Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 40
LESBÓK Barnadanssýningin Vera og vatnið verður sýnd í Tjarnarbíói á morg-un, sunnudag, kl. 15. Sýningin er ein þriggja sýninga sem tilnefndar eru
til Grímuverðlaunanna sem besta barnasýning ársins.
Vera og vatnið í Tjarnarbíói
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
Á fáeinum árum hefur húsið farið frá þvíað vera á ystu nöf – við vorum komin áfremsta hlunn að skila lyklunum – yfir
í að vera blússandi menningarmiðstöð sem
hýsir fjölda atvinnuleikhópa og frumsýnir ár
hvert fleiri og fleiri nýjar leiksýningar,“ segir
Friðrik Friðriksson, sem tók nýlega við sem
framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Mikil upp-
bygging hafi nýlega átt sér stað í húsinu, sem
felist meðal annars í gjörbreyttum sal, yfir-
byggðu porti sem þjóni sem kaffihús og bar og
stórbættri hljóðeinangrun. Óneitanlega
spennandi tímar til að taka við keflinu. „Við
erum loksins komin í þá stöðu að geta rekið
þetta hús með sóma og boðið fagfólki upp á að
gera húsið að vettvangi sínum.“
Áhugastimpillinn viðloðandi
Sá stimpill hefur lengi fylgt húsinu að þar séu
fyrst og fremst sýningar áhugamanna og fag-
fólkið haldi til í stærri leikhúsum en þetta á
ekki lengur við, að mati Friðriks.
„Hér áður fyrr var obbinn af framhalds-
skólasýningum sýndur hér og margir leikarar
stigu sín fyrstu skref í Tjarnarbíói, svo að eðli-
lega tengja margir húsið við áhugaleikhópa.
Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk vantaði sár-
lega sýningarrými og við fórum þess á leit við
borgina að Tjarnarbíói yrði breytt í svokallað
„black box“ og aðstaðan löguð að kröfum at-
vinnufólks. Ég geri skýran greinarmun á sjálf-
stæðum leikhópum og áhugaleikfélögum.“
Spurður í hverju munurinn felist svarar
Friðrik: „Við aðgreinum okkur frá áhugaleik-
félögum eins og Leikfélagi Kópavogs eða
Leikfélagi Mosfellsbæjar, þar sem fólk sinnir
leiklistinni í frítíma sínum, vegna þess að í
Bandalagi sjálfstæðu leikhúsanna, SL, er fag-
fólk sem hefur menntað sig í sviðslistum og
hefur atvinnu af listinni.
Áhugaleikhúsið á samt sterkar rætur á Ís-
landi, við eigum örugglega heimsmet í áhuga-
leikfélögum miðað við höfðatölu. Leikfélag
Reykjavíkur byrjaði til dæmis sem áhuga-
mannaleikfélag en er nú hryggjarsúlan í einu
af stærri leikhúsum okkar, Borgarleikhúsinu.“
Ný íslensk verk áberandi
Á döfinni er þétt og fjölbreytt leikár sem ein-
kennist af frumsköpun og íslensku efni, að
sögn Friðriks. Hvorki meira né minna en
sautján ný íslensk verk verða frumsýnd ef úr
verður sem horfir.
„Við byrjum með því að frumsýna verkið
Strip núna í ágúst. Það er byggt á reynslu
Olgu Sonju Thorarensen af vafasömum krók-
um og kimum Berlínar. Svo verður einleik-
urinn Sóley Rós ræstitæknir frumsýndur
næst á eftir. Verkið er byggt á samtali við
konu sem hefur glímt við barnsmissi og átt
mjög skrautlega ævi.
Leikhópurinn Kriðpleir kemur hingað inn
með nýtt verk líka en hefur ekkert gefið upp
um eðli þess. Síðasta uppsetning hópsins,
Krísufundur, lék á allan tilfinningaskala
áhorfenda og nú verður hann með nýtt verk
sem verður án efa uppfullt af húmor og frum-
legum lausnum.“
Friðrik heldur áfram að þylja fyrir blaða-
mann heiti hinna ýmsu sviðslistahópa og nýj-
ustu verka þeirra. Ýmislegt spennandi kemur
þar við sögu, kunnug og ókunnug nöfn, erlend
og hérlend, hefðbundnar sýningar, dansleik-
hús, búnrakú brúðuleikhús og allt þar á milli.
„Ég er örugglega að gleyma einhverjum í
þessari upptalningu en þú sérð að þetta verður
fjölbreytt leikár,“ segir hann.
Vettvangur en ekki valnefnd
Spurður af hverju við þurfum að sinna sjálf-
stæðum leikhópum, hvort ekki sé nóg fyrir
smáþjóð eins og Ísland að vera með Borgar-
og Þjóðleikhús, spyr Friðrik glettinn á móti:
„Af hverju þurfum við meira en eitt opinbert
ríkisleikhús? Það er hægt að tína til margar
góðar ástæður, tel ég.“
Nefnir hann að innan Tjarnarbíós eigi sér
stað mikil frumsköpun, grasrótina sé þar að
finna og að í Tjarnarbíói starfi engin nefnd
með það fyrir augum að velja verkefni fyrir
listamennina.
„Hér á sér stað frumsköpun og rannsóknar-
vinna hjá listamönnunum sem sprettur úr ís-
lenskum jarðvegi og talar beint til samtímans.
Við sýnum sjaldnast erlend verk, án þess að
við lokum á það; flestar umsóknir eru einfald-
lega um nýtt íslenskt efni. Við erum sérstakt
leikhús að því leyti að hér starfar engin nefnd
sem stýrir verkefnavali leikársins, listamenn-
irnir koma hingað inn með hugmyndir sínar og
við fáum að velja úr. Við erum hýsingaraðili og
vettvangur fyrir hópa til að láta drauma sína
rætast.“
Í verkefnavali beggja stóru leikhúsanna er
vissulega alltaf eitthvað um ný íslensk verk en
þörfin er miklu meiri, að mati Friðriks.
Eitt hrós var upphafið
Friðrik segist ekki hafa uppgötvað taugar sínar
til leiklistarinnar fyrr en hann var átján ára og
nýfluttur aftur til æskuhaganna í Njarðvík.
„Ég spyr vin minn þegar ég byrja í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja hvað maður eigi nú að
velja og hann ráðleggur mér:
„Taktu leiklist 103 og listir 103, það er rosa-
lega gaman og engin próf!“
Mér fannst náttúrlega kjörið að sleppa við
prófin svona einu sinni og ákvað að slá til.“
Lagt hafi verið mat á leikræna getu nemenda
í kúrsinum og Friðrik strax fundið fyrir meðbyr.
„Kennaranum fannst ég standa mig svo vel að
hann gekk út frá því að ég hefði einhverja
reynslu af faginu. Þetta litla hrós eitt og sér var
svo mikil innspýting fyrir mig að ég sótti um hjá
leikfélaginu í FS næstu tvö árin. Ég fékk svo
mikinn meðbyr þar, lék meira að segja aðal-
hlutverkið mitt síðara ár í leikfélaginu, að ég
ákvað að leggja þetta fyrir mig.“
Síðan þá hefur Friðrik leikið í fjölda sýninga.
Skömmu eftir útskrift úr Leiklistarskóla Ís-
lands fékk hann fyrsta stóra hlutverk sitt með
Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann lék Pétur
Pan í jólasýningu Borgarleikhússins, en nú síð-
ast lék hann í Ofsa með hópnum Aldrei óstelandi
við góðar viðtökur. Þá lauk hann MBA-námi við
HÍ í vor, sem mun án efa gagnast honum vel í
nýju hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri
Tjarnarbíós.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grasrót í íslenskum jarðvegi
Nýr foringi er tekinn við í heimili hinna sjálfstæðu leikhúsa við Tjörnina, Tjarnarbíói, og heitir hann Friðrik Friðriksson.
Hann ræðir við sunnudagsblaðið um húsið og íslensku sviðslistasenuna, gróskuna, grasrótina og sín fyrstu skref í listinni.
Matthías Tryggvi Haraldssin mth@mbl.is
’Við aðgreinum okkur frááhugaleikfélögum þar sem fólksinnir leiklistinni í frítíma sínumvegna þess að í Bandalagi sjálf-
stæðu leikhúsanna, SL, er fagfólk
sem hefur menntað sig í sviðs-
listum og hefur atvinnu af listinni.
Eitt hrós frá kennaranum
varð til þess að Friðrik
lagði listina fyrir sig.