Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
LESBÓK
Ofurhetjur frá hinum gríðarstóraheimi bandarískra myndasagna eruorðnar jafn stór hluti af æsku
landsins og íslensku jólasveinarnir, Jesú-
barnið og snuð á 17. júní, ef ekki stærri.
Yngri kynslóðir alast upp við fyrirmyndir á
borð við Superman, Batman, Spiderman og
lengur mætti telja. Flestar hetjurnar, jafnt
þær alþekktu sem taldar voru upp sem síður
þekktar ofurhetjur, eiga uppruna sinn í
skálduðum heimi tveggja bandarískra út-
gáfufyrirtækja, Marvel og DC Comics, sem
undanfarin ár hafa verið í stórsókn á kvik-
myndaskjám heimsins.
Ofurhetjuæðið í kvikmyndahúsunum hefur
varla farið framhjá neinum. Í skálduðum
heimi beggja útgáfufyrirtækja, sem hin ýmsu
framleiðslufyrirtæki og kvikmyndaver hafa
kappkostað að festa á filmu, er að finna fjöl-
margar hetjur og ævintýri þeirra. Nýlega
höfum við fengið að sjá heimana þróast í þá
átt að hetjur innan þeirra eiga samskipti sín
á milli, frekar en að ein mynd fjalli um eina
hetju.
Tveir ólíkir heimar
Þannig varð heimurinn til sem kenndur er
við Marvel Cinematic Universe þegar mynd-
in Iron Man kom út árið 2008. Síðan þá hafa
fleiri hetjur bæst í leikinn, meðal annars þeir
Hulk, Thor og Captain America. Árið 2012
fengum við síðan að sjá allar þessar hetjur í
sömu kvikmynd þegar Avengers kom út.
Þrettánda myndin sem kennd er við þennan
kvikmyndaheim Marvel kom út í ár og heitir
Captain America: Civil War.
Svipaðar tilraunir er nú verið að gera við
söguhetjur hjá DC Comics, sem hafa ekki
verið eins tíðar en eru engu að síður mjög
áberandi í kvikmyndahúsum. Árið 2013 fór í
loftið fyrsta myndin í nýrri seríu kvikmynda
um hið alkunna ofurmenni Superman. Hét
myndin Man of Steel og markaði upphaf
kvikmyndaheimsins sem kenndur er við DC
Extended Universe. Í ár sjáum við síðan
aðra myndina sem á að gerast í þessum
sama heimi, Batman versus Superman. Sú
mynd kynnir jafnframt til leiks glænýjan leð-
urblökumann en þríleikur leikstjórans Chri-
stopher Nolan um þá hetju var stórsigur ef
marka má viðtökur, svo fróðlegt verður að
sjá hvernig hinum nýja Batman verður tekið.
Það að ofurhetjur öðlist nýtt líf í nýrri
kvikmyndaseríu með þessum hætti er ekki
óalgengt. Þannig var The Fantastic Four,
sem kom út í fyrra, endurnýting á sömu
hetjum og við sáum í kvikmyndahúsum tíu ár-
um áður. Eins var Spiderman settur aftur í
gang árið 2012. Þá stendur til að endurlífga
hinar vösku hetjur Power Rangers í nýrri
kvikmynd á næsta ári, þótt þær tilheyri
reyndar hvorki Marvel né DC Comics.
Sunnudagsblaðið tók saman allar myndir
sem komið hafa út um sögupersónur útgáfu-
risanna tveggja það sem af er 21. öld. Látinn
er fylgja gróði hverrar kvikmyndar fyrir sig
talinn í Bandaríkjadölum og talan feitletruð ef
hún nær umfram milljarð.
Daredevil
179.179.718
X2: X-Men
United
407.711.549
Hulk
245.360.480
The Punisher
54.700.105
Spider-Man 2
783.766.341
Blade:Trinity
128.905.366
Ghost Rider
228.738.393
Fantastic Four:
Rise of the
Silver Surfer
289.047.763
Spider-Man 3
890.871.626
Iron Man 3
1.215.439.994
The Wolverine
414.828.246
Kick-Ass 2
60.795.985
Thor:The
Dark World
644.783.140
Captain
America:The
Winter Soldier
714.766.572
The Amazing
Spider-Man 2
708.982.323
X-Men:
Days of
Future Past
748.121.534
Guardians
of the Galaxy
774.176.600
Thor
449.326.618
X-Men: First Class
353.624.124
Captain America:
The First Avenger
370.569.774
Ghost Rider:
Spirit of Vengeance
132.563.930
The Avengers
1.518.594.910
The Amazing
Spider-Man
752.216.557
Avengers: Age of Ultron
1.405.413.868
Ant-Man
519.445.163
Fantastic Four
167.977.596
Captain America:
Civil War
1.107.893.948
X-Men:
Apocalypse
265.831.017
Doctor
Strange
(væntanleg)
Batman Begins
374.218.673
The Dark Knight
1.004.558.444
The Spirit
39.031.337
Batman v Superman:
Dawn of Justice
871.075.948
Suicide Squad
(væntanleg)
V for Vendetta
132.511.035
Superman Returns
391.081.192
The League of
Extraordinary
Gentlemen
179.265.204
Watchmen
185.258.983
Green
Lantern
219.851.172
Man of Steel
668.045.518
The Dark Knight Rises
1.084.439.099
Catwoman
82.102.379
X-men
296.339.527
Spider-Man
821.708.551
Blade 2
155.010.032
Elektra
56.681.566
Fantastic
Four
330.579.719X-Men:
The Last Stand
296.339.527
Iron Man
585.174.222
The Incredible Hulk
263.427.551
X-Men Origins: Wolverine
373.062.864
Kick-Ass
96.188.903
Iron Man 2
623.933.331
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
Ofurhetjumyndir og
gróði í dollurum.
Ofurhetjuæði án enda
Kvikmyndir um bandarískar ofurhetjur eru í stórsókn og persónur tveggja útgáfufyrirtækja, Marvel og
DC Comics, áberandi þar á meðal. Sunnudagsblaðið veltir fyrir sér þessum skáldaða heimi ofurhetjanna.
Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is