Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 16
Landsbankinn í Grindavík 40 ára 40 ár eru liðin frá opnun úti- bús Landsbanka ísiands í Grindavík. Föstudaginn 14. mars var Grindvíkingum og öllum sem í útibúið komu þennan dag boðið að þiggja veitingar í tilefni dagsins. Einnig vakti handverkssýning starfsmanna sem var þennan dag mikla athygli þeirra sem í útibúið komu enda voru glæsi- Iegir munir til sýnis. í tilefni 40 ára afmælis útibús- ins ákvað Landsbankinn að af- henda Saltfisksetrinu í Grinda- vík eftirmynd í fullri stærð af einu dýrmætasta listaverki í eigu bankans þ.e. freskuna af Saitfiskstöflun sem er máluð á vegg á annarri hæð í Lands- bankanum aðAusturstræti 11 í Reykjavík. Þessa veggmynd málaði Kjarval árið 1923. Björgólfur Guðmundsson for- maður bankaráðs Landsbank- ans afhenti verkið fyrir hönd bankans. Valdimar Einarsson sem hefur verið útibústjóri Landsbanka íslands í Grindavík í tæp fimm ár eða frá 1998 sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið líf hafi verið í bankanum á föstu- dag og að viðskiptavinir bank- ans hafi verið mjög ánægðir með þessa afmælisveislu. Hann segir rekstur útibúsins hafa gengið afar vel og að afkoman hafi verið mjög góð. „Innlán hafa aukist sem og útlán til ein- staklinga og fyrirtækja“, segir Valdimar. Starfsfólk útibúsins þjónusta jafnt einstaklinga sem fyrirtæki en í útibúinu eru átta starfsmenn. „Vöru og þjón- ustuframboð Landsbankans er mjög breitt og nær til allra ald- urshópa og erum við að horfa á heildarfjármálaþjónustu fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki.Al- gengast er í dag að viðskipta- vinir okkar séu með sín fjár- mál í greiðsluþjónustu enda gefur það þeim góða yfirsýni yfir fjármálin og viðskiptavinir fá góð ráð frá starfsfólki úti- búsins. Kirkjustarf KEFLAVfKURKIRKJA: Föstudagur 21. mars: Jarðarfor Ellerts Rörgnvaldar Emanúelssonar Faxa- braut 36c, Keflavík, fer fram kl. 11 árd. Jarðarfor Kristjönu Magnúsdóttur Faxabraut 13, Keflavík, fer fram kl. 14. Sunnud. 23. mars: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Starfsfólk sunnudagaskólans er: Amhildur H. Am- bjömsdóttir, Guðrún Soffia Gísladóttir, Laufey Gísladóttir, Margrét H. Halldórsdóttir, Sam- úel Ingimarsson, Sigríður H. Karlsdóttir og undir- leikari í sunnudagaskóla er Helgi Már Hannesson. Guðsþjónusta kl. 14. Bam borið til skímar. Prestur: Olafur Oddur Jónsson. Ræðuefhi: Um- burðarlyndi og fordómar. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjómandi: Hákon Leifs- son. Meðhjálpari: Hraffihildur Atladóttir. Kirkjukaffi effir messu. Hljómsveitin Guitar Island- ico heldur eflirmiðdagstónleika í Kirkjulundi kl. 17. Þeir sem skipa hljómsveitina em Gunnar Þórðar- EINNIGÁ VF.IS son, Jón Rafnsson og GunnarThoroddsen og einnig em þeir með í þetta skiptið gest að utan, trompetleikara sem spilað hefUr með þeim m.a. í Kanada. Sjá Veffit Keflavíkurkirkju: keflavikur- kirkja.is Þriðjudagur 25. mars: „Úr heimi bænarinnar" effir Ole Hallesby kl. 20:00- 22:00 Umsjón með bænahópnum hafa Laufey Gísladóttir og Sigfus Baldvin Ingvason. Einnig verður komið saman í heimahúsum. Heitt verður á könnunni. Miðvikud.: 26.mars.: Kirkjan opnuð kl. 12:00. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í Kirkju- lundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Úmsjón: Sigfus Baldvin Ingvason Æfing Kórs Keflavíkurkirkju ffá 19:30-22:30. Stjómandi: Hákon Leifsson. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.