Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 15
5.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Ársfundur 2016
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga verður haldinn fimmtudaginn
23. júní kl. 15.00, í húsakynnum lífeyris-
sjóðsins, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og
viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir
hvattir til að mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir
setningu fundarins.
Reykjavík, 2. maí 2016
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Yfirlit yfir afkomu árins 2015
Í stjórn LSS eru: Kristbjörg Stephensen, formaður,
Benedikt Valsson, Elín Björg Jónsdóttir,
Garðar Hilmarsson, Salóme A. Þórisdóttir
og Sigurbergur Ármannsson.
Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir.
Efnahagsreikningur A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2015 Samtals 2014
Húseignir og lóðir 91 18 0 109 112
Verðbréf með breytilegum tekjum 33.948 6.892 931 - 41.771 32.271
Verðbréf með föstum tekjum 46.501 9.440 3.063 - 59.004 53.498
Veðskuldabréf 5.485 1.113 249 - 6.848 6.819
Bankainnistæður 3.330 676 167 - 4.173 2.624
Aðrar fjárfestingar 53 11 0 - 64 104
Kröfur 1.058 215 315 - 1.588 1.409
Aðrar eignir 857 174 12 - 1.044 1.709
Skuldir (138) (28) (13) - (178) (381)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 91.185 18.512 4.725 0 114.422 98.167
Breyting á hreinni eign A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2015 Samtals 2014
Iðgjöld 7.254 2.325 825 (43) 10.361 9.214
Lífeyrir (1.780) (150) (1.121) (58) (3.109) (2.712)
Fjárfestingatekjur 8.496 1.673 551 146 10.867 5.426
Fjárfestingagjöld (159) (29) (32) (3) (223) (187)
Rekstrarkostnaður (111) (19) (38) 0 (168) (132)
Hækkun á hreinni eign á árinu 13.700 3.799 186 42 17.728 11.607
Hrein eign frá fyrra ári 77.485 14.712 4.539 1.430 98.167 86.557
Afhent í lok árs við lokun deildar* (1.473) (1.473)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 91.185 18.512 4.725 0 114.422 98.167
Kennitölur A-deild V-deild B-deild S-deild leið I S-deild leið II S-deild leið III
Nafnávöxtun 10,3% 10,3% 11,0% 11,7% 11,5% 4,6%
Raunávöxtun 8,1% 8,1% 8,8% 9,5% 9,4% 2,5%
Raunávöxtun 5 ára meðaltal 5,0% 5,0% - 5,8% 4,9% 2,2%
Fjöldi sjóðfélaga 11.333 4.802 181 171 73 38
Fjöldi lífeyrisþega 3.055 817 933 45 18 16
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% 0,8% - - -
Eignir í íslenskum krónum í % 84,7% 84,7% 92,4% 61,9% 92,7% 100,0%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 15,3% 15,3% 7,2% 38,1% 7,3% 0,0%
Eignir umfram heildarskuldbindingar í % -9,8% 6,8% -22,9%
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar í % -3,2% 8,7% -84,9%Lífeyrissjóður
starfsmanna sveitarfélaga
Allar fjárhæðir í milljónum króna
Birt með fyrirvara um prentvillur*Séreignadeildinni var lokað 31.12.2015
samtímis í 15 borgum í Þýskalandi
sem er einstakt fyrir heimildar-
mynd. „InnSæi er það stærsta sem
ég hef gert. Bæði hvað vinnu, efni og
fjármagn varðar. Margir spurðu
Hrund og Kristín eru æskuvin-
konur, hafa þekkst frá því að þær
fæddust. „Það hefur verið mjög gam-
an að geta unnið svona saman en líka
pínu flókið því við erum hvor í sínu
landinu, báðar með börn, mismun-
andi skólafrí og svo framvegis. Að-
ferðafræðin hefur því verið talsvert
öðruvísi; með mörgum Skype-
fundum.
En að vera tvær konur saman í
þessu – það hefur bara styrkt okkur
og ég mæli með því. Starf leikstjór-
ans gleypir mann. Ef maður er móðir
þá er maður kannski bara ekki til í að
vera í burtu allan sólarhringinn eins
og er raunin og þegar maður er með
fjölskyldu getur maður upplifað það
sem of mikla fórn að vinna við kvik-
myndagerð. En þessi formúla okkar
hentaði mjög vel. Þarna gátum við
stutt hvor aðra og skipst á að ganga í
verkefnin og gefið hvor annarri svig-
rúm til að taka pásu og sinna börn-
unum.“
Dáist að kjarki John Grant
Talið berst að myndinni sem er enn í
fullri vinnslu í klippiherberginu og
komin styst á veg þótt hún verði
einnig sýnd á árinu – um John Grant
sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri
við og vilja helst kalla Íslending.
„Já, hann er liggur við sjálfur far-
inn að kalla sig Íslending. Hann talar
ekkert smá góða íslensku, ég skil
ekki hvernig hann fór að því að læra
tungumálið á svona skömmum tíma
– meira að segja búinn að ná ótrú-
lega fínum hreim.
En þessi hrifning hefur verið á
báða bóga; við heilluðumst af John
Grant og hann af okkur. Íslensk
náttúra virðist geta verið mikill
áhrifaþáttur í tónlist og maður hefur
séð marga erlenda tónlistarmenn
búa til frábæra tónlist þegar þeir
koma til Íslands, hún gefur þeim
eitthvert aukaslag í tónlistina. Til
dæmis Damien Rice sem er einmitt
með eitt lag í InnSæi.
En John Grant hefur átt ótrúlega
ævi og Ísland hefur verið hans heil-
unarstaður þar sem hann hefur náð
að tína upp brotin. Síðustu tvö árin
hefur breskur leikstjóri, Daisy As-
quith, verið að fylgjast með honum
og það er í gegnum hana og með-
framleiðendur að mínum fyrri mynd-
um, Metfilms, sem ég kynntist John
Grant.
Daisy hefur fylgt honum náið eftir,
alveg frá stórum tónleikum og inn í
svefnherbergið og hefur náð að
draga fram þennan magnaða karakt-
er. En því minna sem ég segi, held
ég, því betra. Ég veit bara að það
verður ótrúlega gaman fyrir Íslend-
inga að sjá hann þarna í þessu ljósi
og fá að kynnast þessum listamanni
svona vel; hversu vel hann hefur
blómstrað á Íslandi en líka þeim
nokkru draugum sem fylgja honum.
Hann opnar sig algjörlega og ég dá-
ist að kjarkinum í honum,“ segir
Kristín sem ætlar bráðlega í Albert
Hall að sjá Grant spila.
Íslenskir tónlistarmenn koma að
InnSæi og Jökullinn logar. Í þeirri
fyrrnefndu sér Úlfur Eldjárn um
tónlistina og Högni Egilsson á tit-
illagið. Retro Stefson slær tóninn í
Jökullinn logar. „Eftir því sem ég
best veit hafa þeir engin tengsl við
fótbolta. Sem er bara fínt og gaman
því þá gaf tónlistin myndinni svolítið
annan blæ. Enda var aldrei lagt upp
með að hún höfðaði bara til þeirra
sem hafa brennandi áhuga á fótbolta
heldur á hún að ná til breiðari hóps –
allra sem hafa einfaldlega áhuga á að
fylgjast með hæfileikaríku fólki og
leið þeirra að velgengni.“
Spennandi að sjá hvert leiðir
Kristín segist vera forvitin um mjög
margt í lífinu og því verði þau verk-
efni sem hún tekur sér fyrir hendur
frekar ólík. Til að allt gangi upp sé
lykilatriði að hafa gott fólk í kringum
sig. „Ég er kröfuhörð á sjálfa mig og
aðra þannig að teymið sem kemur að
verkefnunum þarf að vera gott – það
þurfa allir að leggja eitthvað af
mörkum og það þurfa allir að vinna
af ástríðu að sama markmiði. En
þegar kemur að því að ákveða hvaða
verkefni væri áhugavert að fara út í,
þegar aðrir koma til mín með hug-
myndir, reynir virkilega á innsæið og
þar skiptir miklu máli hvernig maður
upplifir manneskjuna sem kemur til
manns – hvernig hún vinnur verk-
efnið. En ég reyni að passa að það sé
ekki of mikið í gangi í einu. Klikk
Productions er lítil eining og ég vil
halda henni lítilli.“
Næstu skref eru að fylgja þessum
þremur verkefnum úr höfn og vel
eftir. Er eitthvað sem kvikmynda-
framleiðandann dreymir um að
gera?
„Já, og það tengist svolítið Inn-
Sæis-myndinni. Nú er það barn að
koma í heiminn og maður sendir það
út í kosmóið og sér hvað gerist.
Menntun hefur alltaf heillað mig og
menntun barna og kvenna sér-
staklega. Í InnSæi fylgjum við dreng
eftir í þrjú ár, fylgjumst með
menntagöngu hans og það er út frá
því sjónarhorni sem ég væri til í að
gera eitthvað meira. Svo er ekki síð-
ur gaman að fylgjast með því sem
gerist eftir myndirnar. Það var til
dæmis raunin þegar heimildar-
myndin Sólskinsdrengurinn var
sýnd, um einhverfa strákinn Kela. Í
framhaldinu voru stofnuð stór sam-
tök sem aðstoða einhverf börn. Sama
gerðist eftir Town of Runners, þá fór
af stað söfnun til að opna bókasafn í
eþíópíska bæ maraþonstelpnanna.
Nú öðlast þessar nýjustu myndir
bráðum sitt eigið líf og það verður
spennandi að sjá hvað þær leiða af
sér.“
Morgunblaðið/Ófeigur
okkur hvernig í ósköpunum við ætl-
uðum að fara að því að selja mynd
um innsæi. Við Hrund hunsuðum
slíkar athugasemdir og héldum
ótrauðar áfram.“