Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 14
8-liða úrslit Intersport-deildarinnar
vígisins. Hann er rosalegur þegar
hann kemst i gang. Þeir hafa
heimaleikjaréttinn og hann verð-
ur þeim mikilvægur í úrslitunum.
Keflavík - ÍR: 2-1
Keflvíkingar tóku IR-inga auð-
veldlega i fyrsta leik og mættu
hálf kærulausir til leiks í Seljar-
skóla. Þar töpuðu þeir stórt.
Særðir mættu þeir dýrvitlausir i
3. leikinn og vááá, þvílík sýning.
Skoruðu 70 stig í fyrri hálfleik
þar sem Guðjón Skúlason og
Magnús Þór Gunnarsson settu
sína fimm þrista hvor á meðan
Ed Saunders tróð boltanum með
tilþrifum þess á milli. Vömin var
góð. Þeir hafa harma að hefna
gegn Njarðvík síðan í úrslitunum
í fýrra!
14-liða úrslitum mætast Keflavik
og Njarðvík annars vegar og
Grindavík og Tindastóll hins veg-
ar.
vwwt
■
:: Fyrst og fremst
KR - Njarðvík: 0-2
Njarðvíkingar hafa sigrað fimm
leiki í röð eftir að Gregory Harris
gekk til liðs við þá. KR-ingar
áttu í raun ekki möguleika í
þessu einvígi. Njarðvík var að
leika frábæran körfuknattleik og
enginn betur en Teitur Örlygsson
sem skoraði samtals 52 stig i
báðum leikjunum. Þeir verða ill-
viðráðanlegir i 4-liða úrslitum
enda með gríðarlega sterkt fimm
manna lið. Þeir eru eina liðið
sem tapaði ekki og eru vel hvíld-
ir. Ætli eitthvað lið geti stoppað
þá?
Grindavík - Hamar: 2-1
Deildanneistaramir lentu í smá
erfiðleikum með Hamar. Sigmðu
naumlega fyrsta leikinn og töp-
uðu svo á útivelli. Fóm hins veg-
ar með bakið upp að veggnum til
Grindavíkur og sigmðu auðveld-
lega. Darrell Lewis er mættur aft-
ur og gerði samtals 61 stig í
tveimur síðustu leikjunum ein-
I .ogi Gunnarsson skoraði 20
stig í 99:89 sigri Ulm á Ans-
bach i þýsku 2. deildinni um
helgina. Ulm er sem lýrr í 2.
sæti deildarinnar, tveimur stig-
inn á eftir toppliðinu eti eiga
leik til góða.
Þórnrinn Kristjánsson skor-
aði þrennu fyrir Keflavt'k í auð-
veldum 6-0 sigri á Aftureld-
ingu i deildarbikarnum í knatt-
spyrnu á mánudag. Magnús
Þorsteinsson skoraði tvö mörk
og Hafsteinn Rúnarsson eitt.
Leikið var í Reykjaneshöllinni
en þar sigra Keflvíkingar
hvern leikinn á fætur öðrum.
RLykjanesliöllin virðist vera
sterkasti heimavöllur Kellvík-
inga. Spurning hvort ekki eigi
að færa heimaleiki þeirra í
höllina í sumar. Þá yrði liðið
ekki lengi i I. deild! Kellavík
er með 9 slig í A-riðli eftir
fjóra leiki.
Diaiiiniir Reynismanna um
sæti í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik fauk út um
gluggann um helgina þegar
liðið tapaði gegn Þór Þorláks-
höfn, 67:76. Það verður því að
bíða til næsta árs að Jón Guð-
brandsson og félagar hans í
Sandgerði komi liðinu í deild
þeirra bestu.
„Skref fram á við að spila með Grindavík"
- segir Lee Sharpe í viðtali við Víkurfréttir
Eins og mönnum er kunn-
ugt hefur Lee Sharpe,
fyrrum leikmaður
Manchester Unitcd ákveðið að
slá til og leika með Grindvík-
ingum í Símadeiidinni í sumar.
Mönnum þótti þetta nú bara
fyndið þegar fyrst fréttist af
þessu en nú ættu menn að vera
farnir að hætta að hlæja þar
sem þetta cr orðið að veruleika.
Víkurfréttir náðu tali af Lee
Sharpe og spurðu hann hvern-
ig honum litist á að leika á ís-
landi í sumar, með liði í 2000
manna bæjarfélagi.
Hvcrnig lýst þér á að leika með
Grindavík í sumar?
Ég er farinn að hlakka mikið til
að spila með Grindavík enda
fékk ég ffábærar viðtökur þegar
ég kom hingað á dögunum.
Strákarnir í liðinu tóku mér vel
og það verður gaman að spila
með þeim. Bærinn er lítill en það
er ekkert vandarmál.
Finnst þér það vera skref aftur
á bak eftir að hafa leikið með
liðum á borð við Manchester
United og Leeds?
Nei, ég lít á þetta sem skref fram
á við þar sem ég hef ekkert verið
að spila neitt að undanförnu.
Auðvitað er þetta lítill klúbbur
miðað við þá sem ég hef leikið
með en þetta mun verða mikil
reynsla. Liðið er í UEFA keppn-
inni og það spillti ekki fyrir
ákvörðun minni.
Var einhver sérstök ástæða fyr-
ir því að þú ákvaðst að slá til og
leika með Grindavík í sumar?
Mér var tekið mjög vel þegar ég
kom hingað. Allir voru mjög vin-
arlegir og vildu gera allt til að
mér liði vel. Fólkið lét mig finn-
ast ég vera velkomin og það
hjálpaði mikið til. Það verður
lika gaman að spila fótbolta í
sumar þar sem ég_ hef ekki leikið
í nokkum tíma. Ég ætla mér að
standa mig og komast í gott
form.
Hvað sögðu vinirnir og fjöl-
skyldan um að þú færir til Is-
lands?
Þeim fannst þetta auðvitað nokk-
uð skrítið í fýrstu en þau voru
annars mjög jákvæð. Þau sögðu
að ég ætti ekki að hika við að
fara þar sem þetta yrði góð
reynsla og kæmi sér vel fyrir
mig.
Hvað með blöðin í Bretlandi?
Þau vita þetta ekki enn. Fólkið á
Islandi er það eina sem veit af
þessu fyrir utan mína nánustu.
(viðtalið var á mánudegi en eftir
það var mikið rætt um þetta á
Englandi)
Hvernig líkaði þér á íslandi?
Þetta var mjög flnt. Það var svo-
lítið kalt á meðan ég var héma og
kaldara en ég á að venjast. Grind-
víkingarnir lofuðu
því þó að það yrði
heitara í sumar,
þannig að það er í
góðu lagi.
Hvað finnst þér
um íslenskan fót-
bolta?
Ég veit auðvitað
lítið um hann þar
sem ég mætti ein-
ungis á æfingu
með Grindavík. En
miðað við hana þá
er hann nokkuð
góður og það eru nokkrir góðir
strákar hérna sem geta spjarað
sig. Ég hef auðvitað séð til Eiðs
Guðjónsen og hinna leikmann-
anna sem leika á Englandþ en ég
þekki þá þó ekki mikið. Ég hef
aldrei leikið á móti þeim held ég.
Jæja, að lokum hvenær fáum
við að sjá þig í leik með
Grindavík?
Ég fer með liðinu á æfingamót á
Spáni í næsta mánuði. Ég fer svo
heim til Englands aftur til að
klára min mál þar og svo býst ég
við því að mæta á mína fýrstu
æfingu með liðinu í byijun maí.
Ég hef ekki skrifað undir neinn
samning enn þá en ég mun vænt-
anlega gera það á Spáni.
14
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!