Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 10
„Læra strax að kynnast landinu og menningu okkar og kynna menningu sína fyrir hvort öðru“ -segir Vala Viktorsdóttir kennari í Holtaskóla í viðtali við Víkurfréttir. í Holtaskóla í Keflavík starfar Vala Viktorsdóttir við nýbúa- kennslu, en hún kennir nemend- um sem hafa flust til Islands. Flestir nemenda hennar tala litla sem enga íslensku þegar þau setjast á skólabekk og segir Vala að það sé mjög gaman að kenna hópnum, enda krakkarnir mjög opnir og jákvæðir. Hvað felst í nýbúakennslu? Fyrst og ffemst skemmtilegt nám. Þetta eru nemendur sem hafa enga kunnáttu í íslensku þegar þau innritast í skólann og geta fæst tjáð sig á öðrum tungumálum sem við skiljum. Við þurfum að nálgast íslensk- una á ólíkan hátt heldur en gengur og gerist í venjulegu tungumálanámi eins og við erum vön í grunnskóla. Við get- um ekki stuðst nema að mjög takmörkuðu leiti við orðabækur sem duga engan veginn og eitt er víst að ég kann ekki öll heimsins tungumál og því er kennslan afar skemmtileg og líklegast eru kennslustundimar líkastar æfingum í leikhúsi! Þau læra strax að kynnast landinu og menningu okkar og kynna menningu sína fyrir hvort öðm. Við leitumst eftir því að vera opin og jákvæð og láta ekkert hindra okkur i að fóta okkur í nýju landi, landi sem er gjörólíkt því sem þau hafa alist upp við. Einnig fá íslenskir krakkar sem hafa búið erlendis um langan tíma kennslu og hressa uppá ís- lenskukunnáttuna. Islensku- kennslan nær reyndar yfir allar námsgreinar. Eftir bestu getu nálgumst við þann orðaforða sem við þurfiim á að halda í skólanum I því námsefni sem þau eru að fást við. Hvað eru mörg tunguinál töluð íHoltaskóla? A göngum Holtaskóla getur þú heyrt 5 framandi tungumál. Hér em nemendur ffá Tælandi, Júgóslavíu, Rússlandi, Filipps- eyjum, Póllandi og Ameríku. Að viðbættri íslenskunni, enskunni og dönskunni em um 8 mis- munandi tungumál töluð í skól- anum. Finitst þér gantan að viitita ineð krökkunum? Já, þetta em ffábærir krakkar og gaman að fá að kynnast öllum þessum krökkum. Það er ekki bara að ég sé að kenna þeim heldur em þau líka að kenna mér. Það gengur nú svona upp og ofan hjá mér að bera ffam tungumálin þeirra og þá er oft mikið hlegið og við upplifum það öll að það getur verið erfitt að læra nýtt tungumál en um- ffam allt skemmtilegt. Eru þessir krakkar reynslu- meiri en krakkar seitt fœddir eru á íslandi? Þeir em kannski ekki reynslu- meiri heldur hafa ólíka reynslu að baki og þá er það fyrst og ffemst vegna ólíkra menningar- heima sem við komum ffá. Það em ótrúlega skemmtilegar kennslustundir þegar þau em að skiptast á sögum ffá sínu heima- landi og við getum skemmt okk- ur yfir því hvemig ólíkir siðir, menning og málffæði tilheyra hvetju landi fyrir sig. Þannig lærum við að deila okkar reynslu og jafnffamt að vera opin fyrir því sem tekur við í nýju landi og tileinka okkar það. Hvernig hefurþeim verið tekið í skólanum? Almennt vel alveg eins og geng- ur og gerist þegar venjulegir Is- lendingar flytja sig um skóla. Is- lensku krakkamir mættu þó vera miklu forvitnari og kynna sér menningu þeirra landa sem krakkamir koma ffá og vera ófeimin að kynnast krökkum ffá öðmm löndum sem þau þekkja svo alltof lítið til ef þá nokkuð. Krökkunum finnst gaman að segja ffá og bera sig saman við ólíkar aðstæður. íslenskt veðurfar? I fýrra bjuggu þau sig undir snjóharðan vetur og fimb- ulkulda sem reyndar kom aldrei að áliti sannra víkinga! Mörgum fannst þó nóg um og áttu mjög erfitt með að aðlagast veðurfar- inu en vom fegin því að hann var þó ekki kaldari. Sum þeirra em þó vön miklum kulda yfir vetrartímann en á móti finnst þeim sumarið okkar ekki neitt sérstaklega hlýtt. Erum við ekki einmitt búin að komast að því að ísland býður bara upp á tvær árstíðir, vor og haust? Rœða krakkarnir um þau lönd sem þau eru œttuð frá við aðra krakka? Um leið og þau hafa náð nokkru öryggi í tungumálinu þá em þau fusari við að ffæða okkur urn sín heimkynni og ég legg ríka áher- slu á það að þau glati ekki held- ur viðhaldi sinni menningu, trú og öðrum siðum sem þau hafa verið alin upp við en bæti síðan við nýrri menningu og siðum við sína fýrri. Breyting á aðalskipulagi-nýtt deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997, m. s. br. eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðis1997- 2017 og deiliskipulagi: Breyting á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi við Lœkjamót. Svæði það sem deiliskipulagið _nær yfir er frá Hlíðargötu að vestan, Byggðavegi að norðan og austan og að opnu svæði að sunnan. Á gatnamótum Hlíðargötu, Austurgötu og Byggðavegar er gert ráð fyrir hringtorgi. Svœðið skiptist í tvo meginhluta: a. Lóðir fyrir íbúðarhús. b. Opið svæði til útiveru/leiksvæði. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir einbýlis-, par- og raðhúsum og eru húsagerðir frjálsar (sbr. þó skýringaruppdrætti með skilmálum). Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Tjarnargötu 4, á opnunartíma skrifstofunnar frá 26.03.2003 til 9.05.2003. Athugasemdir, ef einhverjar eru skulu hafa borist skipulagsnefnd Sandgerðisbæjar fyrir 12.05.2003. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins tíma teljast samþykkir tillögunum. Bcejarstjórinn í Sandgerði 5 SANDGERÐISBÆR Foreldrar helgarleyfi Niðurstaða skoðanakönn- unar um vetrarleyfi í grunnskólum Reykja- nesbæjar er sú að foreldrar kjósa frekar löng helgarleyfi í stað vikuleyfis. Skoðanakönn- unin var gerð í febrúar sl. af Skólaskrifstofu Reykjanesbæj- ar að beiðni foreldraráða og foreldrafélaga grunnskólanna sem vildu kanna hug foreidra tii vetrarleyfa áður en skóla- dagatöl grunnskóla fyrir skóla- árið 2003 - 4 verða samþykkt. Alls voru 65% foreldra hlynntir langri helgi I lok október og/eða febrúar en einungis 28% voru hlynntir vikulöngu vetraríríi í lok október. Spurt var hvort foreldrar þyrftu vilja löng í stað viku sérstök úrræði í skólanum í vetr- arleyfi og vekur það athygli að mikill meirihluti telur sig ekki þurfa slíkt. Þó er munur á svör- um hjá foreldrum yngri og eldri bama. Þátttaka í könnuninni var ágæt eða 61% og gafst foreldrum tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum. Alls sögðust 137 vilja lengra sumarleyfi í stað vetrarleyfis, 30 sögðu vetrarleyfi stangast á við vinnumarkaðinn og 20 sögðu að allir skólar þyrftu að fara í frí á sama tíma þ.m.t. tónlistarskólinn. Könnunin var send til foreldra elstu bama í leikskólum og í 1. - 9. bekk i grunnskólum. Frétt af vef Reykjanesbœjar. Nú getur þú skoðað fjölmargar nýjar og skemmtilegar mannlífsmyndir á www.vf.is 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.