Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 12
FORSETAVAKTIN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
Guðni Th. Jóhannesson hefur enn afger-andi forystu í skoðanakönnunum umfylgi við forsetaframbjóðendur. Þó
hefur dregið nokkuð úr stuðningi við hann, skv.
síðustu mælingum; fyrir rúmri viku hafði
Guðni um 60% en 54,8% í könnun Félags-
vísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morg-
unblaðið sem birtist á föstudag. Þar sögðust
tæp 20% styðja Davíð Oddsson, 12,3% Andra
Snæ Magnason og 9,5% Höllu Tómasdóttur,
hástökkvara vikunnar: hún bætti við sig um
átta prósentustigum á milli kannana. Aðrir
fengu mun minna fylgi.
Rætt var við alla frambjóðendur í Morgun-
blaðinu á föstudaginn þar sem ýmislegt áhuga-
vert kom fram.
Haf og land - ný alþjóðleg borg?
Andra Snæ Magnasyni eru umhverfismál hug-
leikin og einskorðast það ekki bara við náttúru
landsins. „Það stefnir í að plast í höfunum verði
álíka fyrirferðarmikið og fiskar. Ísland þarf að
hafa sterka rödd hvað þetta varðar útávið,“
segir Andri. Hann benti raunar á að íslensk
börn myndu erfa haf frekar en land því land-
helgin væri sjö sinnum stærri en landið. For-
setinn þyrfti að hafa sýn á það hvernig hægt
væri að tengja börn við þann veruleika. Andri
nefndi og að brýnt væri fyrir sjávarþorpin að
börn vissu að þar væru tækifæri. „Barn sem
elst upp í úthverfi í Reykjavík gæti átt sér
þann draum að búa í sjávarþorpi úti á landi en
sér kannski ekki möguleikana á því.“
Ástþóri Magnússyni eru friðarmál efst í
huga sem endranær. Hann varar m.a. við því
að stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, ferða-
þjónustan, geti hrunið á einni nóttu ef skæru-
liðar frá Mið-Austurlöndum láti verða af því að
skjóta niður farþegaflug í Evrópu með flug-
skeytum. Hann segir Íslendinga þurfa að búa
sig undir slíkt hrun og vill stofna nýjan at-
vinnuveg: að hér rísi friðarháskóli og þróun-
armiðstöð friðar, mannréttinda og lýðræðis
ásamt starfsemi Sameinuðu þjóðanna sem yrði
boðin aðstaða hér. „Ég sé nýja alþjóðlega borg
á vegum Sameinuðu þjóðanna rísa á landinu á
milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar.“
Davíð Oddsson telur að forsetinn eigi að fara
mjög varlega í að beita sér í þeim málum sem
efst eru á baugi á þingi eða í almannaumræðu.
„Hann getur engu að síður, bæði hljótt og með
meira áberandi hætti ef hann telur það henta,
látið í ljós athugasemdir við efni og þróun máls.
Það verður þó auðvitað að gera þannig, að þeir
sem í hlut eiga sætti sig sæmilega við það.“
Alls ekki of umdeildur
Davíð er mjög andsnúinn því að gjörbreyta
stjórnarskránni, eins og töluvert hefur verið
rætt um síðustu misseri, en bendir á að hann
hafi, sem alþingismaður og forsætisráðherra,
komið að miklum breytingum á henni sem þó
hafi verið gerðar smám saman og í mikilli sátt.
Davíð blæs á tal um að hann sé of umdeildur
til að gegna embætti forseta. „Ég hef ekki enn
kynnst stjórnmálamanni sem veigur er í sem
er óumdeildur. Forsetarnir hafa allir verið
kosnir sem umdeildir menn og aðeins einu
sinni hefur sá sem vann fengið hreinan meiri-
hluta í sínum fyrstu kosningum. Ég sé ekki að
það hafi neinu breytt um getu manna til að
gegna embættinu og sameina þjóðina um sig.
Það eru því ýmsar haldlitlar kenningar á
flögri.“
Verði Elísabet Jökulsdóttir forseti munu
Bessastaðir verða opnaðir því þar vill hún hafa
pósthús, kaffihús og lýðveldisskóla fyrir börn.
„Fólk getur þá setið á kaffihúsinu, handskrifað
bréf og sett þau í póst á pósthúsinu. Bara róm-
antík og ást.“
Hún vill breyta ásjónu embættisins: „Barna-
barnið mitt sem er átta ára sagðist um daginn
halda að það sem forsetinn gerði væri að fara í
heimsóknir til kóngafólks. Það er árið 2016 og
þetta barn er frjótt en engu að síður er þetta sú
mynd sem hún hefur af forsetanum. Svo ég
spyr: Af hverju ekki að senda einhverja gamla
kellingu af Langanesi í kóngaveislur? Hvert
hefur það skilað okkur að senda forseta í stíf-
pressuðum jakkafötum þangað?“ spyr hún.
Guðni Th. Jóhannesson telur að forsetinn
eigi að vera sameiningarafl, standa utan flokka
og fylkinga. „Hann á að vera bjartsýnn fyrir
hönd þjóðarinnar, má ekki hafa allt á hornum
sér, en um leið þarf hann samt að vera raunsær
og jarðbundinn,“ segir Guðni Th.
Fari í höllina til að skilja samfélagið
Guðni hefur verið gagnrýndur fyrir að vera
ekki nógu „þjóðernislegur“ í afstöðu til ýmissa
atburða Íslandssögunnar. „Ég hef verið gagn-
rýninn á sýn Ólafs Ragnars á sögu landsins og
sögulegan arf í aðdraganda hrunsins, því þá
misstum við fótanna,“ svarar hann. „Það voru
of margir sem höfðu ekki í heiðri orð Ara fróða
að hafa það sem sannara reynist og gleymdu
jafnvel líka orðum Snorra Sturlusonar að oflof
væri háð. En ég hef oft sagt við kollega mína í
sagnfræðistétt að þeir skilji ekki samfélagið
nema þeir fari á handboltaleik í troðfullri
Laugardagshöll, syngi þjóðsönginn og hvetji
Ísland til dáða.“
Guðrún Margrét Pálsdóttir segir trúna vera
það mikilvægasta sem hún eigi. Hún er skráð í
þjóðkirkjuna en hefur líka verið í fríkirkjum.
„Fyrir mér skiptir ekki máli hvort ég er í þess-
ari kirkju eða hinni, það sem er sameiginlegt er
að Guð er kærleikur og Jesús Kristur var
sendur til að lækna, kenna og til að opna leið-
ina til Guðs og hún er opin fyrir alla sem vilja.
Forsetinn er verndari þjóðkirkjunnar og á að
styðja hana, sem ég mun gera.“
Guðrún er einn af stofnendum ABC barna-
hjálpar, þar sem hún starfaði í 27 ár, og segir
reynsluna frá þróunarstarfinu eiga eftir að
reynast vel í forsetaembætti.
Hún hefur áhuga á að koma á fót árlegri góð-
gerðarviku hér á landi og öflugum góðgerðar-
sjóði „sem myndi styðja við íslensk góðgerð-
arfélög sem sinna þeim sem eru í þörf bæði
innanlands og erlendis,“ segir Guðrún.
„Við höfum frá hruni verið að laga til í excel
og í efnahagslega hlutanum. Að mörgu leyti lít-
ur efnahagslega hliðin vel út en við höfum ekki
hugað að sálarlífi þjóðarinnar eða sárinu sem
varð til í hruninu,“ segir Halla Tómasdóttir.
„Mig langar til að vera forseti sem fer fyrir því
verkefni að við förum að horfa til framtíðar í
stórum málum sem varða framtíð okkar allra,“
segir Halla og lýsir áhuga á að halda árlega
nokkurs konar þjóðfund þar sem tekin yrðu
fyrir mismunandi viðfangsefni sem varða lang-
tímahagsmuni þjóðarinnar. „Við myndum fá til
okkar bæði sérfræðinga héðan og líka frá út-
löndum til að deila með okkur sinni visku og
sýn. En virkja jafnframt vilja og visku þjóð-
arinnar í þessari vegferð. Þetta er samfélagið
okkar og ég vil meina að við Íslendingar eigum
skilið að fá það samfélag sem við viljum.“
Hildur Þórðardóttir segist vilja að meiri
áhersla yrði lögð á velferð í samfélaginu en
hagræðingu. Fólk skipti meira máli en pen-
ingar, samfélagið væri mikilvægara en hag-
vöxtur.
Hún hefur áhyggjur af reiðinni í samfélag-
inu og telur að vinna þurfi gegn henni. „Þegar
reiði fær ekki útrás breytist hún í óánægju eða
jafnvel bjargarleysi þar sem fólk gefst upp á að
reyna að hafa áhrif. Ef fólk fær völd eða tæki-
færi til að hafa áhrif á hvernig landinu er
stjórnað fær það uppbyggilegan farveg fyrir
reiðina,“ sagði Hildur. „Nú hringir fólk í út-
varpsþætti og skrifar athugasemdir á netið til
að fá útrás. Í staðinn gætum við sett upp borg-
araþing og búið til umræðuvettvang til að
ákveða um hin ýmsu stærri mál. Við þurfum að
þroskast upp úr þessum tilfinningasveiflum.“
Stjórnarskráin verði kennd
Sturla Jónsson segir að hlýða eigi stjórnar-
skránni en tekur það bókstaflegar en aðrir
frambjóðendur. Þar segi t.d. að forseti skipi
ráðherra og leysi þá frá störfum og Sturla seg-
ist ekki myndu hafa vald til að fara út fyrir
stjórnarskrána og myndi því sjálfur skipa ráð-
herra. Þá færi hann eftir því að löggjafarvald
og framkvæmdavald skuli vera aðskilin og því
ekki skipa ráðherra sem sætu á Alþingi.
Sturla vill að kennt sé um stjórnarskrána á
öllum skólastigum. Slík kennsla geti byrjað
þegar á leikskólastigi. Við lok grunnskólagöng-
unnar væru börn farin að skynja hvað felst í
stjórnarskránni og bæta mætti við kennsluna í
framhaldsskóla. „Nú stökkva börnin úr skóla
út í lífið en hafa ekki hugmynd um þau réttindi
sem þau njóta.“
Bessastaðir senn í sjónmáli
Fjör hefur færst í þann
leik sem baráttan um
Bessastaði er. Sjötti forseti
lýðveldisins verður
kjörinn eftir þrjár vikur.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Davíð Oddsson Elísabet Jökulsdóttir Guðni Th. Jóhannesson
Sturla Jónsson
Ástþór Magnússon
Hildur Þórðardóttir Guðrún Margrét Pálsdóttir Halla Tómasdóttir
3 vikur
TIL KOSNINGA
Andri Snær Magnason