Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 6
w
Aðalfundur
Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum
verður haldinn fimmtudaginn
27. mars n.k. kl. 20:00
í sal Heiðarskóla Reykjanesbæ.
ÍDAGSKRÁ
! • Venjuleg aðalfundarstörf
‘ • Onnur mál
Kajfiveitingar
Félagar og velunnarar
eru hvattir til þess að mæta.
Stjórn Þ.S.
J fj j'J rJ E J j'jJ? U r>J Ó j'J U S'ÍA
PREMIUM
Eldur í bíl við
Bláa lónið
Asunnudagskvöld var
Lögreglunni í Kefla-
vík tilkynnt um eld í
fölksbifreið á Grindavíkur-
vegi móts við Bláa Iónið.
Olía hafði lekið úr bifreið-
inni og eldur blossað upp
undir vélarhlífinni. Vegfar-
andi sem átti leið hjá var
með slökkvitæki í bifreið
sinni og slökkti hann eld-
inn. Slökkviliðsbifreið frá
Grindavík kom á staðinn og
voru slökkviliðsmcnn búnir
að tryggja örugglega að
ekki leyndist eldur í bifreið-
inni.
Fimm umferðaróhöpp voru
um helgina á Suðumesjum
saml<væmt dagbók Lögregl-
unnar í Keflavík.
Ökumenn á Suð-
urnesjum sem
beljur að vori
Nóg hefur verið að gera
hjá Lögreglunni í
Keilavík síðustu daga
við umferðareftirlit eins og
dagbók lögreglunnar sýnir.
Töluvert margir ökumenn
voru kærðir vegna
hraðaksturs og fyrir það að
tala í farsima, auk þess sem
nokkrir voru kærðir fyrir
almenn umferðarlagabrot.
Það virðist því vera sem
ökumenn á Suðurnesjum
hafi síöustu daga verið sem
beljur að vori.
Við mælum með
I ' Þ
iiz) pij jiinr
Jéuufjjjjjj pjjjjjj j \ivb\d,,,,
..en bara rétt á meðan leik Liverpool - Celtic stendur!
Komið og sjáið alvöru leik á risabreiðtjaldi!
Bein útsending frá síðari
leik liðanna í 8 liða úrslitum
Evrópukeppni félagsliða.
ó^OSTA &
Ot-jafidixiE
r kl, 1
rj\ Ú CÍlboúH
.0
V
7 \
MATARLYST ATLANTA
IÐAVELLl R 1 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4797
SAMNINGAVIÐRÆÐUH
VEGNA STÁLPÍPUVERK-
SMIÐJU ENN í GANGI
Samningaviðræður eru nú
í gangi milli verktaka og
fyrirtækisins Inter-
national Pipe and tube vegna
fyrirhugaðrar stálpípuverk-
smiðju í Helguvík. David
Snyder framkvæmdastjóri iyr-
irtækisins sagði í samtali við
Víkurfréttir að hann gæti ekk-
ert sagt um stöðu máia eins og
stendur.
Eins og greint hefur verið frá
hófust framlrvæmdir í Helguvík
vegna stálpípuverksmiðjunnar sl.
föstudag, en þá var farið að
sprengja klöppina niður.
Fjölmenni við útför Jónasar
Einarssonar Waldorff
Fjölmenni var við útför Jónasar Einarssonar Waldorff sem fram fór frá
Keflavíkurkirkju á þriðjudag. Jónas lést í umferðarslysi á Reykjanes-
braut þann 9. mars sl. Jónas var nemandi við Heiðarskóla í Keflavík
og þar er hans sárt saknað. Starfsfólk Heiðarskóla hefur sent Víkur-
fréttum minningarorð sem eru hér meðfylgjandi.
Jónas Einarsson Waldorff
Fæddur 1. apríl 1989 • Dáinn 9. mars 2003
Mánudagsmorguninn 10. mars
s.l. minnti veturinn á sig með
nistingskulda. Sá kuldi var í sam-
ræmi við þau voveiflegu tíðindi
að Jónas Einarsson Waldorff
nemandi í 8. bekk í Heiðarskóla
í Keflavík hefði farist í bílslysi
kvöldinu áður. Þó að í Heiðar-
skóla sé bæði hlýtt og bjart þá
læddi kuldinn og vetarmyrkrið
sér inn í hvem krók og kima húss
og sála þennan morgun.
Jónas var nemandi í Heiðarskóla
ffá fyrsta starfsári skólans 1999.
Strax í upphafi var sýnt að orð og
æði hans kallaði á þolinmæði og
nærgætni belckjarfélaga, kennara
og annarra starfsmanna.
í stóru og flóknu samfélagi
gmnnskóla er oft djúpt á þessum
þáttum. Þeir nemendur sem sam-
samast ekki strax þurfa stuðning
og tilsögn. Jónas var einn af
þeim.
Með dyggri leiðsögn foreldra
sinna og kennara virtist sú til-
sögn vera að ná fótfestu. Jónas
var tilbúinn að sættast á álcveðnar
leikreglur, sjálfan sig og um-
hverfi sitt. Það er góð tilfinning
fyrir oklcur sem eftir stöndum að
hafa skilið við hann í þeirri vissu.
Heiðarskóli varð fátækari 9.
mars. Ótímabært dauðsfall
Jónasar er okkur sár áminning
um að lífið er ekki sjálfgefið.
Það fær okkur jafnframt til að
skerpa á þeim lífsgildum að
virða sérstöðu hvers og eins með
framkomu okkar og viðhorfi
hvers í annars garð.
Minning olckar um leitandi, góð-
hjartaðan 13 ára dreng, sem þrátt
fyrir stutt innlit tókst að gefa
skólastarfinu gildi, mun hjálpa
okkur að hleypa birtu og hlýju
um Heiðarskóla á ný.
Starfsfólk Heiðarskóla sendir
fjölskyldu Jónasar Einarssonar
WaldorfT dýpstu samúðarlcveðjur.
f.h. starfsfólks
Heiðarskóla, Keflavík
Björn Víkingur Skúlason
6
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!