú virðist hann hallast að tölu milli tíu og tólf milljarða. Raun- verulegur kostnaður við byggingu múrsins, eins og Trump hefur lýst honum, myndi hins- vegar vera á bilinu fimmtán til tuttugu millj- arðar Bandaríkjadala, samkvæmt heimildum NSNBC, og þá er óreiknaður kostnaður við viðhald. Þá reyndist frumvarp frá forsetatíð George W. Bush um grindverk meðfram bróðurparts landamæranna mun kostnaðar- samara og erfiðara í framkvæmd en áætlað var í upphafi, samkvæmt ráðamönnum hjá landamæraeftirliti Bandaríkjanna, en sums staðar var hætt við framkvæmdirnar og sami peningur nýttur með öðrum hætti. Enda þótt múrinn hljómi vel í eyrum stuðningsmanna Trumps er ljóst að hann er harla óraunsær kostur. Seilist eftir fjárhagslegum stuðningi Almenn óánægja með kosningakerfið í Banda- ríkjunum og áhrif peninga og þrýstihópa- starfsemi (e. lobbyism) á stjórnmál þar í landi virðist líka vera byr undir vængi Trumps, ef marka má viðtöl við slembiúrtak stuðnings- manna hans. Í Bandaríkjunum er, eins og frægt er, lenska að þiggja há pólitísk fjár- framlög frá ríkum stuðningsmönnum síns flokks. Orðræða þeirra sem styðja Trump mærir frambjóðandann hins vegar sem „ósvik- inn“ mann í tengslum við vilja fólksins sem láti ekki segjast af peningaöflum og hagsmunum þeirra. Trump er sko sinn eigin herra. Yfirlýsingin „ég fjármagna mig sjálfur“ er vinsæl meðal kjósenda og var sönn af hálfu Trumps þar til nýlega, samkvæmt fréttaritara BBC, Anthony Zurcher, sem greindi frá því í vikunni að Trump væri farinn að seilast eftir fjárhagslegum stuðningi fyrir framboð sitt á svokölluðum fjáröflunarsamkomum. Um millj- arður Bandaríkjadala er það sem þarf til að fjármagna framboð á landsvísu, samkvæmt umfjöllun BBC, og eru auðmenn á borð við Sheldon Adelson spilavítaeiganda og Thomas Boone Pickens, eigenda Pickens-orkufyrir- tækisins og fleiri fyrirtækja, þegar búnir að staðsetja sig í hópi líklegra fjárhagslegra bak- hjarla framboðsins. Aðrir dyggir stuðnings- menn Repúblíkanaflokksins á borð við Koch- bræður svöruðu neitandi. Reyndar hefur umrædd óánægja með bandaríska stjórnmálamenningu ekki bara verið byr undir vængi Trumps. Stuðnings- menn Bernie Sanders, andstæðings Trumps á vinstri vængnum sem oft fellur í skuggann á Hillary Clinton, hópa sig margir bak við fram- boðið undir þeim formerkjum að hann ætli að binda enda á ítök peninga í pólitík. Beggja vegna lengst frá bandarískri miðju birtast frambjóðendur sem ná fylgi á þessum for- sendum og höfða til stuðningsmanna sem vilja „óslípaða“ menn í Hvíta húsið, menn sem minna ekki á hefðbundna stjórnmálamenn og þiggja ekki pólitísk fjárframlög. Af hverju er Trump svona vinsæll? Donald Trump nýtur meira fylgis vestanhafs en margan hafði grunað í árdaga framboðsins. Vinsælustu yfirlýsingar hans virðast reistar á sandi. AFP Margt í fari Trumps minnir ekki á hefðbundinn stjórnmálamann, sem virðist koma sér vel. ’ Mexíkó mun ekki borga eitt einasta sent fyrir heimskulega múrinn hans Trump. Felipe Calderon, fyrrverandi forseti Mexíkó ERLENT MATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is FRAKKLAND PARÍS Mikil úrkoma var á viku. Áin Signa flæddi yfir bakka sína svo um munaði. Mörg helstu kennileiti Parísar eru staðsett nálægt bökkum fljótsins, þar á meðal franska þingið, Eiffel-turninn og Louvre-safnið. TYRKLAND ISTANBÚL Tyrknesk yfirvöld voru ósátt við þá ákvörðun neðri deildar þýska þingsins að skilgreina formlega sögulegt ofbeldi DELÍKRÍT Krítar. Fjögur grísk björgunarskip tóku þátt í björgunaraðgerðum ásamt þyrlum. Bátnum hvolfdi á alþjóðlegu hafsvæði 75 sjómílum sunnan við Krít.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.