Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 7
Tuttugu störf við sjóvarnar- garða í Reykjanesbæ og jarðvinnu í Helguvík Um 20 starfsmenn ís- lenskra aðalverktaka munu hafa atvinnu að gerð sjóvarnargarða og fram- kvæmdir við lóð fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju í Helguvík. Framkvæmdir hófust formlega á föstudag. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAY og Árni Sigfusson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, skrifuðu í gær undir samning um verk sem felst í að sprengja út og fjarlægja klöpp á lóð fyrirhugaðrar stál- pípuverksmiðju á hafharsvæðinu í Helguvík og nota í sjóvamar- garða, en IAV voru lægstbjóð- endur í verkið. Um er að ræða lækkun á lóðar- stæði um 15 til 20 metra með sprengingum og greftri. Fylling- arefni og grjót sem við það myndast verður flutt að strand- lengju Keflavíkur og Njarðvíkur og nýtt við gerð sjóvamargarða og landfýllinga. Verksamningur- inn hljóðar upp á rúmlega 310 milljónir króna. Starfsmenn ÍAV hafa þegar haftð framkvæmdir og munu um 20 manns vinna við verkið. Verk- efhastjóri er Guðgeir Siguijóns- son og verkstjóri er Ágúst Olafs- son. Verklok eru áætluð 1. júní 2004. Oháð framboð ályktar um læknamál á Suðumesjum Afundi sem óháð fram- boð Kristjáns Pálssonar boðaöi til í síðustu viku var ályktað um iæknadeiiuna á Suðumesjum. Á fundinum voru um 50 manns og sagði Kristján Pálsson í samtali við Víkurfréttir að fjörugar um- ræður hefðu skapast á fund- inum: „Við erum að vinna að stefnumálum framboðsins og það eru margir sem koma að þeirri vinnu. Við erum ekki tilbúin til að gefa það upp hverjir eru á listanum, en það gerist fljótlega.“ Ályktun „Fundur Framboðs óháðra í Suðurkjördæmi haldinn í Reykjanesbæ 7. mars 2003 lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess seinagangs sem verið hef- ur á lausn deilu heilbrigðisráðu- neytisins og heilsugæslulækna á Suðumesjum. Aðeins einn heimilislæloiir er starfandi á Suðumesjum í dag þar sem búa um 16 þúsund manns. Á fimm- ta mánuð er síðan 12 heilsu- gæslulæknar gengu úr störfum sínum vegna deilna um kjör og starfsumhverfi. Lipurð og dugnaður starfsfólks Heilbrigð- isstofhunar Suðumesja hefitr komið í veg fyrir neyðarástand í heilsugælumálum svæðisins síðan þetta gerðist. Fundurinn skorar á heilbrigðisráðherra að gnpa nú þegar til viðeigandi ráðstafana svo þessi deila leys- ist.“ s I 'I — I £jt Sbjmrrjöre CJ l iiilquí; £ííÚ'^jíiÍí vaíúui íipÓXöM Ki-tflti yí!n i r [''0 rudu^iiiii 21, uiíLríi 2003 ÍÍaiíL 13-10, CLINIQUE Sjáðu frísklegu litina frá Clinique. 6 hreinir, tærir tónar, áhrif frá skemmtilegum blæbrigðum sumarsins. Gera varirnar fallegar, mjúkar og glansandi. Verið velkomin! 3jaþrepapaW« Apótek Keflavíkur ty\g\r öllum keyptum Sími: 421 3200 Snyrtivörudeild G\tn\C\ue VÖrUiH. Aðalskvísan í bænum verður 5 ára 22. mars nk. Innilegar hamingjuóskir í tilelni dagsins. Mamma, pabbi, Ámína Lena og Elva Rut. Elinrós Jónsdóttir verður 75 ára 23. mars nk. Hún tekur á móti vinum og ættingjum ásamt eigin- manni sínum Ingimar Þórðarsyni, í Hvammi á afinælisdaginn kl. 15. VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.