Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 19
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Frainhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Heiðargerði 21a, Vogum, þingl. eig. Edward Öm Jóhannesson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 13:45. Hringbraut 96,0101, Keflavík, þingl. eig. Bjöm Ingi Pálsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hflHellu og Sparisjóður- inn í Keflavík, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 10:45. Norðurgarður 8, Sandgerði, þingl. eig. ÞrotabúVélsmiðjan Tikk ehf, gerðarbeiðendur AcoTæknival hf og Vátrygginga- félag Islands hf, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 11:30. Helgi Bjarnason Vatnsholti 7 c. Keflavík, verður 50 ára n.k. laugardag 22. mars. Hann ásamt konu sinni Aðalheiði Valgeirsdóttur tekur á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Golfsskálanum Leiru kl. 20.00. Strandgata 25, 0101, Sandgerði, þingl. eig. Tros ehf, gerðarbeið- andi Tros ehf, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 11:15. Vogagerði 4, Vogum, þingl. eig. Valdimar Grétarsson og Höbbý Rut Amadóttir, gerðarbeiðendur Fróði hf og Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Keflavík, 18. mars 2003. Jón Eysteinsson Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: Ellen Sig GK-417, skipa- skrámr.1900, þingl. eig. Eignar- haldsfélagið Gullsjór ehf, gerðarbeiðendur Haíharsjóð- ur Snæfellsbæjar, Óli Friðbergur Kristjánsson og Víborg ehf, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 10:00. Katrín GK-117, skipaskrámr. 7392, þingl. eig. Eignarhaldsfé- lagið Gullsjór ehf, gerðarbeiðendur Hatnarsjóð- ur Snæfellsbæjar og Sparisjóður Hafharf arðar, miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 10:15. Sýslumaðurinn í Keflavík, 18. mars 2003. Jón Eysteinsson Sparisjóðurinn í Keflavík Ánægja með Sparisjóðinn jr síðustu viku voru kynnt- ar niðurstöður mælinga hjá Islensku ánægjuvog- inni og fá Sparisjóðimir hærri einkunn viðskipavina sinna en önnur fjármálafyr- irtæki á íslandi. Skv. niður- stöðunum mældist ánægja viðskiptavina Sparisjóð- anna 75,4 á kvarðanum 0- 100. Sparisjóðimir komu ekki aðeins vel út í saman- burði við samkeppnisaðila sína hér á landi heldur var einkunn Sparisjóðanna mjög góð á alþjóðlegan mælikvarða. Þetta er fjórða árið í röð sem Sparisjóðim- ir fá þessa viðurkenningu frá viðskiptavinum sínum og verður það að teljast sér- staklega góður árangur því að á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á fjár- málamarkaði og væntingar viðskiptavina til þjónustu banka og sparisjóða aukist stöðugt. Þekktur kanadískur Verður skemmtidagsskrá Paul Royters dá- leiðara fyndnasta sýning sem þú munt sjá á ævi þinni? Paul Royter hefur í meira en 30 ár ferðast og skemmt í nánast öllum heimshorn- um, frá Singapore og Ástr- ah'u til Bermúdaeyja og Trinidad, um þver og endi- löng Bandaríkin og Kanada. Og nú er komið að Islandi! Sýning Royters er ofl nefnd „FYNDNASTA SÝNING HEIMS“ því hann fær fólk úr salnum upp á svið, dáleiðir það og fær það til að fremja hvaða kúnst sem er. Sjón er sögu ríkari! Hin- ir dáíeiddu verða skyndilega hluti af spilandi sinfón- íuhljómsveit, sumir muna ekki hvað þeir heita, né vita hve margir fingur þeirra eru. Aðrir telja sig vera frægar rokkstjömur eins og Elvis, Britney og Björk. Halda mætti þegar horft er á hina dáleiddu skemm- ta, að þeir hafi æfl sig tímunum saman - en öðru nær. Allir sem koma upp á svið, fara þangað af fiís- um og fijálsum vilja. Það er ekki búið að „díla“ við neinn fyrirfram. Þetta er fjölskylduskemmtun sem hentar öllum ald- dávaldur í Stapanum urshópum. Engin ruddamennska sem særir. Eldri sem yngri gráta af hlátri þegar vinir þeirra og ætt- ingjar skemmta þeim með einhvetju sem þeir hafa aldrei sést gera fyrr. Paul lærði dáleiðslu í American Institute of Hypnos- is í Irvine í Kalifomíu. Hann er með full réttindi sem meðferðarfulltrúi í dáleiðslu. Núna nýtir hann þekkingu sína til skemmtunar. Hann ferðast 10 mánuði á ári og er því þétt bókaður og því gefst lítill tími aflögu fyrir lækningameðferðir en Paul útilokar samt ekki að hann muni snúa sé að meðferðinni í framtíðinni. Ef þú hefur aldrei farið og séð góðan dáleiðara að störfum, ekki missa af Paul Royter. Maður eins og hann sem í 30 ár hefur gefíð sig all- an af ástriðu i hið vandasama verk dávalds - skapar sviðsnærveru sem þykir vera einstök í heiminum í dag. Mun amma þín troða upp í Vetrargarðinum á morg- un?... kannski pabbi þinn eða langafi?... Miðar á þessa stórfyndnu sýningu kosta aðeins 1900 krónur og munu verða seldir á þjónustuborði SMÁRALINDAR og í upplýsingasíma 555 6424. Sýningarstaðir: Þriðjudaginn 25. mars í Stapanum, Reykjanesbæ frá kl. 20-22. Minning; f 10.09.1925 d. 23.Oí.2003 Eg var víðsfjarri þegar Torfi Stefánsson æskuvin- ur minn var jarðsettur þann 31. janúar si. Þótt seint sé vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Á útfarardaginn birtist grein eftir Ástu stóru systur þar sem hún segir í stuttu máli frá fjöl- skyldunni og harðri Iífsbaráttu á krcppuárunum. Fjölskyldufaðirinn Stefán Jóhannsson fórst með fleirum þegar uppskipunarbátnum hvolfdi við Stokkavörina. Þann dag man ég vel. Dísa, stóð þá eftir með þrjú börn, Ástu, Nönnu og Torfa, sem var yngstur, á fimmta árinu.Torfi var fyrsti leikfélagi minn, við bjuggum á Kirkjuveg 11, þau á 12. Dísa vann myrkranna á milli, alla daga og þótt stóra systir stæði sig vel þótti Torfa gott að fá hressingu hjá mömmu og var daglegur gestur hjá okkur. Alla tíð hélt hann tryggð við mömmu, kom við, þegar þannig lá á honum ,settist við eldhús- borðið og sagði „áttu ekki kaffi- sopa Unnur mín”. Oft komum við Túi, það var Torfi nefhdur, við hjá Guðnýju fóðurömmu hans, þar fengum við „ofaní- bleytt” mjólkurbland og skonrok, sem dýft var í blandið. Það þótti góðgæti í þá daga. Leiðir skyldu en við urðum seinna samskipa á bv. Keflvíking og þegar ég eignaðist bát var Túi fyrsti maðurinn sem ég réði. Seinna vann hann í fískverkun hjá okkur. Túi var hraustmenni, afbragðs verkmaður, hann þurfti færri handtök við verkin en flestir aðrir, snyrtimenni og vandvirkur. Hann var afskiptalaus um annarra hagi og engum hallmælti hann. Síðustu árin átti Túi í erfiðum veikindum, alltaf sagðist hann þó bara hafa það sæmilega gott. Hann sá um sig sjálfur, sauð sér ýsu þegar honum þótti þurfa. Torfi yngri sá um að Túa skorti ekki soðningu. Hann var sáttur við sitt og öfundaði engan. Ásta kallarTúa ljúfling, undir það vil ég taka af heilum hug. Góður drengur er genginn, en minningin lifir hjá þeirn sem hann þekktu. Ólafur Björnsson Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Önnu Magneu Bergmann Hringbraut 77, Keflavík Böðvar Þ. Páisson Ásta Vigdís Böðvarsdóttir Kristján Vilberg Vilhjálmsson Margrét Böðvarsdóttir Anna Þóra Böðvarsdóttir Lúðvík V. Smárason barnabörn og barnabarnabörn Guð blessi ykkur öll Körfuboltasyrpa úr úrslitakeppninni í körfuknattleik á: www.vf.is VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.