Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 LESBÓK Eva Rún Snorradóttir sendi ádögunum frá sér sína aðraljóðabók, Tappa á himninum, en Heimsendir fylgir þér alla ævi kom út fyrir þremur árum. Fram að því hafði hún aðallega helgað sig sviðslistum, er menntaður sviðshöf- undur frá Listaháskólanum, starf- aði með sviðslistahópnum 16 elsk- endum og stofnaði síðan Framandverkaflokkinn Kviss búmm bang. Hún hefur eðlilega verið að fást við texta sem lið í sviðslist, en hún tók líka þátt í að ritstýra kynjaritinu Kjaftfor og gefa það út á sínum tíma. Eva segir að það sé margt svipað með skáldskap og sviðslistinni. „Ég hef verið að skrifa frá því ég var lítil og laumast með það, en mér finnst við í Kviss búmm bang þannig séð líka hafa verið að gera einskonar ljóð, að velja einhver sýni úr veröld- inni og stilla þeim saman, að draga eitthvað fram.“ Ljóðin í Tappa á himninum eru óvenjuleg sem ljóð, líkjast frekar stuttum prósatextum eða örsögum, sem draga upp mynd af lífi í út- hverfi, nánar tiltekið Neðra- Breiðholti, þar sem Eva ólst upp. Heimsendir fylgir þér alla ævi fjallaði líka um Breiðholtið, „var umfjöllun um það hvernig er að koma aftur á æskuslóðir og upplifa þann heim aftur sem fullorðin og það er því sami tónn í bókunum þó þær séu efnislega ólíkar,“ segir Eva. „Þegar kona er barn er heimur- inn einhvernveginn lagður fyrir hana eins og samfélagið sé einhver náttúra en þegar kona verður full- orðin kemst hún að því að við erum alltaf að taka þátt í að skapa þessi norm og gildi og styrkja og viðhalda á hverjum degi, þetta er allt tilbún- ingur okkar. Það er svo rosalega mikilvægt að átta sig á því vegna þess að það passa ekki allir inn í fyr- irframgefin form sem geta verið mjög þröng og afmörkuð. Í gegnum tíðina hef ég einmitt skrifað um það að hafa verið lesbía inni í skáp sem samfélagið bjó til utan um mig og skilgreindi, og ég vissi varla hvað það var því það var svo hulið. Þessa fjarlægðarrýni á samfélagið höfum við mikið notað, ég í skrifum og við í Kviss búmm bang.“ – Stundum er ógn undir í ljóðun- um eins og í ljóðinu Það er tappi á himninum og í Ísjökum þegar per- sónan í ljóðinu lýsir því er hún hleð- ur vegg úr húsbúnaði á milli rúms- ins og hurðarinnar, á milli „Mín og annarra. Mín og hnífaskúffunnar.“ „Það fjallar líka um það hvað get- ur gerst þegar maður passar ekki inn í normið og þegar normið er svo ruglað að það er aldrei rætt um það sem kemur upp. Þá tekur allskonar annarlegt að safnast upp innra með þér og í ljóðinu er ég líka að fjalla um ákveðinn geðsjúkdóm sem tók að myndast í þessu ástandi, í leynd og skömm og þögn.“ Tappi á himninum varð til á síð- ustu tveimur árum og á rætur í ljóði sem komst ekki í Heimsendir fylgir þér alla ævi eins og Eva lýsir því. „Þegar Heimsendir fylgir þér alla ævi kom út áttaði ég mig á því að það hefði týnst eitt ljóð, Stjörnu- þokan, ljóð sem mér þótti mjög vænt um. Það varð svo eins og fræ að Tappa á himninum og fyrsta ljóð- ið í henni er unnið uppúr því ljóði. Ég hef lengi ætlað að skrifa um mörk þess að vera stelpa og kona, barn og fullorðin, það er svo mikið í þeim mörkum og þau eru svo góð leið til að kanna þennan félagslega skapaða heim okkar. Ég er búin að vera í tíu ár að nótera hjá mér og vera með á bak við eyrað að mig langi til að vinna með þessa hug- mynd og þegar ég var búin með Heimsendinn þá var mikið efni eft- ir. Ég fann þó að ég þyrfti að gera það á einhvern annan hátt, að fjalla dýpra og meira, betur um þetta og þá sem einskonar prósatexta. Mér finnst líka mikilvægt að gera reynsluheimi kvenna, unglings- stúlkna skil, og eins að fjalla um þetta tímabil, tíunda áratuginn, sem er merkilegur á marga vegu. Ég hef svo verið mjög mikið spurð um það af hverju Tappi á himninum sé skilgreind sem ljóða- bók en ekki sem smásögur, nóvella, sagnasveigur, eða eitthvað annað. Fólk sem hefur lesið bókina hefur mjög ólíkar skoðanir á forminu og mér finnst það skemmtilegt. Ég er vön því að vera á jaðrinum í list- sköpun og þá bara gott að vera það í þessu líka, þó það hafi ekki verið skipulagt, það bara kom svona.“ Vön því að vera á jaðrinum Eva Rún Snorradóttir hefur starfað með sviðslistahópum, en líka fengist við ljóðlist, enda segir hún margt svipað með skáldskap og sviðslistinni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Andvaka, fyrsti hluti þríleiksins sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir sl. haust, kom út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar fyrir stuttu. Næstu bækur þríleiksins, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja, verða gefnar út síðar á árinu. Þríleikurinn segir frá Ása og Öldu, alþýðu- fólki í Noregi á óræðum tíma sem leitar að skjóli þar sem Alda er komin á steypirinn. Jon Fosse er eitt kunnasta leikskáld Norð- manna og hefur einnig sent frá sér verð- launaðar skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn. Á síð- asta ári gaf Dimma úr söguna Morgunn og kvöld eftir Fosse sem var einnig í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Saga Ása og Öldu Í skáldsögunni Ef þú vilt eftir danska rithöf- undinn Helle Helle segir frá því er maður villist í jóskum skógi að haustlagi en rambar svo fram á konu sem er líka villt. Í ljósaskipt- unum finna þau frumstætt skýli í skógar- þykkninu og láta þar fyrir berast um nóttina og langt fram á næsta dag. Smám saman fær lesandinn að heyra lífssögur þeirra og sér að þau eru ekki bara villt í skóginum, heldur hafa þau líka villst í lífinu. Helle Helle er meðal fremstu rithöfunda Dana og hafa bækur hennar hlotið margar viðurkenningar og verið þýddar á fjölda tungumála. Ef þú vilt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2015. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Villt í jóskum skógi Ótrúleg saga Indverja sem hjólaði til Svíþjóð- ar á vit ástarinnar eftir sænska blaðamann- inn Per J. Anderson er sönn saga sem segir frá Pradyumna Kumar Mahanandia, eða bara Píkei, sem elti ástina á hjóli frá Nýju Delí til Borås í Svíþjóð – rúma sex þúsund kílómetra. Píkei fæddist í smáþorpi í Odisha- fylki. Hann varð síðar götulistamaður í Nýju Delí og þar kynntist hann sænskri stúlku, Lottu og með þeim tókust ástir. Þegar Lotta snýr aftur heim til Svíþjóðar ákveður Píkei að fara á eftir henni, kaupir sér notað kvenmannshjól og leggur af stað, enda hefur hann enga hugmynd um hve langt er til Svíþjóðar. Ísak Harðarson þýddi. Ótrúleg saga Indverja Bókaútgefendur hafa margir velt því fyrir sér hvort hægt væri bjóða upp á áskrift að rafbókum, eins- konar rafrænt bókasafn, líkt og Spotify gerir með tónlist. Ýmis fyrirtæki hafa gert til- raunir hvað þetta varðar, aðallega vestan hafs, en flest lagt upp laup- ana eftir skamma ævi. Sænska fyrirtækið Storytel byrj- aði sem hljóðbókafyrirtæki fyrir rúmum áratug og hefur gengið býsna vel á heimamarkaði, enda gengur vel að selja hljóðbækur á netinu. Storytel hyggst þó færa út kvíarnar og keypti á dögunum danska fyrirtækið Mofibo, sem býð- ur rafbækur í áskrift. Notendur Storytel voru um 200.000 en með kaupunum á Mofibo bætast um 50.000 notendur við. Líkt og fleiri áskriftaþjónustur, til að mynda Nubico á Spáni og Skoobe í Þýskalandi, hefur Mofibo hefur ekki gengið ýkja vel, en eig- andi Storytel treystir á það að bet- ur muni ganga að selja samtímis hljóðbækur og rafbækur í áskrift. Fyrir um 2.500 kr. á mánuði er hægt að lesa eða hlusta á eins margar bækur og maður kemst yfir hjá Storytel. Áskrift hjá Mofibo kostar tæpar 2.000 kr. Storytel kaupir Mofibo BÆKUR Í ÁSKRIFT 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.