Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Side 20
ARKITEKT ÁN LÆNDAMÆRA
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
S
tundum hugsa ég hvað ég
sé eiginlega að gera
hérna, og hvernig stend-
ur á því að ég hef getað
verið í burtu frá Íslandi í
svona langan tíma. En ég veit líka
að um leið og ég verð kominn aftur
heim til Íslands fer ég að fá
heimþrá til Afríku,“ segir Steinunn
Eik Egilsdóttir í Skype viðtali frá
Akkra.
Steinunn hefur búið um alllangt
skeið í höfuðborg Gana í Vestur-
Afríku. Þar hefur hún starfað sem
arkitekt, bæði með hjálparsam-
tökum og með sprotafyrirtæki, og
síðan sem sjálfstæður arkitekt.
Steinunn var að taka við nýju
starfi í Englandi en mun verða
áfram með annan fótinn í Gana og
stefnir á að opna sína eigin arki-
tektastofu í Vestur-Afríku innan
þriggja ára.
Leiðin til Afríku lá í gegnum
meistaranám Steinunnar við
Brookes University í Oxford. Áður
hafði hún lokið BA-gráðu frá
Listaháskóla Íslands. „Eftir fyrsta
árið í Bretlandi fór ég að leiða hug-
ann að því að leggja hjálparstarfi
lið, og reyna að verða að gagni með
þá menntun sem ég hafði fengið. Til
að gera langa sögu stutta var ég
fljótt kominn hingað til Gana og
starfaði í þrjá mánuði með arki-
tektasamtökum þar sem verkefnin
spönnuðu allt frá því að aðstoða við
hönnun munaðarleysingjahælis yfir
í að setja upp tímarit,“ segir hún.
„Um leið og þessari fyrstu ferð
var lokið fann ég mjög sterklega að
mig langaði að fara aftur út. Ég
klára arkitektúrsnámið og ræð mig
til vinnu á Íslandi. Þaðan vann ég
við hönnun dansmiðstöðvar í Gíneu.
Ég fæ svo skeyti ári síðar frá konu
sem vildi fá mig til liðs við litla stofu
sem hún rekur í Gana og fannst mér
m.a. tilvalið að komast með þessu
nær framkvæmdastaðnum í Gíneu,“
segir Steinunn og stóð ekki á henni
að svara kallinu. „Ég hef einsett
mér að læra eins og ég best get að
vinna í mismunandi menningar-
heimum og við mismunandi veður-
aðstæður og var það hluti af því
markmiði að koma aftur hingað út
til Vestur-Afríku.“
Mikið af vinnu Steinunnar tengist
hjálparstarfi Arkitekta án landa-
mæra. Væntanlega tengja flestir
lesendur hjálpar- og þróunarstarf
við lækna og hjúkrunarfræðinga
sem halda óttalausir til fátækra og
stríðshrjáðra heimshluta til að
bjarga mannslífum. Færri gera sér
grein fyrir hlutverki arkitekta í
hjálparstarfi. Steinunn segir skipta
miklu, til að vernda líf og heilsu
fólks og stuðla að sem bestri upp-
byggingu samfélaga, að þar séu
reist vönduð hús og góðir innviðir.
Hönnun bjargar
mannslífum
Í Gana hafa Arkitektar án landa-
mæra m.a. lagt áherslu á að lág-
marka flóðahættu. „Flóðavarnir
urðu að forgangsatriði eftir hörmu-
legt slys síðasta sumar. Þá varð
mikil rigning um miðja nótt og þar
sem jarðvegurinn er mjög þéttur
safnast vatnið fljótt upp, sér í lagi í
fátækrahverfunum sem liggja neð-
arlega í borginni. Á meðan kofarnir
voru á kafi leitaði fólk skjóls undir
skýli bensínstöðvar en eitthvað varð
til þess að gríðarstór sprenging
varð svo að meira en hundrað
manns létu lífið,“ segir Steinunn.
Lönd eins og Gana glíma við þann
vanda að skortur er á fólki með
nægilega menntun á sviði bygging-
arlistar. Brýn þörf er fyrir upp-
byggingu en ekki rétt þekking til
staðar í samfélaginu til að leysa
hönnunarhliðina vel af hendi. Sem
dæmi um það hverju góður arki-
tektúr getur breytt nefnir Steinunn
húsnæði fyrir saumakonur úti á
landsbyggðinni sem hún tók þátt í
að hanna fyrir þremur árum. „Það
er ótrúlega mikil frjósemi hérna og
varla að maður sjái konu úti á götu
öðruvísi en að hún beri barn á bak-
inu.
Um leið er ekkert sem heitir vel-
ferðarkerfi; allir verða að sjá sjálf-
um sér farborða, og getur eðlilega
minnkað sjálfstæði kvennanna að
bera alla ábyrgð á börnunum.
Vinnuaðstaðan sem við hönnuðum
gerir ráð fyrir svæði þar sem
saumakonurnar geta skilið börnin
eftir í umsjá annarra, á meðan þær
sjálfar vinna í heilnæmu umhverfi.
Þetta opnar fyrir möguleikann á
ýmsum tækifærum fyrir þær til að
mennta sig og styrkjast,“ útskýrir
Steinunn en hönnuninn var m.a. af-
rakstur ítarlegra viðtala við konur á
litlum saumastofum sem Steinunn
og kollegar hennar heimsóttu víða
um landið.
Leirinn þykir púkalegur
Með því berst talið einmitt að þeirri
áskorun vestræns arkitekts að
hanna mannvirki sem falla að þörf-
um fólks í þróunarlandi. Verður líka
að laga hönnunina að því bygging-
arefni og tækjum sem eru fáanleg á
hverjum stað. „Í borginni má finna
krana, vörubíla og gröfur en úti á
landi eru nánast engar vinnuvélar
til staðar og verður að stóla á
mannaflið. Og jafnvel þar sem gröf-
urnar eru til staðar getur verið
ódýrara að ráða menn til að grafa
skurði með skóflum því vinnuaflið
er svo ódýrt,“ segir Steinunn.
Stundum þarf hreinlega að snúa
hönnuninni á hvolf: „Á Íslandi vilj-
um við hafa stóra glugga til að
hleypa inn birtu sólarinnar og þurf-
um að hita húsin upp, en hér í Gana
gengur hönnunin út á að búa til
skugga og kælingu; reyna að halda
svalanum inni og koma í veg fyrir
að brakandi hitinn komist inn.“
Vitaskuld þarf líka að taka mið af
smekk heimamanna en þar segir
Steinunn að stundum rekist á hug-
myndir um notagildi, verð og útlit.
„Hið hefðbundna byggingaform er
að gera hús úr leir og má finna
mjög falleg leirhús víða á lands-
byggðinni. Leirinn er kjörinn til að
halda þægilegu og jöfnu hitastigi
innandyra og ódýr efniviður. Hins
vegar finnst fólkinu sem hérna býr
þetta hagkvæma, sjálfbæra og fal-
lega byggingarform vera mjög
púkalegt og viðhorfið ekki ósvipað
skoðunum Íslendinga á torfbæjum á
árum áður.“
Steinunn minnist orða kennara
síns við LHÍ, Sigrúnar Birgis-
dóttur. „Hún lýsti því þannig fyrir
okkur nemendunum að arkitektar
þurfi að vera litlir sérfræðingar í
mjög mörgu. Í dag skil ég þetta svo
vel; að það að hanna mannvirki
snýst ekki bara um falleg form og
línur og margt sem maður þarf að
átta sig á áður en byrjað er að
teikna.“
Brosin trompa
rafmagnsleysið
Hversu erfið er svo vistin í Gana?
Þrátt fyrir hitann og fátæktina get-
ur lífið þar varla verið alslæmt eða
hvað? Steinunn segir suma útlend-
inga sem koma til landsins til að
vinna koma sér þægilega fyrir í lít-
illi loftbólu sem aðskilur þá frá
veruleikanum. „Margir koma hing-
að á vegum stórra fyrirtækja og fá
þá „pakkadíl“ sem felur í sér alls
kyns forréttindi. Auk góðra launa
má vænta þess að hafa þernu, bíl-
stjóra, kokk, garðyrkjumann og
barnapíu að ógleymdum öryggis-
vörðunum og heimili í fínni bæjar-
hluta. Ég á bæði vini í lágstétt og
hástétt og efnaðri kunningjar mínir
Íslenski
arkitektinn
í Gana
Steinunn Egilsdóttir arkitekt lætur það
ekki á sig fá þó að göturnar í Akkra séu
ómalbikaðar og ræsin opin. Fólkið er hlýtt
og yndislegt og þægilegur hraði á lífinu.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Í Gana þurfa byggingaverkefnin að taka mið af að-
stæðum. „Í borginni má finna krana, vörubíla og
gröfur en úti á landi eru nánast engar vinnuvélar
til staðar og verður að stóla á mannaflið.“
„Lífið er einfalt en þau gera sér að góðu það sem til er,“ segir Steinunn .