Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 22
HÖNNUN Hönnunarmiðstöð Íslands, sem hefur verið í Vonarstræti undanfarin sjö ár, hefurfært skrifstofur sínar í húsnæði hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Þverholti11. Aðstaðan er tímabundin á meðan Hönnunarmiðstöð leitar að varanlegum heimkynnum. Hönnunarmiðstöð kveður Vonarstræti 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Mig langar í ... ... á vinnustofuna Balloons-innsetninguna eftir Martin Creed væri gott að hafa og skella sér í í hádegishléinu. Ég myndi þó alveg láta mér nægja falleg listaverk sem veita mér innblástur. ... á ganginn langar mig í Tube-veggljósið eftir Michael Anastassiades, sem er al- gjört listaverk eitt og sér og myndi gera mikið fyrir annars látlaust rými. ... í útópískri veröld Mig hefur alltaf langað í svokallaðan „conversa- tion pit“ með fullt af púðum, gólfteppi og arin og því væri einn slíkur í þeim heimi. Veröldin þyrfti þó ekki að vera svo útópísk og gæti orðið að veruleika einn daginn þar sem ég er búin að hanna og teikna viðbyggingu á húsið mitt með einum slíkum. Það kemur þó ekki alveg strax en það má láta sig dreyma. Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja eins og hún er gjarnan kölluð, rekur hönnunarstofuna S i D. Hjá S i D vinnur Sæja verkefni tengd innanhússhönn- un, upplifunarhönnun, sýningum og innsetningum fyrir heimili og fyrirtæki. Sæja deildi óskum sínum inn á heim- ilið með Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ... í svefnherbergið Svefnherbergið hefur setið svolítið á hakanum og mig langar í margt þar. Til dæmis væri ég til í nett og falleg náttborð eins og Mortimer-hliðarborðin frá Draenert sem fást hjá Módern, við djúsí rúmföt. ... í stofuna langar mig í fallegan stól og nýtt sófaborð. Klassíski Bibendum- stólinn eftir Eileen Grey í bláu flaueli kemur sterkur inn við sett af þremur borðum úr portoro-marmara frá 1st dibs. ... í holið Ég hannaði stálhillu með tölvuaðstöðu fyrir kúnna um daginn og féll sjálf fyrir henni. Ég væri því til í eina slíka og myndi raða fal- legum bókum, myndum og fylgihlutum í hana. ... í eldhúsið Væri ég til í einkakokk. Það er hins vegar ekki í boði svo að þangað til er ég í áskrift hjá Eldum rétt, það er alger snilld. Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.