Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 12
Sandgerði:
Lokun bræðslunnar eins
og þruma úr heiðskíru lofti
Framtíð fiskimjölsverk-
smiðju Sfldarvinnslunn-
ar í Sandgerði mun ráð-
ast á stjórnarfundi í fyrir-
tækinu sem hófst nú eftir há-
degið. Starfsmönnum fyrir-
tækisins var tilkynnt um
uppsagnir á föstudag og á
Bylgjunni var sagt að þær
hafi komið eins og þruma úr
heiðskíru lofti yfir starfs-
menn verksmiðjunnar og
bæjaryfirvöld í Sandgerði.
Komið hefur fram að ráðist
hefði verið í miklar fram-
kvæmdir við höfnina i Sand-
gerði fyrir nokkru í því augna-
miði að stærri skip gætu landað
afla til bræðslunnar. Þá er
skammt síðan bræðslan var
endurbyggð að stórum hluta en
þær ffamkvæmdir kostuðu um
400 milljónir króna.
Björgólfiir Jóhannsson forstjóri
Síldarvinnslunnar vildi ekki
staðfesta nú rétt fyrir hádegið
að loka ætti verksmiðjunni fyrir
fullt og allt og sagðist ekkert
geta sagt um það fyrr en að
loknum stjómarfiindi sem hald-
inn verður eftir hádegið. Frá
þessu var greint í Auðlindinni í
Ríkisútvarpinu. Fimm fastir
starfsmenn hafa verið við fiski-
mjölsverksmiðjuna í Sandgerði
og 12-13 yfir loðnuvertíð í um
eins til tveggja mánaða tima ár
hvert.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjómarformaður Síldarvinnsl-
unnar, sagði við RUV að eftir
samruna SR-Mjöls og Síldar-
vinnslunnar þyrfti að fækka
fiskimjölsverkmiðjum.
Bræðslu hefitr þegar verið hætt
í verksmiðjunni á Reyðarfirði
og nú bætist Sandgerði við.
Engin loðna hefur borist til
bræðslu í Sandgerði frá ára-
mótum en á síðasta ári tók
verksmiðjan á móti 27.000
tonnum.
Einingar úr verksmiðjunni
verða nýttar í verksmiðjum
Síldarvinnslunnar annars staðar
á landinu.
Samvinna
í atvinnumálum
á Suðurnesjum
/r
fundi bæjarstjórnar
Sandgerðis í síðustu
viku lagði Ólafur Þór
Ólafsson bæjarfuiltrúi Sand-
gerðislistans fram eftirfar-
andi tillögu sem samþykkt
var í bæjarstjórn: „Bæjar-
stjórn Sandgerðisbæjar legg-
ur til við stjórn Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
að hún skipi starfshóp með
fulltrúum frá sveitarstjórn-
um, fyrirtækjum, hagsmuna-
aðilum og stofnunum á svæð-
inu til að skiia tillögum um
sameiginlegar aðgerðir í at-
vinnumáium.“
I greinargerð sem lögð var ffam
með tillögunni segir: „Á opn-
um fitndi sem Sandgerðislistinn
hélt á Veitingahúsinu Vitanum
23.01.2003 um atvinnumál í
Sandgerði var eftirfarandi
ályktun samþykkt:
Opinn fitndur Sandgerðislistans
haldinn á Veitingahúsinu Vitan-
um í Sandgerði 23. janúar2003
hvetur Suðumesjamenn til auk-
innar samvinnu til eflingar at-
vinnulífs á svæðinu.
Þingmenn, sveitarstjómir, fyrir-
tæki og hagmunasamtök þurfa
að taka höndum saman til að
nýta þau sóknarfæri sem bjóð-
ast á Suðumesjum. Sóknarfær-
in er m.a. að finna í sjávarút-
vegi, ferðaþjónustu og orkuiðn-
aði. Þá eru tækifærin sem fylg-
ja nálægð við alþjóðlegan flug-
völl og batnandi samgöngum
nær óteljandi. Þessi sóknarfæri
þarf að nýta!
I ljósi þessarar ályktunnar, sem
m.a. var samþykkt af nokkrum
þingmönnum og sveitarstjóma-
mönnum af svæðinu, og þess
sem kom ffam á góðum fundi í
Safnaðarheimilinu í Sandgerði
06.03.2003 er greinilegt að
menn álíta samvinnu lykilatriði
í atvinnumálum á Suðurnesj-
um. Dæmin sanna að með sam-
vinnu er hægt að ná miklum ár-
angri. Stjóm Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum er i lykil-
aðstöðu til að stilla strengi Suð-
urnesjamanna saman og því
eðlilegt að sameiginleg stefhu-
mótunarvinna í atvinnumálum
fari ffam á hennar vegum. Það
er eðlilegt að kalla saman þá
aðila sem starfa að atvinnu- og
sveitarstjómamálum á svæðinu
til að vinna hugmyndir um
sameiginlegar aðgerðir. Niður-
stöður slíks starfshóps geta ver-
ið gott veganesti fyrir nýjan at-
vinnuráðgjafa S.S.S. í þeirri
vinnu sem er ffamundan vegna
nýlegs samnings sambandsins
við Byggðastofnun."
Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri Saltvers ræðir um sjávar
mgpótid
Þorsteinn Erlingsson er að verða sextugur, en hann hefur komið að sjávarútvegi frá unga aldri.
Ásamt fjölskyldu sinni hefur hann rekið fyrirtækið Saltver sl. 20 ár og hefur reksturinn gengið með
ágætum. Þorsteinn var skipstjóri á árum áður og hann hefur verið viðloðandi loðnuna frá 1965,
fyrst sem skipstjóri, síðan útgerðarmaður og nú er hann f loðnuvinnslu. Þorsteinn segir að loðnu-
vertíðin í ár verði svipuð hjá Saltveri og í fyrra: „Loðnan kom seint vestur eftir og þegar hún kom
voru bátarnir langt komnir með kvótann. Síldarvinnslan hefur verið með bát frá Grænlandi í við-
skiptum en hann á töiuverðan kvóta eftir. 77/ að stytta löndun úr bátnum sem venjulega tekur um
sólarhring höfum við dælt upp úr honum í tanka og þaðan tökum við loðnuna til vinnslu, en þetta
datt yfirmönnum Síldarvinnslunnar í hug. Við erum í sjö klukkutíma að landa upp úr bátnum í
stað sólarhrings og það skiptir máli. Hann er búinn að landa þrisvar sinnum á tveimur sólarhring-
um,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann búist við að hrognavinnslan verði svipuð og í fyrra: „í
fyrra vorum við að vinna á milli 700 og 800 tonn af hrognum og ég býst við að í ár verði þetta
svipað, “ segir Þorsetinn.
Þorsteinn hefur verið rnikið
spurður að því hver staða loðnu-
verksmiðjunnar í Helguvík er
eftir sameiningu Sildarvinnsl-
unnar og SR-mjöls: „Það er bara
kjaftæði að verksmiðjan verði
lögð niður, enda erum við með
bestu hafnaraðstöðu á Islandi.
Síldarvinnslan, með 1120 hlut-
höfum er mjög sterkt fyrirtæki
og mér líst ágætlega á samein-
ingu fyrirtækjanna og ég vænti
áffamhaldandi góðrar samvinnu
við þá aðila sem þar koma að
rekstri, enda þekki ég þessa
menn. Eg var reyndar hluthafi í
SR-mjöli í upphafi," segh Þor-
steinn.
Lítið að gera í rækjunni
Fyrirtæki Þorsteins og fjöl-
skyldu hans, Saltver hefur verið
atkvæðamikið í rækjuvinnslu en
síðustu 3 árin hafa rækjuveiðar
og rækjuvinnsla gengið mjög
illa sökum lækkandi verðs á
mörkuðum. 1 dag eru 10 fast-
ráðnir starfsmenn hjá Saltveri og
á milli 60 og 70 manns á meðan
á loðnuvinnslunni stendur:
„Saltver var aðallegá í rækju-
vinnslu og var sú vinnsla rekin 8
til 9 mánuði á ári, en það hefur
verulega dregið úr þeirri starf-
semi. Það hefur engin rækju-
veiði verið við Eldey og í
Kolluál síðustu ár. í sumar verð-
ur rækjuvinnsla í tvo mánuði,
nema veiði hefjist á ný við Eld-
ey. En gárungarnir í greininni
segja að Saltver sé best rekna
fyrirtækið í rækjuiðnaðinum
vegna þess að dregið hefur úr
vinnslunni," segir Þorsteinn.
Saltver gerði einnig út bátinn
Erling sem er orðinn 47 ára
gamall: ,,Hann er orðinn það
gamall að hann stenst ekki leng-
ur ýtrustu kröfur. Við höfum
verið að gera bátinn út á rækju
og net um það leiti sem loðnan
kemur og hrognavinnsla hefst.
En á þessum tíma er svo bijálað
að gera að við önnum ekki salt-
fiskvinnslunni. Við erum bara i
hrognunum núna og sú vinna
stendur fram í maí,“ segir Þor-
steinn en ákvörðun verður tekin
innan Saltvers hvort kaupa eigi
linubát eða litinn togara á næsta
ári.
Saltver ekki að hætta
Þorsteinn segir að þær sögu-
sagnir hafi gengið fjöllum hærra
að Saltver væri að sameinast eða
Þorsteinn ásamt
tengdasyni sínum,
Guðmundi J.
Guðmundssyni
vörubílstjóra.
12
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!