Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 8
CHRISTOPHER JAMES eða „Chris“ Evans fæddist árið 1966 rétt fyrir utan bítlaborgina sjálfa, Liverpool, í bænum Warrington. Hann er yngstur í hópi þriggja systkina en foreldrar hans eru Martin Joseph Evans (1921-1979) og Minnie Beardsall. Skólaganga Chris Evans er ekki sú glæsilegasta en hann hætti í skóla 16 ára gamall og tók þess í stað að sér alls konar störf í heimabæ sínum Warrington en þar starfaði hann m.a. sem einkaspæjari. Starfið sem leiddi Evans inn á braut fjölmiðlunar var ólaunað starf hjá Piccadilly Radio, Man- chester, árið 1983 sem aðstoðarmaður hins skrautlega Timmy Mallett sem er kannski fyrst og fremst þekktur fyrir skrautlegan og litskrúðugan klæðaburð sinn. Hann fékk fast starf hjá stöð- inni ári síðar og tók þá að sér alls konar verkefni, allt frá þáttastjórn þar sem hlustendur gátu hringt inn og selt hina ýmsu hluti í að keyra á milli húsa í borginni og koma hlustendum á óvart. Upphafið að frægðinni má rekja til ársins 1992 en þá tók Evans við þáttastjórn vikulegs sunnudagsþáttar á BBC Radio 1 sem naut töluverðra vinsælda. Dvölin á Radio 1 var þó stutt því Evans vildi einbeita sér að öðru verkefni, sjónvarpsþættinum The Big Breakfast á Channel 4. Hann stofnaði síðan sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1994, Ginger Produc- tions, og átti það eftir að verða ein besta ákvörðunin á ferli kappans því um aldamótin seldi hann fyrirtækið á 225 milljónir punda og fékk sjálfur út úr sölunni 35,5 milljónir punda. Evans var því hæst launaði fjölmiðlamaður og skemmtikraftur árið 2000 á Bretlandi. Hann hóf síðar störf hjá BBC Radio 2 auk þess að vera stjórnandi sjónvarpsþátta á borð við The One Show, Famous and Fearless og OFI Sunday. Fyrir um ári var Evans kynntur sem arf- taki Jeremy Clarkson sem aðalþáttastjórn- andi Top Gear. Þættirnir nutu gífurlegra vin- sælda hjá Clarkson, sem hafði þá Richard Hammond og James May sér við hlið, og eru þeir sýndir um allan heim. Evans bíður því stórt verkefni að fylla í skörð þremenning- anna sem skutu Top Gear á stjörnuhim- ininn. Sér til halds og trausts hefur Evans valið stórleikarann Matt LeBlanc og fór fyrsti Top Gear-þátturinn undir þeirra stjórn í loftið fyrir viku. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Fyrir rétt tæpu ári eða hinn 16. júní 2015 var Chris Evans kynntur af BBC sem næsti þáttastjórnandi Top Gear. Jeremy Clarkson, sem kom þáttunum á kortið, hafði verið látinn taka pokann sinn eftir stimpingar við einn af framleiðendum þáttanna fyrr sama ár. Þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda undanfar- inn áratug og eru sýndir um allan heim. Evans þarf því að fylla stórt skarð og til verksins hefur hann m.a fengið með sér fyrrverandi Friends-stjörnuna Matt LeBlanc og hina þýsku kappaksturskonu Sabine Schmitz. Fyrsti þátturinn fór í loftið fyrir viku og voru við- brögð aðdáenda þáttarins blendin. Meðan Evans ver eigin framistöðu og segir áhorfið viðunandi hefur fjöldi aðdáenda gagnrýnt þáttinn. Ekki hjálpar að ein- göngu 4,4 milljónir horfðu á Evans stjórna Top Gear í fyrsta sinn, en 5,8 milljónir horfðu á fyrsta þátt síð- ustu seríu undir stjórn Clarkson. Top Gear hafa verið vinsælustu bílaþættir undanfarinn áratug og einn vinsælasti þáttur í sjónvarpi einnig en hann er sýndur um allan heim. Brösótt byrjun á Top Gear Einkalíf Evans er nokkuð skrautlegt en hann á eina dóttur, fædda 1986, með fyrrverandi unnustu sinni, Alison Ward. Árið 1991 giftist Evans út- varps- og þáttastjórnandanum Carol Deirdre McGiffin. Þau skildu að borði og sæng árið 1994 og gengu síðan alfarið frá skilnaði sínum 1998. Um mitt ár 2000 hitti Evans Bille Piper en hana þekkja ef- laust margir úr sjónvarps- þáttum á borð við Doctor Who, Secret Diary of a Call Girl og Penny Dread- ful. Þau giftu sig í Vegas ári síðar en skildu árið 2007. Sama ár giftist Evans módelinu og blaðakonunni Natöshu Shishmanian og eiga þau saman tvö börn í dag. Konurnar í lífi Evans Top Gear- arftakinn Árið 2007 giftist Evans Natasha Shishmanian. Nýir þáttastjórnendur Top Gear ásamt hinum einstaka Stig sem enginn veit deili á. ’Evans var því hæstlaunaði fjölmiðlamað-ur og skemmtikraftur árið2000 á Bretlandi. Evans hóf feril sinn í fjölmiðlun sem aðstoðarmaður Timmy Mallett . Chris Evans núverandi þáttastjórnandi Top Gear ásamt Jeremy Clarkson sem kom þáttunum á kortið. Beretta/Sims/REX Shutterstock Billie Piper fyrrverandi kona Evans

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.